Liverpool að finna taktinn í þann mund sem það undirbýr hefnd fyrir París Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2023 10:00 Mohamed Salah hefur iðinn við kolann í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Heldur það áfram í kvöld? EPA-EFE/YOAN VALAT Liverpool og Real Madríd mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Segja má að lærisveinar Jürgen Klopp eigi harma að hefna eftir að tapa fyrir Real í úrslitum keppninnar á síðustu leiktíð. Fyrri leikur liðanna fer fram á Anfield í kvöld og verður barist til síðasta manns. Liverpool og Real Madríd mættust í leik sem verður ef til vill minnst fyrir hvað átti sér stað fyrir leik heldur en leiksins sjálfs. Fjöldi stuðningsfólks beggja liða, Liverpool þó meira en Real, lenti í miður skemmtilegri lífsreynslu fyrir leik þar sem lögreglan í París hafði enga stjórn á aðstæðum og beitti meðal annars táragasi. Visual investigation we published last year into the catastrophic safety failures at the Champions League final; Report this week found Uefa had primary responsibility ;Uefa has not acknowledged its responsibility, in the 9 months since. https://t.co/8wCNLsnNGL— David Conn (@david_conn) February 17, 2023 Það var svo í þessum mánuði sem UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, axlaði loks ábyrgð á því sem fram fór fyrir utan Stade de France-leikvanginn í París. Hvað leikinn í París varðar þá var Liverpool mun sterkari aðilinn en Thibaut Courtois átti stórleik í marki Madríd og sá til þess að staðan var enn jöfn á 59. mínútu þegar Federico Valverde óð upp hægri vænginn. THAT Thibaut Courtois display @thibautcourtois || #UCL pic.twitter.com/83e5N9spSV— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 20, 2023 Úrúgvæinn Valverde gaf á endanum fyrir markið þar sem Vinícius Júnior var mættur til að skora það sem reyndist eina mark leiksins. Fór að svo að Real Madríd vann leikinn 1-0 og Liverpool mistókst að hefna fyrir tapið frá því 2018. Í aðdraganda úrslitaleiksins hafði mikið hafði sá leikur verið mikið verið í umræðunni en Mohamed Salah fór meiddur af velli og Loris Karius, þáverandi markvörður Liverpool, gerði skelfileg mistök. Þegar drátturinn í 16-liða úrslitunum var ljós stefndi allt í að Real færi enn og aftur með sigur af hólmi. Liverpool var hvorki fugl né fiskur og þó lærisveinar Carlo Ancelotti væru ekki upp á sitt besta virtist sem liðið frá Bítlaborginni væri heillum horfið. Það skemmtilega við fótboltann er hins vegar hversu fljótt hlutirnir geta breyst. Allt í einu hefur Liverpool unnið tvo örugga 2-0 sigra í röð og virðist vera að finna sitt fyrrum form. Real Madríd tapaði óvænt fyrir Mallorca þann 5. febrúar en hefur síðan unnið fjóra leiki, þar á meðal tvo sem tryggðu liðinu sigur á HM félagsliða. Það að vinna fjóra leiki er aldrei slæmt en að spila fjóra leiki á aðeins 13 dögum getur haft áhrif. Gestirnir frá Spáni verða án hins reynslu mikla Toni Kroos og hins kraftmikla Aurélien Tchouaméni í leiknum á morgun. Það munar um minna og ætti sú staðreynd að gefa Liverpool byr undir báða vængi. Hvað þá ef framherjinn Darwin Núñez verður með. Hann virðist loks vera búinn að finna út hvar markið er staðsett. Hann meiddist hins vegar á öxl í sigrinum gegn Newcastle United um helgina. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Liverpool og Real Madríd mættust í leik sem verður ef til vill minnst fyrir hvað átti sér stað fyrir leik heldur en leiksins sjálfs. Fjöldi stuðningsfólks beggja liða, Liverpool þó meira en Real, lenti í miður skemmtilegri lífsreynslu fyrir leik þar sem lögreglan í París hafði enga stjórn á aðstæðum og beitti meðal annars táragasi. Visual investigation we published last year into the catastrophic safety failures at the Champions League final; Report this week found Uefa had primary responsibility ;Uefa has not acknowledged its responsibility, in the 9 months since. https://t.co/8wCNLsnNGL— David Conn (@david_conn) February 17, 2023 Það var svo í þessum mánuði sem UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, axlaði loks ábyrgð á því sem fram fór fyrir utan Stade de France-leikvanginn í París. Hvað leikinn í París varðar þá var Liverpool mun sterkari aðilinn en Thibaut Courtois átti stórleik í marki Madríd og sá til þess að staðan var enn jöfn á 59. mínútu þegar Federico Valverde óð upp hægri vænginn. THAT Thibaut Courtois display @thibautcourtois || #UCL pic.twitter.com/83e5N9spSV— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 20, 2023 Úrúgvæinn Valverde gaf á endanum fyrir markið þar sem Vinícius Júnior var mættur til að skora það sem reyndist eina mark leiksins. Fór að svo að Real Madríd vann leikinn 1-0 og Liverpool mistókst að hefna fyrir tapið frá því 2018. Í aðdraganda úrslitaleiksins hafði mikið hafði sá leikur verið mikið verið í umræðunni en Mohamed Salah fór meiddur af velli og Loris Karius, þáverandi markvörður Liverpool, gerði skelfileg mistök. Þegar drátturinn í 16-liða úrslitunum var ljós stefndi allt í að Real færi enn og aftur með sigur af hólmi. Liverpool var hvorki fugl né fiskur og þó lærisveinar Carlo Ancelotti væru ekki upp á sitt besta virtist sem liðið frá Bítlaborginni væri heillum horfið. Það skemmtilega við fótboltann er hins vegar hversu fljótt hlutirnir geta breyst. Allt í einu hefur Liverpool unnið tvo örugga 2-0 sigra í röð og virðist vera að finna sitt fyrrum form. Real Madríd tapaði óvænt fyrir Mallorca þann 5. febrúar en hefur síðan unnið fjóra leiki, þar á meðal tvo sem tryggðu liðinu sigur á HM félagsliða. Það að vinna fjóra leiki er aldrei slæmt en að spila fjóra leiki á aðeins 13 dögum getur haft áhrif. Gestirnir frá Spáni verða án hins reynslu mikla Toni Kroos og hins kraftmikla Aurélien Tchouaméni í leiknum á morgun. Það munar um minna og ætti sú staðreynd að gefa Liverpool byr undir báða vængi. Hvað þá ef framherjinn Darwin Núñez verður með. Hann virðist loks vera búinn að finna út hvar markið er staðsett. Hann meiddist hins vegar á öxl í sigrinum gegn Newcastle United um helgina. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu