Kardóbær Tómas Ellert Tómasson skrifar 21. febrúar 2023 07:00 Kardóbær er yndislegur bær á Suðurlandi, fullur af skrítnum húsum og skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum. Þekktur er bærinn fyrir friðsæld og veðurfar sem ekki fyrirfinnst annarsstaðar á Íslandi. Þrennt er það þó sem að ógnar friðsældinni í Kardóbæ, þrír kostulegir ræningjar, ógurlega ljónið þeirra sem elskar mjólkursúkkulaði og hin ráðríka og skapstygga en jafnframt hin fallega og góða Soffía frænka. Ræningjarnir þrír Ræningjarnir kostulegu Kjasper, Bresper og Sjónatan sem yfirgefnir af móður sinni urðu frægir af endemum er þeir fengu sína korter af frægð í goðsagnakennda raunveruleikasjónvarpsþættinum „Allt í skrúfunni“. Fyrir þá sem ekki vita, að þá fær sá flest stig í þeim þætti sem getur nítt sem mest skóinn af nágrannanum, logið uppá hann sakir og boðið uppá sem flest tonn og rúmmetra af bjór og pizzum, sérstaklega stuttu fyrir lýðræðislegar kosningar. Fyrir það eru gefin auka stig. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fengu ræningjarnir 12+ stig, fullt hús stiga. Og félagar þeirra í kjölfarið hreinan meirihluta í bæjarstjórn Kardóbæjar. Ræningjarnir þrír eru ýmsum „hæfileikum“ gæddir. Sá elsti, Kjasper, er þeim hæfileikum gæddur að vita ekki skilgreininguna á fermeter, sá í miðjunni Bresper veit ekki muninn á réttu og röngu og sá yngsti Sjónatan, veit ekki neitt. Ræningjarnir þrír eru ekki miklar mannvitsbrekkur svona miðað við…fólk. Ljónið Ljónið, krúttið, Ljónsi beib. Ljónsi beib eyðir mestum tíma sínum upp í rúmi jórtrandi mjólkursúkkulaði. Hann er krútt, Mjaw! Þegar ljónið geiflar sig og grettir, teygir loppurnar fram eftir góðan lúr og prumpar, hleypur dáleg dýrð af hræddum dýrum undir hans mjöðm. Þannig hefur það verið undanfarin tuttugu og fimm ár í Kardóbæ. Prump og fart og flest dýr hlaupa undir hans bagga. Hárlausan bagga sem hefur stækkað og þyngst í áranna rás. Soffía frænka Soffía bæjarstýra í Kardóbæ á fullt í fangi með að stýra bænum með ræningjana og ljónið innanbæjar. Ræningjarnir og ljónið eru alltaf að biðja um meiri þrif og meiri mat. Soffía, glaðlynda framfarasinnaðaætta og eftirlætisdúlla samfélagsins í Kardóbæ, skilur ekkert hvernig í heitapotta er snúið með Ræningjana þrjá og ljónið innanborðs. Hún áttar sig ekki á því í dag að ræningjarnir og ljónið ætla sér að éta hana. Hún fattar það ekki. Það er komið að íbúum Kardóbæjar sem fylgjast meðvirknislega með þróuninni að láta hana vita að ræningjarnir og ljónið séu ekki góður félagsskapur og ætla sér að éta hana. Hún Soffía, sem við elskum öll og dáum ætti að drífa sig yfir í hitt liðið hið snarasta. Það lið spilar sóknarbolta, er framsækið og mun slá í gegn. Við stöndum öll með þér Soffía! Dissum, dei! Höfundur er byggingarverkfræðingur og oddviti Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Miðflokkurinn Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Kardóbær er yndislegur bær á Suðurlandi, fullur af skrítnum húsum og skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum. Þekktur er bærinn fyrir friðsæld og veðurfar sem ekki fyrirfinnst annarsstaðar á Íslandi. Þrennt er það þó sem að ógnar friðsældinni í Kardóbæ, þrír kostulegir ræningjar, ógurlega ljónið þeirra sem elskar mjólkursúkkulaði og hin ráðríka og skapstygga en jafnframt hin fallega og góða Soffía frænka. Ræningjarnir þrír Ræningjarnir kostulegu Kjasper, Bresper og Sjónatan sem yfirgefnir af móður sinni urðu frægir af endemum er þeir fengu sína korter af frægð í goðsagnakennda raunveruleikasjónvarpsþættinum „Allt í skrúfunni“. Fyrir þá sem ekki vita, að þá fær sá flest stig í þeim þætti sem getur nítt sem mest skóinn af nágrannanum, logið uppá hann sakir og boðið uppá sem flest tonn og rúmmetra af bjór og pizzum, sérstaklega stuttu fyrir lýðræðislegar kosningar. Fyrir það eru gefin auka stig. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fengu ræningjarnir 12+ stig, fullt hús stiga. Og félagar þeirra í kjölfarið hreinan meirihluta í bæjarstjórn Kardóbæjar. Ræningjarnir þrír eru ýmsum „hæfileikum“ gæddir. Sá elsti, Kjasper, er þeim hæfileikum gæddur að vita ekki skilgreininguna á fermeter, sá í miðjunni Bresper veit ekki muninn á réttu og röngu og sá yngsti Sjónatan, veit ekki neitt. Ræningjarnir þrír eru ekki miklar mannvitsbrekkur svona miðað við…fólk. Ljónið Ljónið, krúttið, Ljónsi beib. Ljónsi beib eyðir mestum tíma sínum upp í rúmi jórtrandi mjólkursúkkulaði. Hann er krútt, Mjaw! Þegar ljónið geiflar sig og grettir, teygir loppurnar fram eftir góðan lúr og prumpar, hleypur dáleg dýrð af hræddum dýrum undir hans mjöðm. Þannig hefur það verið undanfarin tuttugu og fimm ár í Kardóbæ. Prump og fart og flest dýr hlaupa undir hans bagga. Hárlausan bagga sem hefur stækkað og þyngst í áranna rás. Soffía frænka Soffía bæjarstýra í Kardóbæ á fullt í fangi með að stýra bænum með ræningjana og ljónið innanbæjar. Ræningjarnir og ljónið eru alltaf að biðja um meiri þrif og meiri mat. Soffía, glaðlynda framfarasinnaðaætta og eftirlætisdúlla samfélagsins í Kardóbæ, skilur ekkert hvernig í heitapotta er snúið með Ræningjana þrjá og ljónið innanborðs. Hún áttar sig ekki á því í dag að ræningjarnir og ljónið ætla sér að éta hana. Hún fattar það ekki. Það er komið að íbúum Kardóbæjar sem fylgjast meðvirknislega með þróuninni að láta hana vita að ræningjarnir og ljónið séu ekki góður félagsskapur og ætla sér að éta hana. Hún Soffía, sem við elskum öll og dáum ætti að drífa sig yfir í hitt liðið hið snarasta. Það lið spilar sóknarbolta, er framsækið og mun slá í gegn. Við stöndum öll með þér Soffía! Dissum, dei! Höfundur er byggingarverkfræðingur og oddviti Miðflokksins í Svf. Árborg.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun