Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les fréttir klukkan 18:30.

Slitnað hefur upp úr kjarasamningsviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Verkföll hefjast því aftur á miðnætti í kvöld. Við ræðum við settan ríkissáttasemjara, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og forstjóra Skeljungs í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Foreldrar hátt í hundrað hafnfirskra barna nýta sér heimgreiðslur til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Foreldrar í Garðabæ eru þakklátir fyrir að úrræðið sé í boði því það liðki fyrir átta mánaða púsluspili sem framundan er.

Öryggismálin eru í hugum margra eftir að áfangaheimili brann á föstudag. Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Lögbundið eftirlit með úrræðum á vegum einkaaðila er ekkert. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×