„Davíð sigraði ekki Golíat með orðum“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2023 15:43 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði fjölmenna öryggisráðstefnu í Münic í dag. AP/Michael Probst Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði í dag öryggisráðstefnuna í München þar sem hann kallaði eftir því að Vesturlönd flýttu vopnasendingum til Úkraínu og útveguðu Úkraínumönnum þau vopn sem þeir þyrftu til að sigra Rússa. Um fjörutíu þjóðarleiðtogar eru á ráðstefnunni auk fjölmargra stjórnmálamanna, hermanna og sérfræðinga frá nærri því hundrað ríkjum. Í ávarpi sínu líkti Selenskí baráttu Úkraínumanna gegn innrásarher Rússa við bardaga Davíðs og Golíats úr biblíunni. Hann sagði Úkraínumenn vera að verja vestræn gildi og lýðræði gegn harðstjórn og sagði að Rússar myndu ekki staðnæmast við Úkraínu. Vísaði hann til fregna um mögulegt valdarán Rússa í Moldóvu. Selenskí sagði Úkraínumenn hafa hugrekki Davíðs. Þá skorti þó handslöngvuna sem Davíð hafði. „Davíð sigraði ekki Golíat með orðum, heldur með handslöngvu,“ sagði Selenskí og bætti við að Úkraínumenn hefðu ekki enn þessa handslöngvu. Sjá einnig: Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Selenskí sagði að Úkraínumenn myndu á endanum sigra Rússa en varaði við því að Rússar hefðu enn tök á því að eyðileggja líf margra. Úkraínumenn reiða sig á vopnasendingar og hergögn frá Vesturlöndum og Selenskí sagðist verulega þakklátur öllum þeim sem hefðu hjálpað. Hann sagði þó að flýta þyrfti vopnasendingum eins og vestrænum skriðdrekum. Tafir kostuðu Úkraínumenn fjölmörg mannslíf. Áhugasamir geta horft á ávarp Selenskís í spilaranum hér að neðan. Í kjölfar ávarpsins svaraði hann svo spurningum úr sal. Bakhjarlar Úkraínu hafa lagt mikið kapp á að sýna samstöðu á öryggisráðstefnunni nú þegar tæpt ár er liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Sérfræðingar búast ekki við því að stríðinu muni ljúka í bráð en samkvæmt New York Times er talið að það muni standa yfir í minnst eitt ár til viðbótar. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ítrekaði á öryggisráðstefnunni að Þýskaland stæði við bakið á Úkraínu en sagði að sýna þyrfti samstöðu og að bakhjarlar Úkraínu mættu heldur ekki fara fram úr sér. Þeir þyrftu að vinna saman hönd í hönd og taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Scholz hefur stutt Úkraínu dyggilega en hefur lengi verið gagnrýndur fyrir hægagang. Sjá einnig: Gagnrýndi aðra bakhjarla fyrir hægagang með skriðdreka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lýsti einnig fyrir stuðningi við Úkraínu og sagði samstöðu nauðsynlega til að þvinga Rússa að samningaborðinu og koma á varanlegum friði. Viðræður yrðu þó að fara fram á grundvelli Úkraínumanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50 Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30 Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34 Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Sjá meira
Um fjörutíu þjóðarleiðtogar eru á ráðstefnunni auk fjölmargra stjórnmálamanna, hermanna og sérfræðinga frá nærri því hundrað ríkjum. Í ávarpi sínu líkti Selenskí baráttu Úkraínumanna gegn innrásarher Rússa við bardaga Davíðs og Golíats úr biblíunni. Hann sagði Úkraínumenn vera að verja vestræn gildi og lýðræði gegn harðstjórn og sagði að Rússar myndu ekki staðnæmast við Úkraínu. Vísaði hann til fregna um mögulegt valdarán Rússa í Moldóvu. Selenskí sagði Úkraínumenn hafa hugrekki Davíðs. Þá skorti þó handslöngvuna sem Davíð hafði. „Davíð sigraði ekki Golíat með orðum, heldur með handslöngvu,“ sagði Selenskí og bætti við að Úkraínumenn hefðu ekki enn þessa handslöngvu. Sjá einnig: Nánast allur rússneski herinn sagður í Úkraínu Selenskí sagði að Úkraínumenn myndu á endanum sigra Rússa en varaði við því að Rússar hefðu enn tök á því að eyðileggja líf margra. Úkraínumenn reiða sig á vopnasendingar og hergögn frá Vesturlöndum og Selenskí sagðist verulega þakklátur öllum þeim sem hefðu hjálpað. Hann sagði þó að flýta þyrfti vopnasendingum eins og vestrænum skriðdrekum. Tafir kostuðu Úkraínumenn fjölmörg mannslíf. Áhugasamir geta horft á ávarp Selenskís í spilaranum hér að neðan. Í kjölfar ávarpsins svaraði hann svo spurningum úr sal. Bakhjarlar Úkraínu hafa lagt mikið kapp á að sýna samstöðu á öryggisráðstefnunni nú þegar tæpt ár er liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Sérfræðingar búast ekki við því að stríðinu muni ljúka í bráð en samkvæmt New York Times er talið að það muni standa yfir í minnst eitt ár til viðbótar. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, ítrekaði á öryggisráðstefnunni að Þýskaland stæði við bakið á Úkraínu en sagði að sýna þyrfti samstöðu og að bakhjarlar Úkraínu mættu heldur ekki fara fram úr sér. Þeir þyrftu að vinna saman hönd í hönd og taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Scholz hefur stutt Úkraínu dyggilega en hefur lengi verið gagnrýndur fyrir hægagang. Sjá einnig: Gagnrýndi aðra bakhjarla fyrir hægagang með skriðdreka Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lýsti einnig fyrir stuðningi við Úkraínu og sagði samstöðu nauðsynlega til að þvinga Rússa að samningaborðinu og koma á varanlegum friði. Viðræður yrðu þó að fara fram á grundvelli Úkraínumanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50 Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30 Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34 Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Sjá meira
Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. 17. febrúar 2023 07:50
Eldflaugum rignir áfram yfir Úkraínu á meðan diplómatar ræða um frið Mikilvægir innviðir skemmdust í Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun, í loftárásum Rússa. Yfirvöld þar sögðu eld hafa kviknað í kjölfarið en greiðlega virðist hafa gengið að slökkva hann. Íbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls ef og þegar loftvarnaflautur fara í gang. 16. febrúar 2023 08:30
Loftvarnaflautur hljóma og íbúum um allt land sagt að leita skjóls Loftvarnaflautur hafa hljómað út um alla Úkraínu í morgun og íbúar hvattir til að leita skjóls. Yfirvöld hafa varað við því að Rússar hyggist gera umfangsmiklar loftárásir á landið í dag. 10. febrúar 2023 08:34
Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54