Logi Geirs: Við verðum sem Íslendingar að mæta þarna og búa til geggjaða stemmningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2023 11:00 Björgvin Páll Gústavsson í leiknum á móti Flensburg þar sem var fullt hús og frábær stemmning á Hlíðarenda. Vísir/Vilhelm Valsmenn spila gríðarlega mikilvægan leik í Evrópudeildinni í kvöld en hann gæti ráðið mjög miklu um hvort Valsliðið komist áfram í sextán liða úrslitin. Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu mikilvægi leiksins í þættinum í gær. „Mikilvægasti leikur Vals á þessu tímabili hingað til,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég segi það og skrifa að við verðum sem Íslendingar að hjálpast að og mæta þarna og búa til geðveika stemmningu. Það skiptir öllu máli að spila með fullt hús og góða stemmningu með sér,“ sagði Logi Geirsson. „Þessi leikur fleytir þeim langt inn í það að við fáum eitthvað stórlið hingað heim. Við fáum Montpellier eða eitthvað stórlið. Þeir hafa staðið sig gjörsamlega frábærlega,“ sagði Logi um Valsmenn. „Ég man bara hvar ég var staddur þegar dregið var í riðla. Ég var staddur á Hótel Kef og gerði mér góðan dag þegar drátturinn var. Þá fór ég og fékk mér morgunmat og beið bara spenntur. Þetta var stór stund og Valsmenn hafa staðið sig frábærlega,“ sagði Logi. Klippa: Seinni bylgjan: Mikilvægur leikur Valsmanna „Við verðum því að hjálpast að við að fylla við húsið þarna, sama hvernig við gerum það og koma þeim í gegnum þennan leik. Benidorm liðið eru þrælerfiðir andstæðingar, spila alls konar varnir og sóknir og þetta er mjög erfitt lið að spila við,“ sagði Logi. Stefán Árni hafði áhyggjur af meiðslum markvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar og að liðið myndi ekki bara sakna liðsins við það að verjast. „Það sem ég hef áhyggjur af ef Björgvin getur ekki beitt sér að fullu að Björgvin Páll Gústavsson er einn mikilvægasti leikmaður Valsliðsins sóknarlega,“ sagði Stefán Árni. „Það er eitt sem má ekki gerast í leiknum á móti Benidorm og það er að Moto verði einn í markinu og að Björgvin geti ekki spilað. Hann verður að vera með. Gerið allt sem þið getið. Saumið hann, teipið hann, hann verður að vera í markinu,“ sagði Logi. Það má horfa á allt spjallið um Valsleikinn í kvöld hér fyrir ofan. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.25. Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu mikilvægi leiksins í þættinum í gær. „Mikilvægasti leikur Vals á þessu tímabili hingað til,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég segi það og skrifa að við verðum sem Íslendingar að hjálpast að og mæta þarna og búa til geðveika stemmningu. Það skiptir öllu máli að spila með fullt hús og góða stemmningu með sér,“ sagði Logi Geirsson. „Þessi leikur fleytir þeim langt inn í það að við fáum eitthvað stórlið hingað heim. Við fáum Montpellier eða eitthvað stórlið. Þeir hafa staðið sig gjörsamlega frábærlega,“ sagði Logi um Valsmenn. „Ég man bara hvar ég var staddur þegar dregið var í riðla. Ég var staddur á Hótel Kef og gerði mér góðan dag þegar drátturinn var. Þá fór ég og fékk mér morgunmat og beið bara spenntur. Þetta var stór stund og Valsmenn hafa staðið sig frábærlega,“ sagði Logi. Klippa: Seinni bylgjan: Mikilvægur leikur Valsmanna „Við verðum því að hjálpast að við að fylla við húsið þarna, sama hvernig við gerum það og koma þeim í gegnum þennan leik. Benidorm liðið eru þrælerfiðir andstæðingar, spila alls konar varnir og sóknir og þetta er mjög erfitt lið að spila við,“ sagði Logi. Stefán Árni hafði áhyggjur af meiðslum markvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar og að liðið myndi ekki bara sakna liðsins við það að verjast. „Það sem ég hef áhyggjur af ef Björgvin getur ekki beitt sér að fullu að Björgvin Páll Gústavsson er einn mikilvægasti leikmaður Valsliðsins sóknarlega,“ sagði Stefán Árni. „Það er eitt sem má ekki gerast í leiknum á móti Benidorm og það er að Moto verði einn í markinu og að Björgvin geti ekki spilað. Hann verður að vera með. Gerið allt sem þið getið. Saumið hann, teipið hann, hann verður að vera í markinu,“ sagði Logi. Það má horfa á allt spjallið um Valsleikinn í kvöld hér fyrir ofan. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.25.
Valur Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira