Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hefur sætt gagnrýni eftir vonbrigði íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í janúar þar sem liðið náði ekki markmiði sínu um að komast í átta liða úrslit. Dagur hefur verið orðaður við stöðuna en gefur lítið fyrir orðrómana.
Aðspurður hvort hann sé farin að skoða sín næstu skref á þjálfaraferlinum eftir samningslokin í Japan haustið 2024 segir Dagur:
„Nei, í rauninni ekki. Ég hef ekkert pælt í því. Ég veit að það eru margir að hugsa um íslenska landsliðið, fyrir mína hönd. Ég hef alveg sagt það; ég er til í að skoða það þegar mínum samningi lýkur,“.
Dagur var þá spurður hvert svar hans yrði ef HSÍ myndi slá á þráðinn til hans og bjóða honum stöðuna í dag.
„Ef það er 2024 og í ágúst þá sest ég að borðinu og við skoðum málin. En það er bara ekki staður né stund fyrir þetta, því miður,“ segir Dagur.