Hefur fulla trú á að samningar náist Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2023 23:17 Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ. Stöð 2/Arnar Forseti ASÍ segir verkbann sem Samtök atvinnulífsins boða vera aðgerðir sem muni hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið. Hann segir að honum lítist ekkert á það hvert kjaradeila SA og Eflingar er komin en að hann hafi þó fulla trú á að hægt verði að landa samningum. „Þetta auðvitað leggst ekki vel í mann, að deilan sé komin á þennan stað. Hún er búin að vera í miklum hnút og nú eru atvinnurekendur að grípa til aðgerða sem munu hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson. Hann ræddi stöðuna í kjaraviðræðunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem ítarlega var farið yfir atburði dagsins. Hann telur að útspil Samtaka atvinnulífsins sé ekki til þess fallið að auðvelda deiluna og að betra hefði verið að samningsaðilar reyndu að leysa ágreining sinn við samningsborðið. Samkomulag krefjist ríks samningsvilja Kristján Þórður segir að hann hafi fulla trú á því að Efling og SA muni á endanum ná saman en að til þess þurfi að vera ríkur samningsvilji beggja vegna borðsins. „Aðilar notuðu helgina og síðusta daga síðustu viku til að reyna að leita allra leiða til að ná samningum. Það tókst því miður ekki en ég hef fulla trú á að þetta sé mögulegt,“ segir hann. Heldur þú að þetta sé farið að snúast of mikið um persónur? Ég held að Samtök atvinnulífsins þurfi að gefa sér meiri tíma og kraft í að setjast niður og finna leiðir með Eflingu, til að leiða þetta til lykta og ná kjarasamningi. Ég held að fókusinn þurfi svolítið að fara þangað í stað þess að búa til enn meiri deilur,“ segir Kristján Þórður að lokum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög ASÍ Tengdar fréttir Telur að félagsmenn samþykki verkbann Verði verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. 20. febrúar 2023 19:12 Verkfallsboðanir samþykktar Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta. 20. febrúar 2023 19:25 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
„Þetta auðvitað leggst ekki vel í mann, að deilan sé komin á þennan stað. Hún er búin að vera í miklum hnút og nú eru atvinnurekendur að grípa til aðgerða sem munu hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson. Hann ræddi stöðuna í kjaraviðræðunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem ítarlega var farið yfir atburði dagsins. Hann telur að útspil Samtaka atvinnulífsins sé ekki til þess fallið að auðvelda deiluna og að betra hefði verið að samningsaðilar reyndu að leysa ágreining sinn við samningsborðið. Samkomulag krefjist ríks samningsvilja Kristján Þórður segir að hann hafi fulla trú á því að Efling og SA muni á endanum ná saman en að til þess þurfi að vera ríkur samningsvilji beggja vegna borðsins. „Aðilar notuðu helgina og síðusta daga síðustu viku til að reyna að leita allra leiða til að ná samningum. Það tókst því miður ekki en ég hef fulla trú á að þetta sé mögulegt,“ segir hann. Heldur þú að þetta sé farið að snúast of mikið um persónur? Ég held að Samtök atvinnulífsins þurfi að gefa sér meiri tíma og kraft í að setjast niður og finna leiðir með Eflingu, til að leiða þetta til lykta og ná kjarasamningi. Ég held að fókusinn þurfi svolítið að fara þangað í stað þess að búa til enn meiri deilur,“ segir Kristján Þórður að lokum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög ASÍ Tengdar fréttir Telur að félagsmenn samþykki verkbann Verði verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. 20. febrúar 2023 19:12 Verkfallsboðanir samþykktar Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta. 20. febrúar 2023 19:25 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Telur að félagsmenn samþykki verkbann Verði verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. 20. febrúar 2023 19:12
Verkfallsboðanir samþykktar Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta. 20. febrúar 2023 19:25