Vinna áfram með ramma fyrri kjarasamninga Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 16. febrúar 2023 22:02 Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkssviðs Samtaka atvinnulífsins, sagði temmilega bjartsýnn á viðræður næstu daga eftir að Efling ákvað að fresta verkfallsaðgerðum sínum til sunnudags. Vísir/Sigurjón Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins segir samtökin telja að nú sé meiri forsendur til að ræða um gerð kjarasamnings á grundvelli þeirra sem meginþorri launafólks hefur þegar samþykkt eftir að samkomulag náðist við Eflingu um frestun verkfalla í kvöld. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA, tilkynnti um níu leytið í kvöld að samkomulag hefði náðst um að Efling frestaði öllum verkfallsaðgerðum sínum til miðnættis sunnudaginn 19. febrúar og að frestunin tæki þegar gildi. Samningsaðilar ætluðu að freista þess að ná samningi um helgina. Þeir koma saman til eiginlegra kjarasamningsviðræðna klukkan tíu í fyrramálið. Að fundi loknum í kvöld sagði Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, að það hafi verið mikilvægt skref að fresta verkföllum til þess að samningsaðilar gætu einbeitt sér að viðræðum. SA hafi óskað eftir lengri frest þar sem þau hafi talið að lengri tíma þyrfti til þess að fá botn í kjarasamningsviðræðurnar. Ragnar sagðist vonast til þess að verkfallsaðgerðum yrði frestað um lengri tíma ef viðræður færu á skrið. Sami rammi en tilbúin að reyna að laga hann að Eflingarfólki Fram að þessu hafa Samtök atvinnulífsins ekki ljáð máls á því að semja við Eflingu á öðrum nótum en þau hafa þegar gert við önnur samtök launþega, þar á meðal Starfsgreinasambandið. Samtökin virðast ekki ætla að hvika frá þeirri línu ef marka má orð Ragnars í kvöld. „Við teljum kannski núna, og kannski getur Efling staðfest það, að það séu meiri forsendur til að ræða um gerð samnings á grundvelli þeirra samninga sem í rauninni þegar hafa verið gerðir og hafa verið samþykktir af meginþorra launafólks," sagði hann. „Við höfum vísað til ákveðins ramma og okkar viðsemjendur þekkja þann ramma sem við erum að vinna með.“ Lýsti Ragnar þó SA tilbúin til þess að reyna að finna einhvers konar aðlögun á kjarasamningsrammanum að Eflingu og samsetningu hópsins sem félagið semur fyrir. Efling hefur meðal annars krafist meiri kjarabóta þar sem félagar þess séu að mestu leyti á höfuðborgarsvæðinu þar sem framfærslukostnaður sé hærri en á landsbyggðinni. Viðtalið við Ragnar Árnason má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan. „Temmilega bjartsýnn“ og hugur hans hjá erlendu ferðamönnunum Ragnar sagðist „temmilega“ bjartsýnn á viðræðurnar sem eru framundan næstu daga. „Þetta hefur verið auðvitað verið erfitt. Við skulum bara sjá hvað fram vindur,“ sagði hann. Spurður að því hvort að miklum skaða hafi verið forðað með því að fresta verkfallsaðgerðum sagði Ragnar að hugur hans væri aðallega hjá erlendum ferðamönnum sem sáu kannski fram á að þurfa að gista í strætóskýlum eða við álíka aðbúnað vegna verkfalls hótelstarfsmanna. „Það hefði orðið mikið tjón fyrir hótelin en ekki síður, bara í rauninni, fyrir þessa erlendu gesti okkar sem hefðu bara verið í stórkostlegum vandræðum þegar komnir til landsins,“ sagði hann. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA, tilkynnti um níu leytið í kvöld að samkomulag hefði náðst um að Efling frestaði öllum verkfallsaðgerðum sínum til miðnættis sunnudaginn 19. febrúar og að frestunin tæki þegar gildi. Samningsaðilar ætluðu að freista þess að ná samningi um helgina. Þeir koma saman til eiginlegra kjarasamningsviðræðna klukkan tíu í fyrramálið. Að fundi loknum í kvöld sagði Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, að það hafi verið mikilvægt skref að fresta verkföllum til þess að samningsaðilar gætu einbeitt sér að viðræðum. SA hafi óskað eftir lengri frest þar sem þau hafi talið að lengri tíma þyrfti til þess að fá botn í kjarasamningsviðræðurnar. Ragnar sagðist vonast til þess að verkfallsaðgerðum yrði frestað um lengri tíma ef viðræður færu á skrið. Sami rammi en tilbúin að reyna að laga hann að Eflingarfólki Fram að þessu hafa Samtök atvinnulífsins ekki ljáð máls á því að semja við Eflingu á öðrum nótum en þau hafa þegar gert við önnur samtök launþega, þar á meðal Starfsgreinasambandið. Samtökin virðast ekki ætla að hvika frá þeirri línu ef marka má orð Ragnars í kvöld. „Við teljum kannski núna, og kannski getur Efling staðfest það, að það séu meiri forsendur til að ræða um gerð samnings á grundvelli þeirra samninga sem í rauninni þegar hafa verið gerðir og hafa verið samþykktir af meginþorra launafólks," sagði hann. „Við höfum vísað til ákveðins ramma og okkar viðsemjendur þekkja þann ramma sem við erum að vinna með.“ Lýsti Ragnar þó SA tilbúin til þess að reyna að finna einhvers konar aðlögun á kjarasamningsrammanum að Eflingu og samsetningu hópsins sem félagið semur fyrir. Efling hefur meðal annars krafist meiri kjarabóta þar sem félagar þess séu að mestu leyti á höfuðborgarsvæðinu þar sem framfærslukostnaður sé hærri en á landsbyggðinni. Viðtalið við Ragnar Árnason má sjá í heild í spilaranum hér fyrir neðan. „Temmilega bjartsýnn“ og hugur hans hjá erlendu ferðamönnunum Ragnar sagðist „temmilega“ bjartsýnn á viðræðurnar sem eru framundan næstu daga. „Þetta hefur verið auðvitað verið erfitt. Við skulum bara sjá hvað fram vindur,“ sagði hann. Spurður að því hvort að miklum skaða hafi verið forðað með því að fresta verkfallsaðgerðum sagði Ragnar að hugur hans væri aðallega hjá erlendum ferðamönnum sem sáu kannski fram á að þurfa að gista í strætóskýlum eða við álíka aðbúnað vegna verkfalls hótelstarfsmanna. „Það hefði orðið mikið tjón fyrir hótelin en ekki síður, bara í rauninni, fyrir þessa erlendu gesti okkar sem hefðu bara verið í stórkostlegum vandræðum þegar komnir til landsins,“ sagði hann.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04