Enskir fjölmiðlar, meðal annars The Athletic, greindu frá þessu í morgun.
: Jesse Marsch is set to replace Nathan Jones as Southampton s new manager. #SaintsFC
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 14, 2023
More from @dansheldonsport, @J_Tanswell and @PhilHay_
Marsch tekur við Southampton af Nathan Jones sem var rekinn í gær eftir aðeins þrjá mánuði í starfi.
Marsch var látinn fara frá Leeds mánudaginn 6. febrúar og allt bendir til þess að Bandaríkjamaðurinn verði ekki lengi atvinnulaus.
Hann hefur verk að vinna hjá Southampton enda er liðið í tuttugasta og neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins fimmtán stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.