Óttast að dánartalan tvöfaldist Ólafur Björn Sverrisson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 12. febrúar 2023 23:50 Hinn 23 ára gamli Huseyin Seferoglu, var dreginn upp úr húsarústum í borginni Antayka, 6 dögum eftir að jarðskjálftinn reið yfir. ap Yfir þrjátíu þúsund eru nú látin eftir gríðarlegan jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir tæpri viku. Sameinuðu þjóðirnar óttast að dánartalan muni tvöfaldast. Tyrkir eru nú byrjaðir að handtaka verktaka vegna húsa sem hrundu en umdeilt er hvar ábyrgðin raunverulega liggur. Neyðarsöfnun Rauða kross Íslands hefur gengið vel og verða 30 milljónir sendar til Rauða krossins í Tyrklandi og Sýrlandi. Formleg dánartala eftir hamfarirnar í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í yfir 33 þúsund manns, en áfram heldur björgunarstarf. Hin tíu ára Kudi frá tyrknesku borginni Antayka var föst undir húsarústum í sex daga áður en henni var bjargað í dag. Sýnt var frá björgunaraðgerðum í fréttum Stöðvar 2: Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Marin Griffiths sem mættur er á vettvang hamfaranna óttast að tala látinna muni tvöfaldast hið minnsta. „Þetta er virkilega átakanlegt. Sú vitneskja að þessi grjótföll haldi enn fólki föstu, sumu lifandi, mörgu dáin. Ég held að það sé mjög erfitt að áætla tölu látinna nákvæmlega því við veðrum að komast undir brakið. En ég er viss um að talan mun tvöfaldast eða meira en það,“ segir Griffiths. Handtökutilskipun hefur nú verið gefin út á hendur 113 manns vegna húsa sem hrundu í jarðskjálftunum. Bent hefur verið á að aðgerðirnar séu leið stjórnvalda til að koma sér undan ábyrgð á hamförunum. Sérfræðingar höfðu árum saman varað við alvarlegum brotalömum í tyrkneskum byggingariðnaði sem þrifist hefðu í skjóli spillingar og vafasamrar stefnu stjórnvalda. Senda 30 milljónir króna Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands ræddi ástandið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að hratt hafi verið brugðist við en að um yfirþyrmandi verkefni sé að ræða. „Upptökusvæðið er stórt og það eru milljónir manna sem búa þarna. Auðvitað er reynt að bjarga fólki úr rústunum eins og hægt er. Nú hefur tími liðið og það sem Rauði krossi leggur nú áherslu á er mannúðaraðstoð, að koma eftirlifendum til aðstoðar með mat, lyfjum, tjöldum, teppi, fötum og í rauninni sálrænum stuðningi líka,“ segir Kristín. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins.Aðsend Fjölmargir Sýrlendingar og Tyrkir er búsettir hérlendis og hvetur Kristín þá til að hafa samband í síma 1717. Neyðarsöfnun gengur vel að sögn Kristínar. „Landsmenn hafa verið mjög duglegir að leggja inn fjármuni í neyðarsöfnun Rauða krossins. Við erum núna að senda 30 milljónir til Tyrklands og Sýrlands. Það fer beint til Rauða krossins í þessum löndum, ekki stjórnvalda,“ segir hún og bendir á að hægt er að senda SMS merkt „hjálp“ í númerið 1900 til að styrkja. „Þetta er yfirþyrmandi verkefni og framundan er mikið uppbyggingarverkefni og mannúðaraðstoð fyrir milljónir manna,“ segir Kristín að lokum. Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Náttúruhamfarir Hjálparstarf Tyrkland Tengdar fréttir Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01 Bandaríkjamenn óskuðu eftir frekari aðstoð íslenska hópsins Stjórnstöð íslenska hópsins sem sinnir björgunarstarfi á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi var í dag flutt að ósk Bandaríkjamanna, frá borginni Antakya til Adiyaman. Óskað var eftir því að Íslendingar myndu fylgja með til að tryggja áfram samfellu í störfum alþjóðlegra björgunarsveita. Fjórir aðgerðarstjórnendur voru því sóttir af þyrlu bandaríska hópsins en hinn hluti hópsins hefur lagt af stað heim til Íslands. 12. febrúar 2023 20:07 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Formleg dánartala eftir hamfarirnar í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í yfir 33 þúsund manns, en áfram heldur björgunarstarf. Hin tíu ára Kudi frá tyrknesku borginni Antayka var föst undir húsarústum í sex daga áður en henni var bjargað í dag. Sýnt var frá björgunaraðgerðum í fréttum Stöðvar 2: Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Marin Griffiths sem mættur er á vettvang hamfaranna óttast að tala látinna muni tvöfaldast hið minnsta. „Þetta er virkilega átakanlegt. Sú vitneskja að þessi grjótföll haldi enn fólki föstu, sumu lifandi, mörgu dáin. Ég held að það sé mjög erfitt að áætla tölu látinna nákvæmlega því við veðrum að komast undir brakið. En ég er viss um að talan mun tvöfaldast eða meira en það,“ segir Griffiths. Handtökutilskipun hefur nú verið gefin út á hendur 113 manns vegna húsa sem hrundu í jarðskjálftunum. Bent hefur verið á að aðgerðirnar séu leið stjórnvalda til að koma sér undan ábyrgð á hamförunum. Sérfræðingar höfðu árum saman varað við alvarlegum brotalömum í tyrkneskum byggingariðnaði sem þrifist hefðu í skjóli spillingar og vafasamrar stefnu stjórnvalda. Senda 30 milljónir króna Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands ræddi ástandið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að hratt hafi verið brugðist við en að um yfirþyrmandi verkefni sé að ræða. „Upptökusvæðið er stórt og það eru milljónir manna sem búa þarna. Auðvitað er reynt að bjarga fólki úr rústunum eins og hægt er. Nú hefur tími liðið og það sem Rauði krossi leggur nú áherslu á er mannúðaraðstoð, að koma eftirlifendum til aðstoðar með mat, lyfjum, tjöldum, teppi, fötum og í rauninni sálrænum stuðningi líka,“ segir Kristín. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins.Aðsend Fjölmargir Sýrlendingar og Tyrkir er búsettir hérlendis og hvetur Kristín þá til að hafa samband í síma 1717. Neyðarsöfnun gengur vel að sögn Kristínar. „Landsmenn hafa verið mjög duglegir að leggja inn fjármuni í neyðarsöfnun Rauða krossins. Við erum núna að senda 30 milljónir til Tyrklands og Sýrlands. Það fer beint til Rauða krossins í þessum löndum, ekki stjórnvalda,“ segir hún og bendir á að hægt er að senda SMS merkt „hjálp“ í númerið 1900 til að styrkja. „Þetta er yfirþyrmandi verkefni og framundan er mikið uppbyggingarverkefni og mannúðaraðstoð fyrir milljónir manna,“ segir Kristín að lokum.
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Náttúruhamfarir Hjálparstarf Tyrkland Tengdar fréttir Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01 Bandaríkjamenn óskuðu eftir frekari aðstoð íslenska hópsins Stjórnstöð íslenska hópsins sem sinnir björgunarstarfi á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi var í dag flutt að ósk Bandaríkjamanna, frá borginni Antakya til Adiyaman. Óskað var eftir því að Íslendingar myndu fylgja með til að tryggja áfram samfellu í störfum alþjóðlegra björgunarsveita. Fjórir aðgerðarstjórnendur voru því sóttir af þyrlu bandaríska hópsins en hinn hluti hópsins hefur lagt af stað heim til Íslands. 12. febrúar 2023 20:07 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01
Bandaríkjamenn óskuðu eftir frekari aðstoð íslenska hópsins Stjórnstöð íslenska hópsins sem sinnir björgunarstarfi á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi var í dag flutt að ósk Bandaríkjamanna, frá borginni Antakya til Adiyaman. Óskað var eftir því að Íslendingar myndu fylgja með til að tryggja áfram samfellu í störfum alþjóðlegra björgunarsveita. Fjórir aðgerðarstjórnendur voru því sóttir af þyrlu bandaríska hópsins en hinn hluti hópsins hefur lagt af stað heim til Íslands. 12. febrúar 2023 20:07