Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttir á Stöð 2. Stöð 2

Verði tillaga um verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. Við fjöllum nánar um málið og ræðum við formann Eflingar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kemur forseti ASÍ til okkar í settið og fer yfir þessa fordæmalausu stöðu.

Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili. Hún skorar á ráðherra að setja lög um eftirlit og rekstur slíkra heimila. Málefni heimilislausra og skortur á úrræðum hefur verið til umræðu en í kvöldfréttum sjáum við einnig brot úr fréttaskýringaþættinum Kompás, sem verður sýndur eftir fréttir. Þar fáum við innsýn í daglegt líf heimilislausra og kynnumst þeim Maríönnu og Ragnari sem búa í neyðarskýlum borgarinnar.

Þá sjáum við einnig glænýja fylgiskönnun Maskínu og kíkjum á Reykjavíkurflugvöll – þar sem hafa verið óvenjulega miklar annir vegna veðurs og verkfalla. Svo verðum við í beinni með mögulegum Íslandsmeistara í bolluáti.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×