„Var það okkur að kenna þegar Gerrard rann?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2023 13:01 Pep Guardiola segir að enginn geti tekið titla af Manchester City en rannsókn fer nú fram vegna meintra brota félagsins á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty Pep Guardiola segir að rannsókn vegna meintra brota félagsins á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinanr breyti engu hvað varðar þá titla sem félagið hefur unnið til á síðustu árum. Ensku meistararnir hafa verið kærðir vegna alls rúmlega hundrað brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar frá árunum 2009-2018 en félagið vann þrjá meistaratitla á þessu tímabili. Sérstök nefnd mun nú taka við málinu og ákveða hvað sé réttast að gera hvað varðar refsingar. City gæti misst stig og þá hafa verið uppi umræður um hvort félagið missi einhverja af titlum sínum. Allt á þetta eftir að koma í ljós. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur nú stigið fram og sagt að rannsóknin breyti engu um þá titla sem félagið hefur unnið, enginn geti tekið titla eða verðlaun af félaginu. Hann segir að rannsóknin hafi skaðað félagið og sigra þess. „Þessi augnablik tilheyra okkur, þau tilheyra okkur algjörlega,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi á föstudag. „Mark Aguero árið 2012, þegar Balotelli rann. Ég veit ekki hvort við berum ábyrgð á því þegar Steven Gerrard rann á Anfield. Var það okkur að kenna? Ég ber virðingu fyrir Steven Gerrard en þessi augnablik tilheyra okkur,“ bætti Guardiola við og vísar þarna til atviksins fræga í leik Liverpool og Chelsea árið 2014 þegar Steven Gerrard gerði afdrifarík mistök sem urðu til þess að Manchester City náði efsta sæti deildarinnar af Liverpool. „Enska úrvaldeildin mun taka ákvörðun en ég veit hvað við lögðum á okkur, hvað við unnum og hvernig. Ef eitthvað gerðist árin 2009 eða 2010 þá breytir það ekki einni sekúndu. Við höfum lifað þessi augnablik saman í mörg ár.“ „Ég er stoltur af eigendunum“ Guardiola segist hafa fengið staðfestingu frá yfirmönnum sínum að engin brot hafi verið framið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem City fær á sig ásakanir um brot á fjárhagsreglum en knattspyrnusamband Evrópu rannsakaði meint brot félagsins á árunum 2012 til 2016 en City voru þá sakaðir um að hafa ýkt upphæðir sem þeir fengu í styrki frá styrktaraðilum. UEFA setti City þá í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni en dómnum var snúið við af Alþjóðaíþróttadómstólnum (CAS). Ef enska úrvalsdeildin myndi refsa City fyrir þau mál sem eru til rannsóknar núna yrði ekki hægt að áfrýja til CAS. „Það sem ég get sagt er að ég er stoltur af eigendunum, stjórnarformanninum og því sambandi sem við eigum og tíma okkar saman. Ég hef treyst mikið á þá í fortíðinni.“ „Ef þeir vilja mig þá verð ég hér. Úrslitin hafa ekki verið góð, þau gætu hent mér út því þetta er bransi þar sem þú þarft að vinna. En ef þeir vilja mig þá mun ég ekki bregðast þeim og leikmennirnir ekki heldur. Ég vill sannfræna þá um að það sem við höfum gert, höfum við gert og þeir muni ekki taka það frá okkur.“ Manchester City mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag og fær þá tækifæri til að saxa á forskot Arsenal á toppi deildarinnar. Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Ensku meistararnir hafa verið kærðir vegna alls rúmlega hundrað brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar frá árunum 2009-2018 en félagið vann þrjá meistaratitla á þessu tímabili. Sérstök nefnd mun nú taka við málinu og ákveða hvað sé réttast að gera hvað varðar refsingar. City gæti misst stig og þá hafa verið uppi umræður um hvort félagið missi einhverja af titlum sínum. Allt á þetta eftir að koma í ljós. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur nú stigið fram og sagt að rannsóknin breyti engu um þá titla sem félagið hefur unnið, enginn geti tekið titla eða verðlaun af félaginu. Hann segir að rannsóknin hafi skaðað félagið og sigra þess. „Þessi augnablik tilheyra okkur, þau tilheyra okkur algjörlega,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi á föstudag. „Mark Aguero árið 2012, þegar Balotelli rann. Ég veit ekki hvort við berum ábyrgð á því þegar Steven Gerrard rann á Anfield. Var það okkur að kenna? Ég ber virðingu fyrir Steven Gerrard en þessi augnablik tilheyra okkur,“ bætti Guardiola við og vísar þarna til atviksins fræga í leik Liverpool og Chelsea árið 2014 þegar Steven Gerrard gerði afdrifarík mistök sem urðu til þess að Manchester City náði efsta sæti deildarinnar af Liverpool. „Enska úrvaldeildin mun taka ákvörðun en ég veit hvað við lögðum á okkur, hvað við unnum og hvernig. Ef eitthvað gerðist árin 2009 eða 2010 þá breytir það ekki einni sekúndu. Við höfum lifað þessi augnablik saman í mörg ár.“ „Ég er stoltur af eigendunum“ Guardiola segist hafa fengið staðfestingu frá yfirmönnum sínum að engin brot hafi verið framið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem City fær á sig ásakanir um brot á fjárhagsreglum en knattspyrnusamband Evrópu rannsakaði meint brot félagsins á árunum 2012 til 2016 en City voru þá sakaðir um að hafa ýkt upphæðir sem þeir fengu í styrki frá styrktaraðilum. UEFA setti City þá í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni en dómnum var snúið við af Alþjóðaíþróttadómstólnum (CAS). Ef enska úrvalsdeildin myndi refsa City fyrir þau mál sem eru til rannsóknar núna yrði ekki hægt að áfrýja til CAS. „Það sem ég get sagt er að ég er stoltur af eigendunum, stjórnarformanninum og því sambandi sem við eigum og tíma okkar saman. Ég hef treyst mikið á þá í fortíðinni.“ „Ef þeir vilja mig þá verð ég hér. Úrslitin hafa ekki verið góð, þau gætu hent mér út því þetta er bransi þar sem þú þarft að vinna. En ef þeir vilja mig þá mun ég ekki bregðast þeim og leikmennirnir ekki heldur. Ég vill sannfræna þá um að það sem við höfum gert, höfum við gert og þeir muni ekki taka það frá okkur.“ Manchester City mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag og fær þá tækifæri til að saxa á forskot Arsenal á toppi deildarinnar.
Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira