„Var það okkur að kenna þegar Gerrard rann?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2023 13:01 Pep Guardiola segir að enginn geti tekið titla af Manchester City en rannsókn fer nú fram vegna meintra brota félagsins á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty Pep Guardiola segir að rannsókn vegna meintra brota félagsins á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinanr breyti engu hvað varðar þá titla sem félagið hefur unnið til á síðustu árum. Ensku meistararnir hafa verið kærðir vegna alls rúmlega hundrað brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar frá árunum 2009-2018 en félagið vann þrjá meistaratitla á þessu tímabili. Sérstök nefnd mun nú taka við málinu og ákveða hvað sé réttast að gera hvað varðar refsingar. City gæti misst stig og þá hafa verið uppi umræður um hvort félagið missi einhverja af titlum sínum. Allt á þetta eftir að koma í ljós. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur nú stigið fram og sagt að rannsóknin breyti engu um þá titla sem félagið hefur unnið, enginn geti tekið titla eða verðlaun af félaginu. Hann segir að rannsóknin hafi skaðað félagið og sigra þess. „Þessi augnablik tilheyra okkur, þau tilheyra okkur algjörlega,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi á föstudag. „Mark Aguero árið 2012, þegar Balotelli rann. Ég veit ekki hvort við berum ábyrgð á því þegar Steven Gerrard rann á Anfield. Var það okkur að kenna? Ég ber virðingu fyrir Steven Gerrard en þessi augnablik tilheyra okkur,“ bætti Guardiola við og vísar þarna til atviksins fræga í leik Liverpool og Chelsea árið 2014 þegar Steven Gerrard gerði afdrifarík mistök sem urðu til þess að Manchester City náði efsta sæti deildarinnar af Liverpool. „Enska úrvaldeildin mun taka ákvörðun en ég veit hvað við lögðum á okkur, hvað við unnum og hvernig. Ef eitthvað gerðist árin 2009 eða 2010 þá breytir það ekki einni sekúndu. Við höfum lifað þessi augnablik saman í mörg ár.“ „Ég er stoltur af eigendunum“ Guardiola segist hafa fengið staðfestingu frá yfirmönnum sínum að engin brot hafi verið framið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem City fær á sig ásakanir um brot á fjárhagsreglum en knattspyrnusamband Evrópu rannsakaði meint brot félagsins á árunum 2012 til 2016 en City voru þá sakaðir um að hafa ýkt upphæðir sem þeir fengu í styrki frá styrktaraðilum. UEFA setti City þá í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni en dómnum var snúið við af Alþjóðaíþróttadómstólnum (CAS). Ef enska úrvalsdeildin myndi refsa City fyrir þau mál sem eru til rannsóknar núna yrði ekki hægt að áfrýja til CAS. „Það sem ég get sagt er að ég er stoltur af eigendunum, stjórnarformanninum og því sambandi sem við eigum og tíma okkar saman. Ég hef treyst mikið á þá í fortíðinni.“ „Ef þeir vilja mig þá verð ég hér. Úrslitin hafa ekki verið góð, þau gætu hent mér út því þetta er bransi þar sem þú þarft að vinna. En ef þeir vilja mig þá mun ég ekki bregðast þeim og leikmennirnir ekki heldur. Ég vill sannfræna þá um að það sem við höfum gert, höfum við gert og þeir muni ekki taka það frá okkur.“ Manchester City mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag og fær þá tækifæri til að saxa á forskot Arsenal á toppi deildarinnar. Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Ensku meistararnir hafa verið kærðir vegna alls rúmlega hundrað brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar frá árunum 2009-2018 en félagið vann þrjá meistaratitla á þessu tímabili. Sérstök nefnd mun nú taka við málinu og ákveða hvað sé réttast að gera hvað varðar refsingar. City gæti misst stig og þá hafa verið uppi umræður um hvort félagið missi einhverja af titlum sínum. Allt á þetta eftir að koma í ljós. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur nú stigið fram og sagt að rannsóknin breyti engu um þá titla sem félagið hefur unnið, enginn geti tekið titla eða verðlaun af félaginu. Hann segir að rannsóknin hafi skaðað félagið og sigra þess. „Þessi augnablik tilheyra okkur, þau tilheyra okkur algjörlega,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi á föstudag. „Mark Aguero árið 2012, þegar Balotelli rann. Ég veit ekki hvort við berum ábyrgð á því þegar Steven Gerrard rann á Anfield. Var það okkur að kenna? Ég ber virðingu fyrir Steven Gerrard en þessi augnablik tilheyra okkur,“ bætti Guardiola við og vísar þarna til atviksins fræga í leik Liverpool og Chelsea árið 2014 þegar Steven Gerrard gerði afdrifarík mistök sem urðu til þess að Manchester City náði efsta sæti deildarinnar af Liverpool. „Enska úrvaldeildin mun taka ákvörðun en ég veit hvað við lögðum á okkur, hvað við unnum og hvernig. Ef eitthvað gerðist árin 2009 eða 2010 þá breytir það ekki einni sekúndu. Við höfum lifað þessi augnablik saman í mörg ár.“ „Ég er stoltur af eigendunum“ Guardiola segist hafa fengið staðfestingu frá yfirmönnum sínum að engin brot hafi verið framið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem City fær á sig ásakanir um brot á fjárhagsreglum en knattspyrnusamband Evrópu rannsakaði meint brot félagsins á árunum 2012 til 2016 en City voru þá sakaðir um að hafa ýkt upphæðir sem þeir fengu í styrki frá styrktaraðilum. UEFA setti City þá í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni en dómnum var snúið við af Alþjóðaíþróttadómstólnum (CAS). Ef enska úrvalsdeildin myndi refsa City fyrir þau mál sem eru til rannsóknar núna yrði ekki hægt að áfrýja til CAS. „Það sem ég get sagt er að ég er stoltur af eigendunum, stjórnarformanninum og því sambandi sem við eigum og tíma okkar saman. Ég hef treyst mikið á þá í fortíðinni.“ „Ef þeir vilja mig þá verð ég hér. Úrslitin hafa ekki verið góð, þau gætu hent mér út því þetta er bransi þar sem þú þarft að vinna. En ef þeir vilja mig þá mun ég ekki bregðast þeim og leikmennirnir ekki heldur. Ég vill sannfræna þá um að það sem við höfum gert, höfum við gert og þeir muni ekki taka það frá okkur.“ Manchester City mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag og fær þá tækifæri til að saxa á forskot Arsenal á toppi deildarinnar.
Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira