Verkfallsaðgerðum frestað Bjarki Sigurðsson og Kjartan Kjartansson skrifa 16. febrúar 2023 21:04 Sólveig Anna og Eflingarfélagar hafa frestað verkfallsaðgerðum sínum. Vísir/Vilhelm Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari greindi frá þessu klukkan rétt rúmlega níu í kvöld. Fundi er nú slitið og verður viðræðum haldið áfram í fyrramálið. Með samkomulaginu er öllum verkfallsaðgerðum Eflingar frestað til miðnættis sunnudaginn 19. febrúar næstkomandi. Frestunin tekur þegar gildi. Fjölmiðlabann var sett í gildi til þess að betri vinnufriður næðist milli deiluaðila. Nú eiga alvöru kjarasamningsviðræður að hefjast að sögn Ástráðs. Í tilkynningu á vef Eflingar segir að Eflingarfélagar eigi að mæta til vinnu í samræmi við ráðningasamning frá því nú og fram að lokum frestunarinnar. Félögum stéttarfélagsins er ráðlagt að hafa samband við sinn atvinnurekanda til að komast að því hvenær ætlast er til þess að þeir mæti til vinnu. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að til þess að halda viðræðum áfram hafi þurft að fresta verkföllum. Hann segir kjaraviðræður ekki hafnar varðandi efni en nú sé verið að halda áfram að finna grundvöll til áframhaldandi viðræðna. „Hugur minn er hjá erlendum ferðamönnum sem höfðu séð það fyrir sér að gista í strætóskýlum. Þau eru komin í skjól,“ segir Ragnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði í morgun að Efling myndi ekki fresta verkfallsaðgerðum á meðan setið væri við samningsborðið, nema að „eitthvað raunverulegt“ kæmi frá Samtökum atvinnulífsins. Samtökin töldu það eðlilegt að aðgerðunum yrði frestað.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari greindi frá þessu klukkan rétt rúmlega níu í kvöld. Fundi er nú slitið og verður viðræðum haldið áfram í fyrramálið. Með samkomulaginu er öllum verkfallsaðgerðum Eflingar frestað til miðnættis sunnudaginn 19. febrúar næstkomandi. Frestunin tekur þegar gildi. Fjölmiðlabann var sett í gildi til þess að betri vinnufriður næðist milli deiluaðila. Nú eiga alvöru kjarasamningsviðræður að hefjast að sögn Ástráðs. Í tilkynningu á vef Eflingar segir að Eflingarfélagar eigi að mæta til vinnu í samræmi við ráðningasamning frá því nú og fram að lokum frestunarinnar. Félögum stéttarfélagsins er ráðlagt að hafa samband við sinn atvinnurekanda til að komast að því hvenær ætlast er til þess að þeir mæti til vinnu. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að til þess að halda viðræðum áfram hafi þurft að fresta verkföllum. Hann segir kjaraviðræður ekki hafnar varðandi efni en nú sé verið að halda áfram að finna grundvöll til áframhaldandi viðræðna. „Hugur minn er hjá erlendum ferðamönnum sem höfðu séð það fyrir sér að gista í strætóskýlum. Þau eru komin í skjól,“ segir Ragnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði í morgun að Efling myndi ekki fresta verkfallsaðgerðum á meðan setið væri við samningsborðið, nema að „eitthvað raunverulegt“ kæmi frá Samtökum atvinnulífsins. Samtökin töldu það eðlilegt að aðgerðunum yrði frestað.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Stéttarfélög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira