Innlent

Hand­teknir með mikið magn lyf­seðils­skyldra lyfja

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla handtókn menn í gær fyrir sölu og dreifingu fíkniefna.
Lögregla handtókn menn í gær fyrir sölu og dreifingu fíkniefna. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst heldur undarlegt útkall í gær þegar hringt var inn og tilkynnt um mögulegt innbrot í verslun í miðborg Reykjavíkur. Ekkert var hæft í því en sá sem hringdi var í bifreið fyrir utan verslunina og var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Tveir voru handteknir grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna og lyfja. Voru þeir með umtalsvert magn lyfseðilsskyldra lyfja í fórum sínum auk meintra fíkniefna. Annar þeirra er einnig grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Þá ku annar þeirra að hafa verið eftirlýstur vegna annarra mála.

Lögregla handtók einnig einstakling sem var að versla fíkniefni og reyndist hann við athugun vera með meira magn á sér en hann hafði keypt skömmu áður. Einn var handtekinn vegna gruns um þjófnað í verslun og reyndist vera með vopn á sér.

Þá segir í yfirliti frá lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar að einstaklingur hafi verið handtekinn vegna gruns um líkamsárás og frelsissviptingu og var hann vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×