Hafði áhyggjur af því að þjálfarinn myndi fá hjartaáfall og deyja á bekknum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. febrúar 2023 23:31 Guðjón Valur Sigurðsson og Nikolaj Jakobsen fallast í faðma eftir leik árið 2019. Photo by Michael Deines/picture alliance via Getty Images Guðjón Valur Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, fer ýtarlega yfir feril sinn á heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins í grein sem birtist fyrr í dag. Þar minnist hann meðal annars tíma síns hjá Rhein-Neckar Löwen þegar Daninn Nikolaj Jakobsen stýrði liðinu. Greinin ber heitið „This is me: Guðjón Valur Sigurðsson“ en þar rekur hann feril sinn í heild sinni, frá því að hann hóf meistaraflokksferilinn með Gróttu og þar til skórnir fóru á hilluna rúmum tuttugu árum síðar eftir að hafa leikið með liðum á borð við Barcelona, Kiel og PSG. Hann er í dag þjálfari síns fyrrum félags, Gummersbach, og fer einnig stuttlega yfir tíma sinn hingað til þar. Guðjón var í tvígang á mála hjá þýska stórveldinu Rhein-Neckar Löwen. Í fyrra skiptið lék hann í þrjú ár með félaginu frá árinu 2008 til 2011 og seinna skiptið var hann einnig leikmaður liðsins í þrjú ár frá 2016 til 2019. Í greininni segir Guðjón til að mynda frá því þegar hann gekk í raðir Ljónanna í seinna skiptið, en þá var Nikolaj Jakobsen, núverandi landsliðsþjálfari Danmerkur, þjálfari liðsins. „Nikolaj Jakobsen hringdi í mig til að athuga hvort ég vildi snúa aftur til Rhein-Neckar Löwen þar sem goðsögn félagsins, Uwe Gensheimer, hafði fært sig yfir til Parísar. Ég skrifaði undir þriggja ára samning, og í þetta skipti var þetta allt öðruvísi,“ segir Guðjón. Guðjón Valur fagnar marki fyrir Rhein-Neckar Löwen gegn Kiel í þýska bikarnum árið 2017.Simon Hofmann/Bongarts/Getty Images „Það er gott að búa á þessu svæði. Klúbburinn er skipulagður af mikilli fagmennsku og með leikmenn eins og Andy Schmid, Andreas Palicka, Kim Ekdahl du Rietz, Alexander Petterson, Mikael Appelgren, Patrick Groetzki, Gedeon Guardiola og Hendrik Pekeler skemmtum við okkur vel og náðum góðum árangri. Við urðum þýskir meistarar árið 2017 og bundum loks enda á bikarbölvunina þegar Löwen vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil árið 2018 í tíundu tilraun.“ „Nikolaj var einn af mínum uppáhalds þjálfurum frá upphafi, þrátt fyrir að strax í byrjun lenti okkur saman og við vorum næstum farnir að rífast þar sem hann er maður sem getur gjörsamlega sprungið á hliðarlínunni, sem og utanvallar. Stundum höfðum við virkilegar áhyggjur af því að hann myndi fá hjartaáfall og deyja í miðjum leik. En Nikolaj er maður með hjartað á réttum stað og ótrúlega þekkingu á taktík.“ Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir tryggðu sigur Ringsted Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Greinin ber heitið „This is me: Guðjón Valur Sigurðsson“ en þar rekur hann feril sinn í heild sinni, frá því að hann hóf meistaraflokksferilinn með Gróttu og þar til skórnir fóru á hilluna rúmum tuttugu árum síðar eftir að hafa leikið með liðum á borð við Barcelona, Kiel og PSG. Hann er í dag þjálfari síns fyrrum félags, Gummersbach, og fer einnig stuttlega yfir tíma sinn hingað til þar. Guðjón var í tvígang á mála hjá þýska stórveldinu Rhein-Neckar Löwen. Í fyrra skiptið lék hann í þrjú ár með félaginu frá árinu 2008 til 2011 og seinna skiptið var hann einnig leikmaður liðsins í þrjú ár frá 2016 til 2019. Í greininni segir Guðjón til að mynda frá því þegar hann gekk í raðir Ljónanna í seinna skiptið, en þá var Nikolaj Jakobsen, núverandi landsliðsþjálfari Danmerkur, þjálfari liðsins. „Nikolaj Jakobsen hringdi í mig til að athuga hvort ég vildi snúa aftur til Rhein-Neckar Löwen þar sem goðsögn félagsins, Uwe Gensheimer, hafði fært sig yfir til Parísar. Ég skrifaði undir þriggja ára samning, og í þetta skipti var þetta allt öðruvísi,“ segir Guðjón. Guðjón Valur fagnar marki fyrir Rhein-Neckar Löwen gegn Kiel í þýska bikarnum árið 2017.Simon Hofmann/Bongarts/Getty Images „Það er gott að búa á þessu svæði. Klúbburinn er skipulagður af mikilli fagmennsku og með leikmenn eins og Andy Schmid, Andreas Palicka, Kim Ekdahl du Rietz, Alexander Petterson, Mikael Appelgren, Patrick Groetzki, Gedeon Guardiola og Hendrik Pekeler skemmtum við okkur vel og náðum góðum árangri. Við urðum þýskir meistarar árið 2017 og bundum loks enda á bikarbölvunina þegar Löwen vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil árið 2018 í tíundu tilraun.“ „Nikolaj var einn af mínum uppáhalds þjálfurum frá upphafi, þrátt fyrir að strax í byrjun lenti okkur saman og við vorum næstum farnir að rífast þar sem hann er maður sem getur gjörsamlega sprungið á hliðarlínunni, sem og utanvallar. Stundum höfðum við virkilegar áhyggjur af því að hann myndi fá hjartaáfall og deyja í miðjum leik. En Nikolaj er maður með hjartað á réttum stað og ótrúlega þekkingu á taktík.“
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir tryggðu sigur Ringsted Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira