Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2023 07:50 Selenskí heimsótti Bretland á dögunum. AP/Victoria Jones Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. Ummælin lét forsetinn falla í viðtali við BBC í tilefni þess að nær ár er liðið frá því að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Hann sagði vorsókn Rússa, sem hann hafði spáð fyrir um, þegar hafna en að Úkraínumenn myndu ná að halda aftur að þeim þar til þeir væru í aðstöðu til að hefja gagnsókn. Selenskí ítrekaði hins vegar ósk sína um frekari hernaðaraðstoð frá bandamönnum sínum. „Að sjálfsögðu hraða nútímavopn því að það komist á friður. Vopn eru eina tungumálið sem Rússland skilur,“ sagði forsetinn. Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar hétu því á dögunum að senda skriðdreka til Úkraínu en enn eru vikur þar til þeir verða komnir á vígvöllinn. Þá hefur Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, ekki útilokað að sjá Úkraínumönnum fyrir þotum en þar er ekkert fast í hendi. Selenskí tjáði sig einnig um hótun Alexander Lúkashenkó, forseta Belarús, um að taka þátt í stríðsátökunum ef einn einasti hermaður Úkraínu stigi fæti yfir landamærin. „Ég vona að [Belarús] gerist ekki þátttakandi,“ sagði Selenskí. „Ef þeir gera það þá munum við berjast og við munum lifa það. Það væru risastór mistök að leyfa Rússum aftur að nota Belarús sem stökkpall fyrir árás.“ Selenskí sagði Úkraínumenn vera að berjast fyrir því að lifa af sem þjóð. Þeir hefðu valið að verða hluti af Evrópu. „Við völdum þessa leið. Við viljum fá öryggistryggingar. Hvers konar eftirgjöf varðandi landsvæði myndi veikja okkur sem ríki,“ segir hann. Forsetinn sagði málið ekki snúast um málamiðlanir sem slíkar; menn gerðu málamiðlanir á hverjum degi. Spurningin væri gagnvart hverjum. „Gagnvart Pútín? Nei. Af því að það ríkir ekkert traust. Samtal við hann? Nei. Því það er ekkert traust.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla í viðtali við BBC í tilefni þess að nær ár er liðið frá því að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Hann sagði vorsókn Rússa, sem hann hafði spáð fyrir um, þegar hafna en að Úkraínumenn myndu ná að halda aftur að þeim þar til þeir væru í aðstöðu til að hefja gagnsókn. Selenskí ítrekaði hins vegar ósk sína um frekari hernaðaraðstoð frá bandamönnum sínum. „Að sjálfsögðu hraða nútímavopn því að það komist á friður. Vopn eru eina tungumálið sem Rússland skilur,“ sagði forsetinn. Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar hétu því á dögunum að senda skriðdreka til Úkraínu en enn eru vikur þar til þeir verða komnir á vígvöllinn. Þá hefur Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, ekki útilokað að sjá Úkraínumönnum fyrir þotum en þar er ekkert fast í hendi. Selenskí tjáði sig einnig um hótun Alexander Lúkashenkó, forseta Belarús, um að taka þátt í stríðsátökunum ef einn einasti hermaður Úkraínu stigi fæti yfir landamærin. „Ég vona að [Belarús] gerist ekki þátttakandi,“ sagði Selenskí. „Ef þeir gera það þá munum við berjast og við munum lifa það. Það væru risastór mistök að leyfa Rússum aftur að nota Belarús sem stökkpall fyrir árás.“ Selenskí sagði Úkraínumenn vera að berjast fyrir því að lifa af sem þjóð. Þeir hefðu valið að verða hluti af Evrópu. „Við völdum þessa leið. Við viljum fá öryggistryggingar. Hvers konar eftirgjöf varðandi landsvæði myndi veikja okkur sem ríki,“ segir hann. Forsetinn sagði málið ekki snúast um málamiðlanir sem slíkar; menn gerðu málamiðlanir á hverjum degi. Spurningin væri gagnvart hverjum. „Gagnvart Pútín? Nei. Af því að það ríkir ekkert traust. Samtal við hann? Nei. Því það er ekkert traust.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira