Alls ekki auðveld ákvörðun að fresta aðgerðum Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 16. febrúar 2023 22:16 Sólveig Anna Jónsdóttir vonast eftir því að nú hefjist raunverulegar viðræður. Vísir/Sigurjón Formaður Eflingar segir það hafa verið erfiða ákvörðun að fresta verkfallsaðgerðum stéttarfélagsins. Ákvörðunin sé þó útpæld og nú er búist við „raunverulegum kjarasamningsviðræðum“. Í kvöld tilkynnti ríkissáttasemjari að Efling og Samtök atvinnulífsins (SA), hafi komist að samkomulagi um að verkfallsaðgerðum Eflingar yrði frestað og kjarasamningsviðræður færu almennilega í gang. Næst funda fulltrúar beggja aðila á morgun klukkan tíu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að það að starfsmenn í Eflingu hafi lagt niður störf hafi leitt til þess að loksins hafi eitthvað farið af stað sem hægt sé að kalla „alvöru kjarasamningsviðræður“. „Það sem ég er tilbúin til þess að segja er að samninganefnd Eflingar tekur þessa ákvörðun ekki að illa athuguðu máli. Þetta er ekki auðveld ákvörðun fyrir okkur að taka og við komumst að þessari niðurstöðu því við trúum því að mögulega séum við hér að fara að eyða næstu dögum í eitthvað uppbyggilegt og gagnlegt sem mögulega skilar okkur góðum kjarasamningum,“ segir Sólveig. Verkfallsfrestunin gildir til miðnættis á sunnudag. Aðspurð hvort þrír dagar dugi til þess að komast að niðurstöðu segir Sólveig að ef raunverulegur samningsvilji sé hjá báðum aðilum eigi tíminn að duga. Mikil fagnaðarlæti heyrðust frá samninganefnd Eflingar nokkrum sinnum í kvöld á meðan verið var að bíða eftir niðurstöðu fundar Eflingar og SA. Sólveig segir þau ekki hafa tengst niðurstöðunni. „Samninganefnd Eflingar er mjög samhentur hópur sem reynir, jafnvel í erfiðum aðstæðum, að hafa gaman. Fólk hefur verið að klappa yfir einhverju sem það þótti þess virði að klappa fyrir. Ég var ekki viðstödd klappið þannig ég veit ekki alveg hvað það var en þau hafa haft mjög góða ástæðu. Það er ég alveg sannfærð um,“ segir Sólveig. Hún trúir því að nú muni samningaviðræður komast á skrið og mætir hún á morgun fullvilja til þess að hefja mikla vinnu við að leiða það til lykta. „Ég vona að þessi ákvörðun sem við tókum, þessi risastóra og auðvitað erfiða ákvörðun, færi okkur eitthvað gott og uppbyggilegt,“ segir Sólveig. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Í kvöld tilkynnti ríkissáttasemjari að Efling og Samtök atvinnulífsins (SA), hafi komist að samkomulagi um að verkfallsaðgerðum Eflingar yrði frestað og kjarasamningsviðræður færu almennilega í gang. Næst funda fulltrúar beggja aðila á morgun klukkan tíu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að það að starfsmenn í Eflingu hafi lagt niður störf hafi leitt til þess að loksins hafi eitthvað farið af stað sem hægt sé að kalla „alvöru kjarasamningsviðræður“. „Það sem ég er tilbúin til þess að segja er að samninganefnd Eflingar tekur þessa ákvörðun ekki að illa athuguðu máli. Þetta er ekki auðveld ákvörðun fyrir okkur að taka og við komumst að þessari niðurstöðu því við trúum því að mögulega séum við hér að fara að eyða næstu dögum í eitthvað uppbyggilegt og gagnlegt sem mögulega skilar okkur góðum kjarasamningum,“ segir Sólveig. Verkfallsfrestunin gildir til miðnættis á sunnudag. Aðspurð hvort þrír dagar dugi til þess að komast að niðurstöðu segir Sólveig að ef raunverulegur samningsvilji sé hjá báðum aðilum eigi tíminn að duga. Mikil fagnaðarlæti heyrðust frá samninganefnd Eflingar nokkrum sinnum í kvöld á meðan verið var að bíða eftir niðurstöðu fundar Eflingar og SA. Sólveig segir þau ekki hafa tengst niðurstöðunni. „Samninganefnd Eflingar er mjög samhentur hópur sem reynir, jafnvel í erfiðum aðstæðum, að hafa gaman. Fólk hefur verið að klappa yfir einhverju sem það þótti þess virði að klappa fyrir. Ég var ekki viðstödd klappið þannig ég veit ekki alveg hvað það var en þau hafa haft mjög góða ástæðu. Það er ég alveg sannfærð um,“ segir Sólveig. Hún trúir því að nú muni samningaviðræður komast á skrið og mætir hún á morgun fullvilja til þess að hefja mikla vinnu við að leiða það til lykta. „Ég vona að þessi ákvörðun sem við tókum, þessi risastóra og auðvitað erfiða ákvörðun, færi okkur eitthvað gott og uppbyggilegt,“ segir Sólveig.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04