Fótbolti

FH-ingar fá Kjartan Kára frá Noregi og Finna frá Ítalíu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kjartan Kári Halldórsson mun leika með FH í Bestu-deildinni í sumar.
Kjartan Kári Halldórsson mun leika með FH í Bestu-deildinni í sumar. FH

FH-ingar hafa fengið tvöfaldan liðsstyrk fyrir komandi átök í Bestu-deild karla í fótbolta. Liðið fær annars vegar Kjartan Kára Halldórsson á láni frá Haugesund í Noregi og hins vegar finnska unglingalandsliðsmanninn Eetu Mömmö frá ítalska félaginu Lecce.

Hinn 19 ára gamli Kjartan Kári gekk í raðir Haugesund eftir seinasta tímabil þar sem hann sló í gegn með Gróttu í Lengjudeildinni. Kjartan var þá markahæsti maður deildarinnar með 17 mörk í 19 leikjum áður en hann var seldur frá félaginu.

Mömmö er tvítugur leikmaður sem getur spilað úti á kannti, eða leyst stöðu vængbakvarðar. Hann gekk í raðir Lecce á síðasta ári og hefur leikið með varaliði félagsins. Mömmö á að baki tíu leiki fyrir U17 ára landslið Finnlands og níu leiki fyrir U21 árs liðið og hefur skorað fjögur mörk með liðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×