Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir klukkan 18:30 í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir klukkan 18:30 í kvöld. Vísir/Arnar

Forysta Eflingar fékk óvænt áheyrn forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Eflingarfólk gerði hróp og köll að ráðherrum við ráðherrabústaðinn í morgun og krafðist tafarlausrar aðkomu forsætisráðherra að kjaradeilu félagsins. ASÍ harmar ofstækiskennda orðræðu kjaraviðræðnanna og fordæmir "viðurstyggileg ummæli" sem komið hafi fram

Við förum yfir stöðu kjaraviðræðnanna, óvenjulega yfirlýsingu ASÍ og dramatík dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Við sýnum einnig nýjustu myndir frá hamförunum í Tyrklandi og Sýrlandi. Björgun tveggja kornabarna undan húsarústum hefur vakið heimsathygli og íslenskir verkfræðingar á hamfarasvæði í Suður-Tyrklandi segja frá því sem fyrir augu ber.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá úrslitakvöldi Idol, þar sem spennan er í hámarki, greinum frá miklu hitamáli sem skapast hefur í kringum reynitré við Grettisgötu og hittum einn hugulsamasta póstburðarmann landsins. Þetta og ýmislegt fleira í kvöldfréttum klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×