Deila um „eðlilega hlaupaleið“ úr vinnu og heim til kasta Hæstaréttar Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2023 08:34 Maðurinn starfaði hjá borginni í Laugardal og hljóp jafnan Sæbrautina og Seltjarnarneshringinn á leiðinni heim til sín í vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni um áfrýjunarleyfi í máli þar sem deilt er um hvort að hlaupaleið starfsmanns Reykjavíkurborgar hafi verið „eðlileg“ á leið hans heim úr vinnunni þegar hann ekið var á hann þar sem hann fór yfir Ánanaust í vesturbæ Reykjavíkur og slasaðist. Maðurinn fór fram á greiðslu slysabóta vegna líkamstjóns úr hendi borgarinnar en deilt var um hvort að við uppgjör skyldi fara eftir reglum um slys í starfi eða utan starfs. Borgin var sýknuð af kröfu mannsins í héraði en Landsréttur sneri hins vegar dómnum og var Reykjavíkurborg dæmd til að greiða manninum 5,7 milljónir króna. Borgin sóttist í kjölfarið eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Krókur á leiðinni heim á Hagamel Fram kemur að maðurinn hafi verið starfsmaður Reykjavíkurborgar og slasast á leið sinni yfir Ánanaust á grænu götuljósi þegar bíl var ekið á hann. Hann hafi þá verið á leið heim til sín á venjulegri hlaupaleið sinni að loknum vinnudegi frá vinnustaðnum í Laugardal. Um hafi verið að ræða hefðbundinn níu til tíu kílómetra hlaupahringur sem hann hafi tekið í lok hvers vinnudags. Ekki var deilt um að maðurinn ætti tilkall til slysabóta úr hendi Reykjavíkurborgar og höfðu honum þegar verið greiddar bætur á grundvelli reglna sem giltu um slys starfsmanna borgarinnar utan starfs. Í málinu var deilt um það hvort maðurinn hefði verið á „eðlilegri leið“ frá vinnustað til heimilis, en við áreksturinn hlaut maðurinn heilahristing og tognun. Slysið varð í október 2018. Talinn enn hafa verið á „eðlilegri leið“ Fram kemur að Landsréttur hafi talið að leiðarval mannsins meðfram Sæbraut, fram hjá hafnarsvæðinu og að Ánanaustum gæti talist eðlileg hlaupaleið að áfangastaðnum, það er heimili mannsins. Sú lykkja sem hann legði venjulega á leið sína vestur Seltjarnarnes og til baka að Hagamel hefði aftur á móti einungis þjónað þeim tilgangi að lengja hlaupaleiðina. Í dómi segir að ástæða þess að maðurinn hafi valið að skokka þessa leið heim til sín mætti rekja til þess að árið 2013, í tengslum við átakið „hjólað í vinnuna“, hafi hann farið að ganga og hlaupa reglulega í og úr vinnu.Getty Ennfremur segir að Landsréttur hafi talið að eðlilega hlaupaleið mannsins heim til sín hafa legið yfir veginn og áfram nokkurn spöl eftir göngustígnum og því bæri að leggja til grundvallar að hann hefði ennþá verið á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis. Borgin telur hann hafa verið að sinna heilsurækt í frítíma Reykjavíkurborg leitaði til Hæstaréttar þar sem þeir töldu úrslit málsins sérstaklega varða mikilvæga hagsmuni sína um hvernig beri að túlka reglur um slysatryggingu starfsmanna. Þá var vísað til þess að sambærilegar reglur gildi um slysatryggingar annarra starfsmanna á vinnumarkaði og hafi úrslit málsins því verulegt almennt gildi. Í rökstuðningi borgarinnar segir að maðurinn geti ekki talist hafa verið á eðlilegri leið frá vinnu að heimili sínu heldur hafi hann verið að sinna heilsurækt eða áhugamáli í sínum frítíma. Ekki geti verið á forræði starfsmanna að útvíkka tryggingavernd einhliða og framlengja þannig þann tíma sem þeir fá notið verndar reglna um slysatryggingu í starfi. Þá segir að Reykjavíkurborg telji málsmeðferðina fyrir Landsrétti hafa verið stórlega ábótavant og að dómurinn sé bersýnilega rangur, bæði að formi og efni til. Hæstiréttur ákvað að samþykkja beiðni Reykjavíkurborgar um að taka málið til meðferðar þar sem talið sé að dómur geti haft fordæmisgildi um það hvenær slysatryggður starfsmaður teljist vera á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis. Reykjavík Dómsmál Hlaup Vinnuslys Tryggingar Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Maðurinn fór fram á greiðslu slysabóta vegna líkamstjóns úr hendi borgarinnar en deilt var um hvort að við uppgjör skyldi fara eftir reglum um slys í starfi eða utan starfs. Borgin var sýknuð af kröfu mannsins í héraði en Landsréttur sneri hins vegar dómnum og var Reykjavíkurborg dæmd til að greiða manninum 5,7 milljónir króna. Borgin sóttist í kjölfarið eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Krókur á leiðinni heim á Hagamel Fram kemur að maðurinn hafi verið starfsmaður Reykjavíkurborgar og slasast á leið sinni yfir Ánanaust á grænu götuljósi þegar bíl var ekið á hann. Hann hafi þá verið á leið heim til sín á venjulegri hlaupaleið sinni að loknum vinnudegi frá vinnustaðnum í Laugardal. Um hafi verið að ræða hefðbundinn níu til tíu kílómetra hlaupahringur sem hann hafi tekið í lok hvers vinnudags. Ekki var deilt um að maðurinn ætti tilkall til slysabóta úr hendi Reykjavíkurborgar og höfðu honum þegar verið greiddar bætur á grundvelli reglna sem giltu um slys starfsmanna borgarinnar utan starfs. Í málinu var deilt um það hvort maðurinn hefði verið á „eðlilegri leið“ frá vinnustað til heimilis, en við áreksturinn hlaut maðurinn heilahristing og tognun. Slysið varð í október 2018. Talinn enn hafa verið á „eðlilegri leið“ Fram kemur að Landsréttur hafi talið að leiðarval mannsins meðfram Sæbraut, fram hjá hafnarsvæðinu og að Ánanaustum gæti talist eðlileg hlaupaleið að áfangastaðnum, það er heimili mannsins. Sú lykkja sem hann legði venjulega á leið sína vestur Seltjarnarnes og til baka að Hagamel hefði aftur á móti einungis þjónað þeim tilgangi að lengja hlaupaleiðina. Í dómi segir að ástæða þess að maðurinn hafi valið að skokka þessa leið heim til sín mætti rekja til þess að árið 2013, í tengslum við átakið „hjólað í vinnuna“, hafi hann farið að ganga og hlaupa reglulega í og úr vinnu.Getty Ennfremur segir að Landsréttur hafi talið að eðlilega hlaupaleið mannsins heim til sín hafa legið yfir veginn og áfram nokkurn spöl eftir göngustígnum og því bæri að leggja til grundvallar að hann hefði ennþá verið á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis. Borgin telur hann hafa verið að sinna heilsurækt í frítíma Reykjavíkurborg leitaði til Hæstaréttar þar sem þeir töldu úrslit málsins sérstaklega varða mikilvæga hagsmuni sína um hvernig beri að túlka reglur um slysatryggingu starfsmanna. Þá var vísað til þess að sambærilegar reglur gildi um slysatryggingar annarra starfsmanna á vinnumarkaði og hafi úrslit málsins því verulegt almennt gildi. Í rökstuðningi borgarinnar segir að maðurinn geti ekki talist hafa verið á eðlilegri leið frá vinnu að heimili sínu heldur hafi hann verið að sinna heilsurækt eða áhugamáli í sínum frítíma. Ekki geti verið á forræði starfsmanna að útvíkka tryggingavernd einhliða og framlengja þannig þann tíma sem þeir fá notið verndar reglna um slysatryggingu í starfi. Þá segir að Reykjavíkurborg telji málsmeðferðina fyrir Landsrétti hafa verið stórlega ábótavant og að dómurinn sé bersýnilega rangur, bæði að formi og efni til. Hæstiréttur ákvað að samþykkja beiðni Reykjavíkurborgar um að taka málið til meðferðar þar sem talið sé að dómur geti haft fordæmisgildi um það hvenær slysatryggður starfsmaður teljist vera á eðlilegri leið frá vinnustað til heimilis.
Reykjavík Dómsmál Hlaup Vinnuslys Tryggingar Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent