„Davíð sigraði ekki Golíat með orðum“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2023 15:43 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði fjölmenna öryggisráðstefnu í Münic í dag. AP/Michael Probst Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði í dag öryggisráðstefnuna í München þar sem hann kallaði eftir því að Vesturlönd flýttu vopnasendingum til Úkraínu og útveguðu Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þyrftu til að sigra Rússa. Um fjörutíu þjóðarleiðtogar eru á ráðstefnunni auk fjölmargra stjórnmálamanna, hermanna og sérfræðinga frá nærri því hundrað ríkjum. Í ávarpi sínu líkti Selenskí baráttu Úkraínumanna gegn innrásarher Rússa við bardaga Davíðs og Golíats úr biblíunni. Hann sagði Úkraínumenn vera að verja vestræn gildi og lýðræði gegn harðstjórn og sagði að Rússar myndu ekki staðnæmast við Úkraínu. Vísaði hann til fregna um mögulegt valdarán Rússa í Moldóvu. Selenskí sagði Úkraínumenn hafa hugrekki Davíðs. Þá skorti þó handslöngvuna sem Davíð hafði. „Davíð sigraði ekki Golíat með orðum, heldur með handslöngvu,“ sagði Selenskí og bætti við að Úkraínumenn hefðu ekki enn þessa handslöngvu. Sjá einnig: Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Selenskí sagði að Úkraínumenn myndu á endanum sigra Rússa en varaði við því að Rússar hefðu enn tök á því að eyðileggja líf margra. Úkraínumenn reiða sig á vopnasendingar og hergögn frá Vesturlöndum og Selenskí sagðist verulega þakklátur öllum þeim sem hefðu hjálpað. Hann sagði þó að flýta þyrfti vopnasendingum eins og vestrænum skriðdrekum. Tafir kostuðu Úkraínumenn fjölmörg mannslíf. Áhugasamir geta horft á ávarp Selenskís í spilaranum hér að neðan. Í kjölfar ávarpsins svaraði hann svo spurningum úr sal. Bakhjarlar Úkraínu hafa lagt mikið kapp á að sýna samstöðu á öryggisráðstefnunni nú þegar tæpt ár er liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Sérfræðingar búast ekki við því að stríðinu muni ljúka í bráð en samkvæmt New York Times er talið að það muni standa yfir í minnst eitt ár til viðbótar. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ítrekaði á öryggisráðstefnunni að Þýskaland stæði við bakið á Úkraínu en sagði að sýna þyrfti samstöðu og að bakhjarlar Úkraínu mættu heldur ekki fara fram úr sér. Þeir þyrftu að vinna saman hönd í hönd og taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Scholz hefur stutt Úkraínu dyggilega en hefur lengi verið gagnrýndur fyrir hægagang. Sjá einnig: Gagnrýndi aðra bakhjarla fyrir hægagang með skriðdreka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lýsti einnig fyrir stuðningi við Úkraínu og sagði samstöðu nauðsynlega til að þvinga Rússa að samningaborðinu og koma á varanlegum friði. Viðræður yrðu þó að fara fram á grundvelli Úkraínumanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50 Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30 Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34 Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Um fjörutíu þjóðarleiðtogar eru á ráðstefnunni auk fjölmargra stjórnmálamanna, hermanna og sérfræðinga frá nærri því hundrað ríkjum. Í ávarpi sínu líkti Selenskí baráttu Úkraínumanna gegn innrásarher Rússa við bardaga Davíðs og Golíats úr biblíunni. Hann sagði Úkraínumenn vera að verja vestræn gildi og lýðræði gegn harðstjórn og sagði að Rússar myndu ekki staðnæmast við Úkraínu. Vísaði hann til fregna um mögulegt valdarán Rússa í Moldóvu. Selenskí sagði Úkraínumenn hafa hugrekki Davíðs. Þá skorti þó handslöngvuna sem Davíð hafði. „Davíð sigraði ekki Golíat með orðum, heldur með handslöngvu,“ sagði Selenskí og bætti við að Úkraínumenn hefðu ekki enn þessa handslöngvu. Sjá einnig: Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Selenskí sagði að Úkraínumenn myndu á endanum sigra Rússa en varaði við því að Rússar hefðu enn tök á því að eyðileggja líf margra. Úkraínumenn reiða sig á vopnasendingar og hergögn frá Vesturlöndum og Selenskí sagðist verulega þakklátur öllum þeim sem hefðu hjálpað. Hann sagði þó að flýta þyrfti vopnasendingum eins og vestrænum skriðdrekum. Tafir kostuðu Úkraínumenn fjölmörg mannslíf. Áhugasamir geta horft á ávarp Selenskís í spilaranum hér að neðan. Í kjölfar ávarpsins svaraði hann svo spurningum úr sal. Bakhjarlar Úkraínu hafa lagt mikið kapp á að sýna samstöðu á öryggisráðstefnunni nú þegar tæpt ár er liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Sérfræðingar búast ekki við því að stríðinu muni ljúka í bráð en samkvæmt New York Times er talið að það muni standa yfir í minnst eitt ár til viðbótar. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ítrekaði á öryggisráðstefnunni að Þýskaland stæði við bakið á Úkraínu en sagði að sýna þyrfti samstöðu og að bakhjarlar Úkraínu mættu heldur ekki fara fram úr sér. Þeir þyrftu að vinna saman hönd í hönd og taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Scholz hefur stutt Úkraínu dyggilega en hefur lengi verið gagnrýndur fyrir hægagang. Sjá einnig: Gagnrýndi aðra bakhjarla fyrir hægagang með skriðdreka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lýsti einnig fyrir stuðningi við Úkraínu og sagði samstöðu nauðsynlega til að þvinga Rússa að samningaborðinu og koma á varanlegum friði. Viðræður yrðu þó að fara fram á grundvelli Úkraínumanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50 Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30 Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34 Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50
Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30
Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34
Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54