Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2023 09:40 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Arnar Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. Dæmi eru um að börn hafi verið lögð inn á gjörgæslu Landspítalans vegna sérstaklega skæðrar streptókokkasýkingar. Í Bretlandi hafa nokkur börn látist af völdum bakteríusýkingarinnar í vetur. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, segir að streptókokkar valdi að öllu jöfnu einfaldri hálsbólgu. Það gerist þó með reglulegu millibili að faraldrar sérstaklega slæmra sýkinga blossi upp. Þá getur bakterían ekki aðeins valdið hálsbólgu heldur blóðsýkingum, slæmum lungnabólgum og húð- og vöðvasýkingum. Oft hefjist veikindi á veirusýkingu sem leggi grundvöllinn að alvarlegum bakteríusýkingum. Í upphafi fái fólk þá hefðbundin kvefeinkenni en síðan komi bakterían í kjölfarið. Þannig séu til dæmi um að börn leiti til læknis með hefðbundin kvefeinkenni og þau þá talin með einfalda veirusýkingu. Síðan komi í ljós sólarhring síðar að sýkingin sé miklu alvarlegri. „Þetta segir manni líka hversu hratt þetta gengur. Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist þetta mjög hratt,“ sagði Valtýr í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Herjar jafnt á börn sem fullorðna Eiginleikar bakteríunnar ráða mestu um hversu alvarlegri sýkingu hún veldur. Margar undirtegundir séu til og reglulega komi fram tegundir sem séu sérstaklega ágengar. „Þannig komast þær undan hefðbundnu ónæmissvari líkamans og rjúfa sér síðan þannig leið til að valda þessum alvarlegu sýkingum,“ sagði Valtýr í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þrátt fyrir að fréttir af faraldrinum snúist fyrst og fremst um börn sagði Valtýr að sýkingin væri ekki verri fyrir börn en fullorðna í sjálfu sér. Hún herji hafnt á börn sem fullorðna. „Oft er fréttaflutningur meiri þegar börn veikjast vegna þess að börnin eru það dýrmætasta sem við eigum,“ sagð Valtýr. Leggja varkárni í sýklalyfjanotkun til hliðar Skýrar leiðbeiningar hafa verið í gildi um hvenær skuli leita að streptókokkum, þar á meðal um að ekki skuli leita þeirra hjá bönum yngri en þriggja ára eða hjá börnum með hefðbundin kvefeinkenni. Þær leiðbeiningar og áherslu á að forðast óþarfa sýklalyfjanotkun hefur þurft að leggja til hliðar í faraldrinum nú. „Þröskuldurinn fyrir því að leita að þessari bakteríu hefur lækkað verulega og einmitt líka að meðhöndla,“ sagði Valtýr. Góðu fréttirnar eru að bakterían er venjulega næm fyrir hefðbundnum sýklalyfjum ólíkt sumum öðrum sem séu klókari og nái að sveigja sér framhjá meðferð. Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01 Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Fleiri fréttir Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Sjá meira
Dæmi eru um að börn hafi verið lögð inn á gjörgæslu Landspítalans vegna sérstaklega skæðrar streptókokkasýkingar. Í Bretlandi hafa nokkur börn látist af völdum bakteríusýkingarinnar í vetur. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, segir að streptókokkar valdi að öllu jöfnu einfaldri hálsbólgu. Það gerist þó með reglulegu millibili að faraldrar sérstaklega slæmra sýkinga blossi upp. Þá getur bakterían ekki aðeins valdið hálsbólgu heldur blóðsýkingum, slæmum lungnabólgum og húð- og vöðvasýkingum. Oft hefjist veikindi á veirusýkingu sem leggi grundvöllinn að alvarlegum bakteríusýkingum. Í upphafi fái fólk þá hefðbundin kvefeinkenni en síðan komi bakterían í kjölfarið. Þannig séu til dæmi um að börn leiti til læknis með hefðbundin kvefeinkenni og þau þá talin með einfalda veirusýkingu. Síðan komi í ljós sólarhring síðar að sýkingin sé miklu alvarlegri. „Þetta segir manni líka hversu hratt þetta gengur. Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist þetta mjög hratt,“ sagði Valtýr í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Herjar jafnt á börn sem fullorðna Eiginleikar bakteríunnar ráða mestu um hversu alvarlegri sýkingu hún veldur. Margar undirtegundir séu til og reglulega komi fram tegundir sem séu sérstaklega ágengar. „Þannig komast þær undan hefðbundnu ónæmissvari líkamans og rjúfa sér síðan þannig leið til að valda þessum alvarlegu sýkingum,“ sagði Valtýr í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þrátt fyrir að fréttir af faraldrinum snúist fyrst og fremst um börn sagði Valtýr að sýkingin væri ekki verri fyrir börn en fullorðna í sjálfu sér. Hún herji hafnt á börn sem fullorðna. „Oft er fréttaflutningur meiri þegar börn veikjast vegna þess að börnin eru það dýrmætasta sem við eigum,“ sagð Valtýr. Leggja varkárni í sýklalyfjanotkun til hliðar Skýrar leiðbeiningar hafa verið í gildi um hvenær skuli leita að streptókokkum, þar á meðal um að ekki skuli leita þeirra hjá bönum yngri en þriggja ára eða hjá börnum með hefðbundin kvefeinkenni. Þær leiðbeiningar og áherslu á að forðast óþarfa sýklalyfjanotkun hefur þurft að leggja til hliðar í faraldrinum nú. „Þröskuldurinn fyrir því að leita að þessari bakteríu hefur lækkað verulega og einmitt líka að meðhöndla,“ sagði Valtýr. Góðu fréttirnar eru að bakterían er venjulega næm fyrir hefðbundnum sýklalyfjum ólíkt sumum öðrum sem séu klókari og nái að sveigja sér framhjá meðferð.
Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01 Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Fleiri fréttir Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Sjá meira
Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01
Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59