„Ég verð sáttur ef þeir gefa okkur þessi tvö stig til baka“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. febrúar 2023 21:01 Mikel Arteta var eðlilega ósáttur með dómgæsluna í leik Arsenal og Brentford. Clive Mason/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að hann verði ekki sáttur nema enska úrvalsdeildin gefi liðinu tvö stig til baka eftir að mistök í VAR-herberginu urðu til þess að Arsenal þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Brentford um liðna helgi. Ivan Toney bjargaði stigi fyrir Brentford þegar liðið heimsótti Arsenal síðastliðinn laugardag. Toney jafnaði metin á 74. mínútu leiksins, en endursýningar sýndu að Christian Norgaard var rangstæður í aðdraganda marksins. Lee Mason, sen var VAR-dómari leiksins, gleymdi hins vegar að teikna upp línurnar í VAR-herberginu og sá því ekki rangstöðuna og markið fékk að standa. Í kjölfarið baðst enska dómarasambandið afsökunar á mannlegum mistökum sem höfðu veruleg áhrif á leiki laugardagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arteta segir að mistökin hafi kostað sína menn tvö stig í toppbaráttunni, en Arsenal situr á toppi deildarinnar, nú aðeins þremur stigum fyrir ofan Manchester City sem situr í öðru sæti. Arsenal og City mætast einmitt á morgun í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar og Arteta er ekki tilbúinn að taka undir að um mannleg mistök hafi verið að ræða í leiknum gegn Brentford. „Þetta voru ekki mannleg mistök. Þetta var stórt fæmi um einhvern sem skilur ekki starfið sitt. Það er óásættanlegt og kostaði okkur tvö stig sem við fáum ekki aftur,“ sagði Arteta. „Þannig að núna þurfum við að ná í þessi tvö stig einhvers staðar annars staðar. En á sama tíma þá kunnum við að meta afsökunarbeiðnina og útskýringarnar sem fylgdu henni.“ Aðspurður að því hvort hann væri sáttur með afsökunarbeiðnina frá dómarasambandinu sagðist Arteta hins vegar ekki verða sáttur fyrr en liðið fengi þessi tvö stig sem tekin voru af liðinu. „Ég verð sáttur þegar þeir gefa okkur þessi tvö stig til baka,“ grínaðist Spánverjinn. „En það er ekki að fara að gerast.“ „Við fengum einlæga og hreinskilna afsökunarbeiðni, sem er gott. En það breytir ekki þeirri staðreynd að við erum með tveimur stigum minna í deildinni en við ættum að vera með.“ Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Ivan Toney bjargaði stigi fyrir Brentford þegar liðið heimsótti Arsenal síðastliðinn laugardag. Toney jafnaði metin á 74. mínútu leiksins, en endursýningar sýndu að Christian Norgaard var rangstæður í aðdraganda marksins. Lee Mason, sen var VAR-dómari leiksins, gleymdi hins vegar að teikna upp línurnar í VAR-herberginu og sá því ekki rangstöðuna og markið fékk að standa. Í kjölfarið baðst enska dómarasambandið afsökunar á mannlegum mistökum sem höfðu veruleg áhrif á leiki laugardagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arteta segir að mistökin hafi kostað sína menn tvö stig í toppbaráttunni, en Arsenal situr á toppi deildarinnar, nú aðeins þremur stigum fyrir ofan Manchester City sem situr í öðru sæti. Arsenal og City mætast einmitt á morgun í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar og Arteta er ekki tilbúinn að taka undir að um mannleg mistök hafi verið að ræða í leiknum gegn Brentford. „Þetta voru ekki mannleg mistök. Þetta var stórt fæmi um einhvern sem skilur ekki starfið sitt. Það er óásættanlegt og kostaði okkur tvö stig sem við fáum ekki aftur,“ sagði Arteta. „Þannig að núna þurfum við að ná í þessi tvö stig einhvers staðar annars staðar. En á sama tíma þá kunnum við að meta afsökunarbeiðnina og útskýringarnar sem fylgdu henni.“ Aðspurður að því hvort hann væri sáttur með afsökunarbeiðnina frá dómarasambandinu sagðist Arteta hins vegar ekki verða sáttur fyrr en liðið fengi þessi tvö stig sem tekin voru af liðinu. „Ég verð sáttur þegar þeir gefa okkur þessi tvö stig til baka,“ grínaðist Spánverjinn. „En það er ekki að fara að gerast.“ „Við fengum einlæga og hreinskilna afsökunarbeiðni, sem er gott. En það breytir ekki þeirri staðreynd að við erum með tveimur stigum minna í deildinni en við ættum að vera með.“
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira