Hvarf sporlaust en síminn og hundataumurinn urðu eftir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 13:31 Nicola og hundurinn hennar Willow. Lögreglan í Lancashire Lögreglan í Bretlandi leitar enn lifandi ljósi að tveggja barna móður á fimmtugsaldri sem hvarf sporlaust fyrir rúmum tveimur vikum. Síðast sást til hennar þegar hún fór út að ganga með hundinn sinn við Wyre ána 27. janúar. Nicola Bulley fór á fætur þann 27. janúar eins og alla föstudagsmorgna, fór út í bíl með hundinn sinn Willow og dætur sínar tvær, sex og níu ára, og keyrði stelpurnar í skólann. Um þetta hefur verið fjallað mikið í breskum fjölmiðlum. Bulley, sem er 45 ára gömul, lagði svo bílnum sínum á bílastæði í bænum St. Michael's við Wyre ána og fór í göngutúr með Willow. Bulley sneri aldrei aftur í bílinn sinn og hefur enn ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Klukkan 8:43 gekk Bulley með fram ánni en annar göngumaður með hund, sem þekkir til Bulley, sá til hennar á hinum svokallaða neðri akri (e. lower field). Eftir þetta sendi hún yfirmanni sínum tölvupóst og skráði sig svo inn á vinnufund á Teams en hún starfar sem lánaráðgjafi. Kort af svæðinu sem Nicola sást síðast á.Lögreglan í Lancashire Klukkan 9:10 sá annar göngumaður með hund til hennar á efri akrinum (e. upper field). Um 25 mínútum síðar fannst síminn hennar, enn skráður inn á Teams-fundinn, á bekk við árbakkann og ólin og taumurinn af hundnum á jörðinni við hliðina á. Telja ekkert saknæmt hafa átt sér stað Lögreglumenn telja að Nicola hafi fallið í ána og rannsóknin gengur út frá því að hvarf hennar hafi ekki borið að með saknæmum hætti. Lögreglumennirnir telja ekki að hvarf hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Þeir segjast þó opnir fyrir að skoða allt komi ný sönnunargögn fram sem benda þeim annað. Lögreglan hefur þá útilokað að Nicola hafi yfirgefið svæðið á öðrum stað og leitin einblínir nú á svæði sem leiðir að Garstang vegi í St. Michael's. Engar öryggismyndavélar ná til þess svæðis. Telja Nicolu ekki á þessum stað árinnar Kafarar hafa leitað í ánni, drónar og þyrlur leitað úr lofti og gögn úr bæði símanum hennar og snjallúri verið notuð við leitina. Þá hefur verið leitað í yfirgefnum húsum og hjólhýsum í nágrenni við ána. Björgunarsveitir við störf á Wyre ánni.Lögreglan í Lancashire Sérfræðikafarar frá Specialist Group International voru fengnir til að aðstoða við leitina og hefur stofnandi fyrirtækisins Peter Faulding, sagt að hann telji ólíklegt að Nicola hafi fallið í ána þar sem lögregla telur hana hafa gert það. „Ef Nicola væri í áni hefði ég fundið hana, ég get fullyrt það, og hún er ekki í þessum hluta árinnar,“ sagði Faulding á dögunum. Sjálfskipaðir rannsakendur til trafala Hundruð sjálfboðaliða hafa tekið þátt í leitinni en ekkert nýtt komið fram. Þessi mikli fjöldi sjálfboðaliða hefur reynst lögreglu erfiður og á fimmtudag þurfti lögregla að vísa sjálfboðaliðum á brott. Að sögn lögreglu var þar um að ræða sjálfútnefnda rannsakendur og fólk sem var að taka myndbönd af lögreglu við störf. Auk þess hafa íbúar í St. Michael's þurft að fá utanaðkomandi öryggisverði vegna fólksfjölgunarinnar. Nicola hvarf sporlaust úr göngutúr með hundinn.Lögreglan í Lancashire Í gær tilkynnti lögregla að víkka eigi út rannsóknina og hefur til skoðunar daginn fyrir hvarfið. Lögregla hefur meðal annars óskað eftir að fá myndbandsupptökur frá 26. janúar úr öryggismyndavélum í St. Michael's. Bretland England Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira
Nicola Bulley fór á fætur þann 27. janúar eins og alla föstudagsmorgna, fór út í bíl með hundinn sinn Willow og dætur sínar tvær, sex og níu ára, og keyrði stelpurnar í skólann. Um þetta hefur verið fjallað mikið í breskum fjölmiðlum. Bulley, sem er 45 ára gömul, lagði svo bílnum sínum á bílastæði í bænum St. Michael's við Wyre ána og fór í göngutúr með Willow. Bulley sneri aldrei aftur í bílinn sinn og hefur enn ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Klukkan 8:43 gekk Bulley með fram ánni en annar göngumaður með hund, sem þekkir til Bulley, sá til hennar á hinum svokallaða neðri akri (e. lower field). Eftir þetta sendi hún yfirmanni sínum tölvupóst og skráði sig svo inn á vinnufund á Teams en hún starfar sem lánaráðgjafi. Kort af svæðinu sem Nicola sást síðast á.Lögreglan í Lancashire Klukkan 9:10 sá annar göngumaður með hund til hennar á efri akrinum (e. upper field). Um 25 mínútum síðar fannst síminn hennar, enn skráður inn á Teams-fundinn, á bekk við árbakkann og ólin og taumurinn af hundnum á jörðinni við hliðina á. Telja ekkert saknæmt hafa átt sér stað Lögreglumenn telja að Nicola hafi fallið í ána og rannsóknin gengur út frá því að hvarf hennar hafi ekki borið að með saknæmum hætti. Lögreglumennirnir telja ekki að hvarf hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Þeir segjast þó opnir fyrir að skoða allt komi ný sönnunargögn fram sem benda þeim annað. Lögreglan hefur þá útilokað að Nicola hafi yfirgefið svæðið á öðrum stað og leitin einblínir nú á svæði sem leiðir að Garstang vegi í St. Michael's. Engar öryggismyndavélar ná til þess svæðis. Telja Nicolu ekki á þessum stað árinnar Kafarar hafa leitað í ánni, drónar og þyrlur leitað úr lofti og gögn úr bæði símanum hennar og snjallúri verið notuð við leitina. Þá hefur verið leitað í yfirgefnum húsum og hjólhýsum í nágrenni við ána. Björgunarsveitir við störf á Wyre ánni.Lögreglan í Lancashire Sérfræðikafarar frá Specialist Group International voru fengnir til að aðstoða við leitina og hefur stofnandi fyrirtækisins Peter Faulding, sagt að hann telji ólíklegt að Nicola hafi fallið í ána þar sem lögregla telur hana hafa gert það. „Ef Nicola væri í áni hefði ég fundið hana, ég get fullyrt það, og hún er ekki í þessum hluta árinnar,“ sagði Faulding á dögunum. Sjálfskipaðir rannsakendur til trafala Hundruð sjálfboðaliða hafa tekið þátt í leitinni en ekkert nýtt komið fram. Þessi mikli fjöldi sjálfboðaliða hefur reynst lögreglu erfiður og á fimmtudag þurfti lögregla að vísa sjálfboðaliðum á brott. Að sögn lögreglu var þar um að ræða sjálfútnefnda rannsakendur og fólk sem var að taka myndbönd af lögreglu við störf. Auk þess hafa íbúar í St. Michael's þurft að fá utanaðkomandi öryggisverði vegna fólksfjölgunarinnar. Nicola hvarf sporlaust úr göngutúr með hundinn.Lögreglan í Lancashire Í gær tilkynnti lögregla að víkka eigi út rannsóknina og hefur til skoðunar daginn fyrir hvarfið. Lögregla hefur meðal annars óskað eftir að fá myndbandsupptökur frá 26. janúar úr öryggismyndavélum í St. Michael's.
Bretland England Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira