Lögregluþjónarnir lýsa yfir sakleysi Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2023 16:19 Tadarrius Bean, Demetrius Haley eru í neðri röðinni. Þeir Emmitt Martin III, Desmond Mills yngri og Justin Smith eru í þeirri efri. AP/Lögreglan í Memphis Fyrrverandi lögregluþjónarnir fimm sem ákærðir hafa verið fyrir að berja Tyre Nichols til bana, lýstu allir yfir sakleysi sínu í dómsal. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir mættu í dómsal eftir dauða Nichols, sem vakti mikla athygli og reiði um gervöll Bandaríkin. Nichols var stöðvaður í umferðinni í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn. Hann átti að hafa brotið umferðarlög en lögregluþjónar drógu hann út úr bílnum. Minnst einn þeirra hélt á byssu og annar skaut Nichols með rafmagnsbyssu. Þá reyndi hann að hlaupa heim til móður sinnar sem bjó í ekki hundrað metra fjarlægð. Nichols var stöðvaður og lögregluþjónarnir kýldu og spörkuðu ítrekað í hann á meðan hann lá í jörðinni og kallaði eftir aðstoð. Í kjölfar þess gerðu lögregluþjónarnir ekkert til að huga að Nichols einn þeirra tók myndir af honum. Hann var ekki fluttur á sjúkrahús fyrr en 27 mínútum eftir að sjúkraflutningamenn bar að garði. Nichols lést þremur dögum síðar á sjúkrahúsi. Allir lögregluþjónarnir voru reknir og lögreglustjórinn sagði þá bera beina ábyrgð á dauða Nichols. Hann hefur einnig sagt að ekkert bendi til þess að lögregluþjónarnir hafi haft tilefni til að stöðva Nichols. Þeir gætu átt yfir höfði sér allt að sextíu ára fangelsi. Lögregluþjónarnir heita Tadarrius Bean, Demetrius Haley, Desmond Mills yngri, Emmitt Martin þriðji og Justin Smith. Þeir sögðust allir saklausir af ákærum um morð, alvarlega líkamsárás, mannrán, ofbeitingu valds og vanrækslu í starfi. Þeir ganga allir lausir gegn tryggingu og eiga næst að mæta fyrir dómara þann 1. maí. Sjá einnig: Fimm til viðbótar reknir vegna dauða Nichols James Jones yngri, dómari, bað aðstandendur Nichols og aðra um að sýna þolinmæði, því dómsmálið gæti tekið langan tíma. „Allir sem að þessu máli koma vilja að því ljúki eins fljótt og auðið er. Það er þó mikilvægt að allir skilji að Tennessee ríki og allir sakborningarnir eiga fullan rétt á sanngjörnum réttarhöldum,“ sagði Jones. Í dómsal í dag sagði lögmaður Beans að skjólstæðingur sinni hefði bara unnið vinnuna sína og hann hefði aldrei snert Nichols. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að það sé ekki rétt, miðað við upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjónanna. 'I feel numb'Tyre Nichols' mother RowVaughn Wells says she is waiting for somebody to wake her up from this "nightmare", adding she wants the former police officers to look her in the face.https://t.co/ocnxwWwmmC Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/smFOzS7ASO— Sky News (@SkyNews) February 17, 2023 Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Nichols var stöðvaður í umferðinni í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn. Hann átti að hafa brotið umferðarlög en lögregluþjónar drógu hann út úr bílnum. Minnst einn þeirra hélt á byssu og annar skaut Nichols með rafmagnsbyssu. Þá reyndi hann að hlaupa heim til móður sinnar sem bjó í ekki hundrað metra fjarlægð. Nichols var stöðvaður og lögregluþjónarnir kýldu og spörkuðu ítrekað í hann á meðan hann lá í jörðinni og kallaði eftir aðstoð. Í kjölfar þess gerðu lögregluþjónarnir ekkert til að huga að Nichols einn þeirra tók myndir af honum. Hann var ekki fluttur á sjúkrahús fyrr en 27 mínútum eftir að sjúkraflutningamenn bar að garði. Nichols lést þremur dögum síðar á sjúkrahúsi. Allir lögregluþjónarnir voru reknir og lögreglustjórinn sagði þá bera beina ábyrgð á dauða Nichols. Hann hefur einnig sagt að ekkert bendi til þess að lögregluþjónarnir hafi haft tilefni til að stöðva Nichols. Þeir gætu átt yfir höfði sér allt að sextíu ára fangelsi. Lögregluþjónarnir heita Tadarrius Bean, Demetrius Haley, Desmond Mills yngri, Emmitt Martin þriðji og Justin Smith. Þeir sögðust allir saklausir af ákærum um morð, alvarlega líkamsárás, mannrán, ofbeitingu valds og vanrækslu í starfi. Þeir ganga allir lausir gegn tryggingu og eiga næst að mæta fyrir dómara þann 1. maí. Sjá einnig: Fimm til viðbótar reknir vegna dauða Nichols James Jones yngri, dómari, bað aðstandendur Nichols og aðra um að sýna þolinmæði, því dómsmálið gæti tekið langan tíma. „Allir sem að þessu máli koma vilja að því ljúki eins fljótt og auðið er. Það er þó mikilvægt að allir skilji að Tennessee ríki og allir sakborningarnir eiga fullan rétt á sanngjörnum réttarhöldum,“ sagði Jones. Í dómsal í dag sagði lögmaður Beans að skjólstæðingur sinni hefði bara unnið vinnuna sína og hann hefði aldrei snert Nichols. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að það sé ekki rétt, miðað við upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjónanna. 'I feel numb'Tyre Nichols' mother RowVaughn Wells says she is waiting for somebody to wake her up from this "nightmare", adding she wants the former police officers to look her in the face.https://t.co/ocnxwWwmmC Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/smFOzS7ASO— Sky News (@SkyNews) February 17, 2023
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56
Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25