Liðið vann þægilegan 3-0 sigur í leik sínum við Preston North End en Nathan Tella lék á als oddi í þeim leik og skoraði öll mörk lærisveina Vincent Kompany.
Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 70 mínúturnar rúmar fyrir Burnley sem hefur 68 stig á toppi ensku B-deildarinnar.
Burnley hefur sjö stiga forskot á Sheffield United og 17 stiga forystu á Middlesbrough sem er í þriðja sæti en tvö efstu liðin fara beint upp. Liðin í toppbaráttunni hafa leikið í kringum 30 leiki og því um það bil 36 stig í pottinum hjá þeim.