Conte snýr ekki aftur til vinnu fyrr en hann hefur náð fullum bata Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. febrúar 2023 18:02 Antonio Conte mun ekki stýra Tottenham í næstu leikjum. Marco Canoniero/LightRocket via Getty Images Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, verður ekki á hliðarlínunni þegar liðið tekur á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi sunnudag. Hann verður frá vinnu þar til hann hefur náð fullum bata eftir að hafa gengist undir aðgerð þar sem gallblaðran var fjarlægð úr honum. Þessi 53 ára gamli Ítali gekkst undir aðgerðina fyrir tveimur vikum síðan og var ekki með liðinu er Tottenham vann 1-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City þann 5. febrúar síðastliðinn. Hann var þó mættur aftur á hliðarlínuna í 4-1 tapi gegn Leicester sex dögum síðar og stýrði liðinu einnig í 1-0 tapi gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Í færslu á Instagram-síðu sinni í dag sagði þjálfarinn hins vegar frá því að hann hafi vanmetið aðgerðina og að hann þurfi nú að taka sér lengra frí. „Því miður vanmat ég þessa aðgerð, sem var engin venjuleg aðgerð, heldur skyndilegt og alvarlegt neyðartilvik,“ segir Conte í færslunni. „Líkami minn hefur nú þurft að gjalda fyrir óþolinmæðina í mér og nú neyðist ég til að taka mér frí þar til ég hef náð fullum bata. Þeir sem þekkja mig vita hversu erfitt það er fyrir mig, en það er nauðsynlegt.“ Tottenham hefur ekki sagt til um hvenær þjálfarinn snýr til baka, en félagið mætir West Ham næstkomandi sunnudag, Chelsea viku síðar og Sheffield United í FA-bikarnum þann 1. mars. Aðstöðarþjálfarinn Cristian Stellini stýrir liðinu í fjarveru Conte. Following a routine post-operation check in Italy yesterday, Antonio Conte will remain at his family home to recover from his recent surgery. Health is the most important consideration and everyone at the Club wishes him well. Cristian Stellini will assume First Team duties. pic.twitter.com/k9L4ZcpGhv— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) February 16, 2023 Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
Þessi 53 ára gamli Ítali gekkst undir aðgerðina fyrir tveimur vikum síðan og var ekki með liðinu er Tottenham vann 1-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City þann 5. febrúar síðastliðinn. Hann var þó mættur aftur á hliðarlínuna í 4-1 tapi gegn Leicester sex dögum síðar og stýrði liðinu einnig í 1-0 tapi gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Í færslu á Instagram-síðu sinni í dag sagði þjálfarinn hins vegar frá því að hann hafi vanmetið aðgerðina og að hann þurfi nú að taka sér lengra frí. „Því miður vanmat ég þessa aðgerð, sem var engin venjuleg aðgerð, heldur skyndilegt og alvarlegt neyðartilvik,“ segir Conte í færslunni. „Líkami minn hefur nú þurft að gjalda fyrir óþolinmæðina í mér og nú neyðist ég til að taka mér frí þar til ég hef náð fullum bata. Þeir sem þekkja mig vita hversu erfitt það er fyrir mig, en það er nauðsynlegt.“ Tottenham hefur ekki sagt til um hvenær þjálfarinn snýr til baka, en félagið mætir West Ham næstkomandi sunnudag, Chelsea viku síðar og Sheffield United í FA-bikarnum þann 1. mars. Aðstöðarþjálfarinn Cristian Stellini stýrir liðinu í fjarveru Conte. Following a routine post-operation check in Italy yesterday, Antonio Conte will remain at his family home to recover from his recent surgery. Health is the most important consideration and everyone at the Club wishes him well. Cristian Stellini will assume First Team duties. pic.twitter.com/k9L4ZcpGhv— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) February 16, 2023
Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira