Sá besti vill fleiri titla: „Á erfitt með að leyfa litla frænda að vinna í skák“ Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2023 15:16 Róbert Aron Hostert stefnir á enn fleiri titla en þarf fyrst að jafna sig af erfiðum meiðslum. vísir/Ívar Fannar „Það er bara heiður að vera yfir höfuð á þessum lista með þessum mögnuðu leikmönnum,“ segir Róbert Aron Hostert eftir að hafa verið valinn besti leikmaður efstu deildar í handbolta á 21. öldinni. Blaðamaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson tók saman lista yfir bestu leikmenn deildarinnar og raðaði þeim með aðstoð hóps sérfræðinga í sæti 1-50. Róbert varð þar efstur, eftir að hafa á sínum ferli meðal annars orðið Íslandsmeistari fimm sinnum, með Fram, ÍBV og Val. Róbert glímir þessa dagana við erfið meiðsli og hefur ekki getað spilað með Val í síðustu leikjum. Ferlinum er hins vegar ekki lokið og Róbert stefnir á enn fleiri titla, þrátt fyrir að hafa þegar afrekað fleira en langflestir: „Hápunktarnir eru þónokkrir. Maður er búinn að vinna einhverja titla, með sitt hverju liðinu. Maður er búinn að upplifa geðveikina í Eyjum, fyrsta titilinn með Fram og tilfinningarnar þar, og svo Valshraðlestina núna. Lágpunktarnir eru náttúrulega meiðslin og þessi ævintýraferð út til Danmerkur þar sem ég var líka meiddur, og gekk ekki alveg. Maður er því búinn að upplifa ýmislegt,“ segir Róbert sem spilaði með Mors-Thy í Danmörku tvö tímabil á árunum 2014-2016 en hefur annars spilað í Olís-deildinni. Með frábæra samherja og þjálfara Róbert er hógvær vegna nýja titilsins sem besti leikmaður aldarinnar: „Ég spilaði með frábærum leikmönnum og fyrir frábæra þjálfara, og nýt góðs af því. Þetta er auðvitað ekki einstaklingssport. Maður reynir núna að miðla einhverri reynslu eins og maður saug í sig reynslu frá eldri leikmönnum þegar maður var yngri. Það venst vel að vinna titla svo maður gerir allt til þess,“ segir Róbert sem á erfitt með að hundsa keppnisskapið: „Ég er mjög tapsár. Ég á erfitt með að leyfa litla frænda að vinna í skák og eitthvað svona. Keppnisskapið er partur af þessu.“ Aðspurður hvort stefnan sé sett á fleiri titla segir Róbert, sem glímir við brjósklos í hálsi: „Já, klárlega. En það er sárt að vera meiddur og geta ekki hjálpað til. Þeir eru í fáránlegu álagi og það er erfitt að horfa á það. En auðvitað stefnum við alltaf á alla titla og gerum það áfram. Nú er bara að koma sér í stand og safna enn fleirum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Valur Fram ÍBV Tengdar fréttir Svaf ekki í viku vegna verstu meiðsla sem hann hefur lent í Róbert Aron Hostert, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals, segir að meiðslin sem hann glímir nú við séu þau verstu sem hann hafi upplifað. 2. febrúar 2023 08:01 Fimmtíu bestu: Svifbergur Sigurbergur Sveinsson endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 17. febrúar 2023 09:00 Fimmtíu bestu: Börsungahrellirinn Halldór Ingólfsson endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 16. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 14. febrúar 2023 10:01 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Blaðamaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson tók saman lista yfir bestu leikmenn deildarinnar og raðaði þeim með aðstoð hóps sérfræðinga í sæti 1-50. Róbert varð þar efstur, eftir að hafa á sínum ferli meðal annars orðið Íslandsmeistari fimm sinnum, með Fram, ÍBV og Val. Róbert glímir þessa dagana við erfið meiðsli og hefur ekki getað spilað með Val í síðustu leikjum. Ferlinum er hins vegar ekki lokið og Róbert stefnir á enn fleiri titla, þrátt fyrir að hafa þegar afrekað fleira en langflestir: „Hápunktarnir eru þónokkrir. Maður er búinn að vinna einhverja titla, með sitt hverju liðinu. Maður er búinn að upplifa geðveikina í Eyjum, fyrsta titilinn með Fram og tilfinningarnar þar, og svo Valshraðlestina núna. Lágpunktarnir eru náttúrulega meiðslin og þessi ævintýraferð út til Danmerkur þar sem ég var líka meiddur, og gekk ekki alveg. Maður er því búinn að upplifa ýmislegt,“ segir Róbert sem spilaði með Mors-Thy í Danmörku tvö tímabil á árunum 2014-2016 en hefur annars spilað í Olís-deildinni. Með frábæra samherja og þjálfara Róbert er hógvær vegna nýja titilsins sem besti leikmaður aldarinnar: „Ég spilaði með frábærum leikmönnum og fyrir frábæra þjálfara, og nýt góðs af því. Þetta er auðvitað ekki einstaklingssport. Maður reynir núna að miðla einhverri reynslu eins og maður saug í sig reynslu frá eldri leikmönnum þegar maður var yngri. Það venst vel að vinna titla svo maður gerir allt til þess,“ segir Róbert sem á erfitt með að hundsa keppnisskapið: „Ég er mjög tapsár. Ég á erfitt með að leyfa litla frænda að vinna í skák og eitthvað svona. Keppnisskapið er partur af þessu.“ Aðspurður hvort stefnan sé sett á fleiri titla segir Róbert, sem glímir við brjósklos í hálsi: „Já, klárlega. En það er sárt að vera meiddur og geta ekki hjálpað til. Þeir eru í fáránlegu álagi og það er erfitt að horfa á það. En auðvitað stefnum við alltaf á alla titla og gerum það áfram. Nú er bara að koma sér í stand og safna enn fleirum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Valur Fram ÍBV Tengdar fréttir Svaf ekki í viku vegna verstu meiðsla sem hann hefur lent í Róbert Aron Hostert, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals, segir að meiðslin sem hann glímir nú við séu þau verstu sem hann hafi upplifað. 2. febrúar 2023 08:01 Fimmtíu bestu: Svifbergur Sigurbergur Sveinsson endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 17. febrúar 2023 09:00 Fimmtíu bestu: Börsungahrellirinn Halldór Ingólfsson endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 16. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 14. febrúar 2023 10:01 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Svaf ekki í viku vegna verstu meiðsla sem hann hefur lent í Róbert Aron Hostert, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals, segir að meiðslin sem hann glímir nú við séu þau verstu sem hann hafi upplifað. 2. febrúar 2023 08:01
Fimmtíu bestu: Svifbergur Sigurbergur Sveinsson endaði í 2. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 17. febrúar 2023 09:00
Fimmtíu bestu: Börsungahrellirinn Halldór Ingólfsson endaði í 3. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 16. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Mundu eftir prótótýpunni Ásgeir Örn Hallgrímsson endaði í 4. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 15. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Gæðastjórinn og sóknarséníið í Krikanum Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 14. febrúar 2023 10:01