Bill Scheft, vinur Belzers um árabil, sagði Hollywood Reporter að Belzer hefði átt við ýmsa heilsukvilla að stríða. Shceft sagði einnig að síðustu orð Belzers hefðu verið: „Farðu í rassgat, drullusokkur.“
Belzer lék John Munch frá 1993 til 2016. Fyrir það var hann grínisti og var meðal annars reglulega í Saturday Night Live á fyrstu árum þeirra þátta. Hann birtist einnig í Miami Vice, Monsters, The Flash, Lois & Clark, X-Files, Arrested Development, The Wire og mörgum öðrum sjónvarpsþáttum.
Þá lék hann einnig í kvikmyndum eins og Scarface og The Bonfire of the Vanities.