„Mikilvægið er eins og þú sért í úrslitaleik“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2023 09:01 Snorri Steinn Guðjónsson vill sjá þétt setna Origo-höll í kvöld. vísir/arnar Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að leikurinn gegn Benidorm í kvöld sé úrslitaleikur fyrir liðið í baráttunni um að komast í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hann hefur gaman að því að greina óhefðbundinn leikstíl Spánverjanna. Valur fær Benidorm í heimsókn í 8. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Valsmenn eru í 4. sæti B-riðils með fimm stig, einu stigi meira en Spánverjarnir sem eru á botni riðilsins. Fjögur efstu liðin komast í sextán liða úrslit og með sigri í kvöld stíga Íslandsmeistararnir stórt skref þangað. Valur vann fyrri leikinn gegn Benidorm, 29-32. Þótt Snorri sé ekki tilbúinn að fullyrða að leikurinn í kvöld sé sá stærsti á þjálfaraferlinum er hann full meðvitaður um mikilvægi hans. „Eigum við ekki að setja þetta á pari við úrslitaleiki um titlana. Mikilvægið er eins og þú sért í úrslitaleik. Ef við töpum erum við í vondum málum og getum nánast litið á það þannig að við séum úr leik þó svo allt geti gerst í þessum riðli eins og hefur sýnt sig. En ef við vinnum erum við í bullandi séns. Mikilvægi leiksins er mikið,“ sagði Snorri í samtali við Vísi í gær. Geggjuð staða að vera í „Það er staða sem við eigum að njóta. Að eiga þrjá leiki eftir í riðlakeppninni, þar af tvo á heimavelli, og vera með það í okkar höndum að komast áfram; það er geggjuð staða að vera í. Ef við hefðum hugsað þetta fyrir keppnina, þá bara já takk. Vonandi verður troðfullt hérna því það er á hreinu að við þurfum á öllu okkar að halda og allt auka sem við getum fengið er gulls ígildi.“ Klippa: Viðtal við Snorra Stein Snorri segir að allir leikmenn Vals séu klárir í slaginn fyrir utan Róbert Aron Hostert og Tryggva Garðar Jónsson sem meiddist gegn Flensburg í síðustu viku. „Ég mæti með sextán gaura tilbúna í leikinn,“ sagði Snorri. Gera þetta fáránlega vel Benidorm spilar nokkuð óhefðbundinn handbolta, nota ítrekað sjö menn í sókn og spila án markvarðar og fara stundum mjög framarlega í vörninni. „Það tekur aðeins meiri tíma. Þú þarft að horfa meira og kryfja meira. Það er fyrst og fremst skemmtilegt,“ sagði Snorri um undirbúninginn fyrir leikinn gegn Benidorm. „Það er margt sem þarf að fara yfir. Þeir spila mikið sjö á sex og geta farið í mjög ágenga 3-3 vörn. Það er eitthvað sem er ekki endilega daglegt brauð hérna heima. Þeir eru með að meðaltali rúmlega fjörutíu sóknir í Evrópukeppninni í sjö á sex. Það er margt sem þarf að skoða þar. Þeir gera það fáránlega vel og eru góðir í því. Og þeir hafa greinilega bullandi trú á því líka,“ sagði Snorri. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Valur fær Benidorm í heimsókn í 8. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Valsmenn eru í 4. sæti B-riðils með fimm stig, einu stigi meira en Spánverjarnir sem eru á botni riðilsins. Fjögur efstu liðin komast í sextán liða úrslit og með sigri í kvöld stíga Íslandsmeistararnir stórt skref þangað. Valur vann fyrri leikinn gegn Benidorm, 29-32. Þótt Snorri sé ekki tilbúinn að fullyrða að leikurinn í kvöld sé sá stærsti á þjálfaraferlinum er hann full meðvitaður um mikilvægi hans. „Eigum við ekki að setja þetta á pari við úrslitaleiki um titlana. Mikilvægið er eins og þú sért í úrslitaleik. Ef við töpum erum við í vondum málum og getum nánast litið á það þannig að við séum úr leik þó svo allt geti gerst í þessum riðli eins og hefur sýnt sig. En ef við vinnum erum við í bullandi séns. Mikilvægi leiksins er mikið,“ sagði Snorri í samtali við Vísi í gær. Geggjuð staða að vera í „Það er staða sem við eigum að njóta. Að eiga þrjá leiki eftir í riðlakeppninni, þar af tvo á heimavelli, og vera með það í okkar höndum að komast áfram; það er geggjuð staða að vera í. Ef við hefðum hugsað þetta fyrir keppnina, þá bara já takk. Vonandi verður troðfullt hérna því það er á hreinu að við þurfum á öllu okkar að halda og allt auka sem við getum fengið er gulls ígildi.“ Klippa: Viðtal við Snorra Stein Snorri segir að allir leikmenn Vals séu klárir í slaginn fyrir utan Róbert Aron Hostert og Tryggva Garðar Jónsson sem meiddist gegn Flensburg í síðustu viku. „Ég mæti með sextán gaura tilbúna í leikinn,“ sagði Snorri. Gera þetta fáránlega vel Benidorm spilar nokkuð óhefðbundinn handbolta, nota ítrekað sjö menn í sókn og spila án markvarðar og fara stundum mjög framarlega í vörninni. „Það tekur aðeins meiri tíma. Þú þarft að horfa meira og kryfja meira. Það er fyrst og fremst skemmtilegt,“ sagði Snorri um undirbúninginn fyrir leikinn gegn Benidorm. „Það er margt sem þarf að fara yfir. Þeir spila mikið sjö á sex og geta farið í mjög ágenga 3-3 vörn. Það er eitthvað sem er ekki endilega daglegt brauð hérna heima. Þeir eru með að meðaltali rúmlega fjörutíu sóknir í Evrópukeppninni í sjö á sex. Það er margt sem þarf að skoða þar. Þeir gera það fáránlega vel og eru góðir í því. Og þeir hafa greinilega bullandi trú á því líka,“ sagði Snorri. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira