Eva Margrét og Guðrún Lilja nýir meðeigendur hjá LEX Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2023 09:41 Eva Margrét Ævarsdóttir og Guðrún Lilja Sigurðardóttir. Aðsend Eva Margrét Ævarsdóttir og Guðrún Lilja Sigurðardóttir hafa bæst í hóp meðeigenda LEX lögmannsstofu. Frá þessu segir í tilkynningu en alls starfa sextíu lögfræðingar hjá LEX og þar af eru nítján eigendur. Ennfremur segir að sjö konur séu nú meðeigendur LEX og hafi aldrei verið fleiri. „Eva Margrét er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hún sérhæfir sig í verkefnum sem tengjast sjálfbærni eða UFS sem vísar til umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (e. environmental, social, governance (ESG)) og leiðir ráðgjöf LEX á því sviði. Eva Margrét sameinar þar víðtæka reynslu sem hún hefur aflað sér í verkefnum og störfum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og þekkingu sem hún hefur markvisst byggt upp á þeim viðurkenndu viðmiðum og römmum sem notaðir eru í sjálfbærnivinnu fyrirtækja. Hún hefur veitt ráðgjöf við grænar og sjálfbærar lánveitingar og margvíslega sjálfbærnifjármögnun, þar á meðal grænna skuldabréfa. Hún hefur einnig unnið að mótun og gerð sjálfbærniskýrslna og ráðgjöf almennt vegna ófjárhagslegrar upplýsingagjafar og upplýsingagjöf aðila á fjármálamarkaði. Þá hefur Eva Margrét veitt ráðgjöf við stefnumótun í sjálfbærni og samþættingu sjálfbærnisjónarmiða við stefnu og markmið fyrirtækja í tengslum við innleiðingu á reglum Evrópusambandsins í sjálfbærni og loftslagsmálum. Eva Margrét er með L.LM gráðu í Evrópurétti frá KU Leuven í Belgíu, lagapróf frá Háskóla Íslands og hefur lokið stjórnendanámi frá IESE Business School í Barcelona. Hún starfaði áður hjá LEX á árunum 2006-2013 en sneri aftur til starfa á stofunni árið 2021. Guðrún Lilja er lögmaður með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Hún leggur megináherslu á samkeppnisrétt, félaga- og skattarétt og samningarétt. Hún hefur einna helst sinnt ráðgjöf til stórra og smárra fyrirtækja og hefur veitt bæði innlendum og erlendum fyrirtækjum víðtæka ráðgjöf í tengslum við rekstur þeirra hér á landi. Þá hefur Guðrún Lilja veitt ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar í tengslum við stór viðskipti og fjárfestingar hér á landi og annast gerð samrunatilkynninga og samskipti við samkeppnisyfirvöld í nokkrum af stærri samrunamálum landsins undanfarin ár. Auk þess sinnir hún málflutningi fyrir héraðsdómstólum og hefur þar m.a. flutt stefnumarkandi mál á sviðum skatta- og félagaréttar. Guðrún Lilja er með ML-próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hóf fyrst störf hjá LEX árið 2012,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Lögmennska Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu en alls starfa sextíu lögfræðingar hjá LEX og þar af eru nítján eigendur. Ennfremur segir að sjö konur séu nú meðeigendur LEX og hafi aldrei verið fleiri. „Eva Margrét er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hún sérhæfir sig í verkefnum sem tengjast sjálfbærni eða UFS sem vísar til umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (e. environmental, social, governance (ESG)) og leiðir ráðgjöf LEX á því sviði. Eva Margrét sameinar þar víðtæka reynslu sem hún hefur aflað sér í verkefnum og störfum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og þekkingu sem hún hefur markvisst byggt upp á þeim viðurkenndu viðmiðum og römmum sem notaðir eru í sjálfbærnivinnu fyrirtækja. Hún hefur veitt ráðgjöf við grænar og sjálfbærar lánveitingar og margvíslega sjálfbærnifjármögnun, þar á meðal grænna skuldabréfa. Hún hefur einnig unnið að mótun og gerð sjálfbærniskýrslna og ráðgjöf almennt vegna ófjárhagslegrar upplýsingagjafar og upplýsingagjöf aðila á fjármálamarkaði. Þá hefur Eva Margrét veitt ráðgjöf við stefnumótun í sjálfbærni og samþættingu sjálfbærnisjónarmiða við stefnu og markmið fyrirtækja í tengslum við innleiðingu á reglum Evrópusambandsins í sjálfbærni og loftslagsmálum. Eva Margrét er með L.LM gráðu í Evrópurétti frá KU Leuven í Belgíu, lagapróf frá Háskóla Íslands og hefur lokið stjórnendanámi frá IESE Business School í Barcelona. Hún starfaði áður hjá LEX á árunum 2006-2013 en sneri aftur til starfa á stofunni árið 2021. Guðrún Lilja er lögmaður með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Hún leggur megináherslu á samkeppnisrétt, félaga- og skattarétt og samningarétt. Hún hefur einna helst sinnt ráðgjöf til stórra og smárra fyrirtækja og hefur veitt bæði innlendum og erlendum fyrirtækjum víðtæka ráðgjöf í tengslum við rekstur þeirra hér á landi. Þá hefur Guðrún Lilja veitt ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar í tengslum við stór viðskipti og fjárfestingar hér á landi og annast gerð samrunatilkynninga og samskipti við samkeppnisyfirvöld í nokkrum af stærri samrunamálum landsins undanfarin ár. Auk þess sinnir hún málflutningi fyrir héraðsdómstólum og hefur þar m.a. flutt stefnumarkandi mál á sviðum skatta- og félagaréttar. Guðrún Lilja er með ML-próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hóf fyrst störf hjá LEX árið 2012,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Lögmennska Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira