Nánast enginn launamunur á opinbera og almenna vinnumarkaðnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. febrúar 2023 09:57 Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Launamunur á milli opinbera- og almenna vinnumarkaðarins er nánast horfinn og opinberi markaðurinn því orðinn samkeppnisfær við þann almenna. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu sem að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda kallar á viðbrögð. Velta þurfi því upp hvort verndarákvæði starfsmannalaganna eigi enn rétt á sér? Ráðgjafafyrirtækið Intellecon vann nýverið skýrslu um launa- og fjöldaþróun opinberra starfsmanna undanfarin ár og var skýrslan kynnt fyrir helgi. Þar kemur fram að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað um tæp tuttugu prósent á sama tíma og starfsmönnum almenna markaðarins hafi einungis fjölgað um þrjú prósent. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir niðurstöðurnar slá sig illa. „Verðmætin í íslensku samfélagi verða til í einkageiranum, þau verða til á almenna markaðnum, þannig við megum aldrei gleyma því að hlúa að fyrirtækjunum í landinu. Við verðum að búa til þannig starfsumhverfi að það sé ákjósanlegt og auðvelt að stofna hér fyrirtæki og starfa í íslensku starfsumhverfi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Kallar á viðbrögð Sögulega séð hafa laun hjá hinu opinbera jafnan verið lægri en á hinum almenna markaði en á síðustu árum hefur þessi launamunur nánast horfið. Af þessu má ráða að hið opinbera sé orðið samkeppnisfært við almenna markaðinn. Þá er vinnutími á opinbera markaðnum oft mun betri auk þess sem opinberir starfsmenn njóta mun ríkari lagaverndar en þeir sem eru á hinum almenna markaði. „Þá er orðin ástæða til að skoða hluti eins og starfsmannalögin um opinbera starfsmenn. Á að vera áfram ríkari uppsagnarvernd? Og þetta kerfi sem gerir öll starfsmannamál hjá ríkinu miklu þyngri í vöfum og stífari enn á einkamarkaðnum. Ég held að það sé orðin full ástæða til að endurskoða það,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti ríkari verndar? Guðrún tekur í sama streng og spyr hvort út frá þessum niðurstöðum sé eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti ríkari verndar á vinnumarkaði en Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram frumvarp um breytingar á starfsmannalögum, þar sem meðal annars er lagt til að heimild til uppsagnar starfsmanna verði rýmkuð. Ólafur vill sjá eina vinnulöggjöf og segir að áfram þurfi að vera reglur um faglegar ráðningar í opinbera geiranum svo að frændhygli eða spilling þrífist ekki. „En þetta þunga ferli að ráðning og starfslok séu stjórnsýsluákvarðanir er allt of þungt í vöfum og gerir opinbera geirann svo óskilvirkan og óhagkvæman og of dýran,“ segir Ólafur. Engin lækkun hér á landi Þessi mikla fjölgun starfsmanna á opinberum markaði sést líka í öðrum OECD löndum. „En það má kannski segja að það sem er sérstakt hér er að ef maður notar þær mælingar sem notaðar í alþjóðlegum samanburði þá hefur að minnsta kosti ekki orðið lækkun eins og í mörgum öðrum OECD löndum í umfangi hins opinbera af heildarvinnumarkaði,“ segir Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon. Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
Ráðgjafafyrirtækið Intellecon vann nýverið skýrslu um launa- og fjöldaþróun opinberra starfsmanna undanfarin ár og var skýrslan kynnt fyrir helgi. Þar kemur fram að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað um tæp tuttugu prósent á sama tíma og starfsmönnum almenna markaðarins hafi einungis fjölgað um þrjú prósent. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir niðurstöðurnar slá sig illa. „Verðmætin í íslensku samfélagi verða til í einkageiranum, þau verða til á almenna markaðnum, þannig við megum aldrei gleyma því að hlúa að fyrirtækjunum í landinu. Við verðum að búa til þannig starfsumhverfi að það sé ákjósanlegt og auðvelt að stofna hér fyrirtæki og starfa í íslensku starfsumhverfi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Kallar á viðbrögð Sögulega séð hafa laun hjá hinu opinbera jafnan verið lægri en á hinum almenna markaði en á síðustu árum hefur þessi launamunur nánast horfið. Af þessu má ráða að hið opinbera sé orðið samkeppnisfært við almenna markaðinn. Þá er vinnutími á opinbera markaðnum oft mun betri auk þess sem opinberir starfsmenn njóta mun ríkari lagaverndar en þeir sem eru á hinum almenna markaði. „Þá er orðin ástæða til að skoða hluti eins og starfsmannalögin um opinbera starfsmenn. Á að vera áfram ríkari uppsagnarvernd? Og þetta kerfi sem gerir öll starfsmannamál hjá ríkinu miklu þyngri í vöfum og stífari enn á einkamarkaðnum. Ég held að það sé orðin full ástæða til að endurskoða það,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti ríkari verndar? Guðrún tekur í sama streng og spyr hvort út frá þessum niðurstöðum sé eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti ríkari verndar á vinnumarkaði en Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram frumvarp um breytingar á starfsmannalögum, þar sem meðal annars er lagt til að heimild til uppsagnar starfsmanna verði rýmkuð. Ólafur vill sjá eina vinnulöggjöf og segir að áfram þurfi að vera reglur um faglegar ráðningar í opinbera geiranum svo að frændhygli eða spilling þrífist ekki. „En þetta þunga ferli að ráðning og starfslok séu stjórnsýsluákvarðanir er allt of þungt í vöfum og gerir opinbera geirann svo óskilvirkan og óhagkvæman og of dýran,“ segir Ólafur. Engin lækkun hér á landi Þessi mikla fjölgun starfsmanna á opinberum markaði sést líka í öðrum OECD löndum. „En það má kannski segja að það sem er sérstakt hér er að ef maður notar þær mælingar sem notaðar í alþjóðlegum samanburði þá hefur að minnsta kosti ekki orðið lækkun eins og í mörgum öðrum OECD löndum í umfangi hins opinbera af heildarvinnumarkaði,“ segir Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon.
Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira