Óskaði eftir vinum fyrir son sinn á Facebook Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 21:00 Christian Bower á nú fleiri vini en hann getur talið. Facebook „Ég mun greiða þér fyrir að vera vinur sonar míns í tvo daga í hverjum mánuði, í tvær klukkustundir í senn. Það eina sem þú þarft að gera er að sitja með honum í herberginu hans og spila tölvuleiki. Ekkert annað.“ Þannig hljómar auglýsing sem móðir ungs manns birti á Facebook síðu sinni þann 4.febrúar síðastliðinn. Undirtektirnar voru vægast sagt gífurlegar. Christian Bower er 24 ára maður með Downs heilkenni sem býr með foreldrum sínum og tveimur systrum í bænum Saint Charles í Missouri. Today og fjölmargir aðrir bandarískir miðlar birtu sögu Christians nú á dögunum. Í samtali við Today segir Donna Herter, móðir Christian að syni hennar hafi gengið þokkalega vel félagslega þegar hann var í menntaskóla en hann hafi þó aldrei náð að mynda almennileg vináttusambönd. Að lokinni útskrift hafi hann staðið eftir algjörlega vinalaus og einmana. „Um helgar horfði Christian á eftir systrum sínum fara í partý og gista hjá vinum sínum á meðan hann sat einn eftir heima,“ segir Donna og bætir við að Christian sé algjör félagsvera. „Þegar við erum úti á meðal fólks er hann vanur að bjóða hverjum sem er að slást í hópinn. Einu sinni vorum við á pítsastað þegar hann tók upp á því að bjóða fimmtán byggingaverkamönnum að setjast við borðið hjá okkur, sem þeir gerðu.“ Móðir Christian segist aldrei hafa búist við að færslan myndi fá eins mikil viðbrögð og raun ber vitni.Facebook Ótrúlegar undirtektir Donna segir hugmyndina um að óska eftir vinum handa Christian hafa sprottið út frá samræðum hennar og föður Christian eitt kvöldið. Hugsaði hún með sér að ef til vill væri einhver íbúi á svæðinu sem væri í leit að aukatekjum og væri til í að fá greitt fyrir að samverustundir með syni hennar. „Ég hugsaði með mér að á þennan hátt gætu þeir báðir notið góðs af.“ Donna tók fram í auglýsingunni að hún væri að leita að ungum manni á aldrinum 20 til 28 ára sem væri til í að afla sér aukatekna og fá greidda 40 dollara á tímann. Hún ítrekaði að greiðsla væri í boði, þar sem hún vildi tryggja að þeir sem svöruðu væri alvara um að mæta. Þá tók hún fram að sonur hennar myndi ekki vita um þóknunina. Christian er ólæs en Donna lét hlekk á Facebook síðu hans fylgja með í auglýsingunni. Hún segist hafa farið að sofa eftir að hún birti auglýsinguna. Þegar hún vaknaði daginn eftir og kíkti inn á Facebook sá að hún að færslunni hafði verið deilt yfir sex þúsund sinnum, af einstaklingum út um allan heim, þar á meðal Írlandi, Ástralíu, Japan og Nígeríu. Þá höfðu fjölmargir foreldrar barna með sérþarfir skrifað athugasemdir undir færsluna þar sem þeir deildu reynslu sinni. „Það voru mörg þúsund athugasemdir og skilaboð frá fólki sem óskaði eftir að vera vinur Christian. Við erum búin að heyra í fólki allstaðar að úr heiminum, Evrópu, Afríku, Egyptalandi, Íslandi og meira að segja Ástralíu,“ segir Donna. Þá segist hún aldrei hafa búist við að færslan myndi fá slíkar undirtektir. „Ég bjóst í mesta lagi við því að nokkrir úr nágrenninu myndu hafa samband og vilja hjálpa Christian.“ Uppbókaður fram á sumar Eftir að færslan birtist hafa fjórir einstaklingar tekið að sér að vera vinur Christian, og hafa þeir allir afþakkað greiðslu fyrir að heimsækja hann. Donna segir mennina alla hafa reynst syni hennar vel. Christian og vinir hans hanga saman í herberginu hans, horfa á bíómyndir og spila tölvuleiki. „Ég segi við hann: Christian, það er kominn nýr vinur sem vill vera með þér,“ segir Donna og bætir við að sonur hennar sé alltaf svo spenntur fyrir að kynnast nýjum vinum að honum detti aldrei í hug að spyrja hana nánar út í þá. Fyrr í mánuðinum komu átta lögreglumenn úr heimabæ Christian í heimsókn til hans, til þess eins að veita honum félagsskap og komu þeir færandi hendi með pizzur og kökur. Þá hafa lögreglunemar boðist til að fara með honum í keilu og slökkvilið bæjarins hefur boðið honum í heimsókn. Nú er svo komið að eftirspurnin er svo mikil að Donna bjó til sérstaka dagatal til að geta haft yfirsýn yfir allar heimsóknirnar. Eins og stendur er Christian „uppbókaður“ fram í júlí. Donna segist vera snortin yfir viðbrögðunum. „Christian segir að það sé „eins og í himnaríki“ að eiga vini. Hann fer brosandi að sofa og þegar hann talar við sjálfa sig þá veit ég að hann er að endurupplifa þetta allt saman.“ Donna hefur þó einnig mætt gagnrýnisröddum fyrir að auglýsa eftir vinum fyrir Christian. Þannig hafa sumir sakað hana um að „selja“ son sinn. Hún þvertekur fyrir slíkt. „Ég er ekki að selja strákinn minn, ég er að selja tvær klukkustundir af frítíma hans,“ segir hún og bætir við að fólk eigi almennt erfitt með að gera sér grein fyrir þeim hindrunum sem börn með sérþarfir þurfa að mæta á hverjum degi. Facebook Downs-heilkenni Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Sjá meira
Þannig hljómar auglýsing sem móðir ungs manns birti á Facebook síðu sinni þann 4.febrúar síðastliðinn. Undirtektirnar voru vægast sagt gífurlegar. Christian Bower er 24 ára maður með Downs heilkenni sem býr með foreldrum sínum og tveimur systrum í bænum Saint Charles í Missouri. Today og fjölmargir aðrir bandarískir miðlar birtu sögu Christians nú á dögunum. Í samtali við Today segir Donna Herter, móðir Christian að syni hennar hafi gengið þokkalega vel félagslega þegar hann var í menntaskóla en hann hafi þó aldrei náð að mynda almennileg vináttusambönd. Að lokinni útskrift hafi hann staðið eftir algjörlega vinalaus og einmana. „Um helgar horfði Christian á eftir systrum sínum fara í partý og gista hjá vinum sínum á meðan hann sat einn eftir heima,“ segir Donna og bætir við að Christian sé algjör félagsvera. „Þegar við erum úti á meðal fólks er hann vanur að bjóða hverjum sem er að slást í hópinn. Einu sinni vorum við á pítsastað þegar hann tók upp á því að bjóða fimmtán byggingaverkamönnum að setjast við borðið hjá okkur, sem þeir gerðu.“ Móðir Christian segist aldrei hafa búist við að færslan myndi fá eins mikil viðbrögð og raun ber vitni.Facebook Ótrúlegar undirtektir Donna segir hugmyndina um að óska eftir vinum handa Christian hafa sprottið út frá samræðum hennar og föður Christian eitt kvöldið. Hugsaði hún með sér að ef til vill væri einhver íbúi á svæðinu sem væri í leit að aukatekjum og væri til í að fá greitt fyrir að samverustundir með syni hennar. „Ég hugsaði með mér að á þennan hátt gætu þeir báðir notið góðs af.“ Donna tók fram í auglýsingunni að hún væri að leita að ungum manni á aldrinum 20 til 28 ára sem væri til í að afla sér aukatekna og fá greidda 40 dollara á tímann. Hún ítrekaði að greiðsla væri í boði, þar sem hún vildi tryggja að þeir sem svöruðu væri alvara um að mæta. Þá tók hún fram að sonur hennar myndi ekki vita um þóknunina. Christian er ólæs en Donna lét hlekk á Facebook síðu hans fylgja með í auglýsingunni. Hún segist hafa farið að sofa eftir að hún birti auglýsinguna. Þegar hún vaknaði daginn eftir og kíkti inn á Facebook sá að hún að færslunni hafði verið deilt yfir sex þúsund sinnum, af einstaklingum út um allan heim, þar á meðal Írlandi, Ástralíu, Japan og Nígeríu. Þá höfðu fjölmargir foreldrar barna með sérþarfir skrifað athugasemdir undir færsluna þar sem þeir deildu reynslu sinni. „Það voru mörg þúsund athugasemdir og skilaboð frá fólki sem óskaði eftir að vera vinur Christian. Við erum búin að heyra í fólki allstaðar að úr heiminum, Evrópu, Afríku, Egyptalandi, Íslandi og meira að segja Ástralíu,“ segir Donna. Þá segist hún aldrei hafa búist við að færslan myndi fá slíkar undirtektir. „Ég bjóst í mesta lagi við því að nokkrir úr nágrenninu myndu hafa samband og vilja hjálpa Christian.“ Uppbókaður fram á sumar Eftir að færslan birtist hafa fjórir einstaklingar tekið að sér að vera vinur Christian, og hafa þeir allir afþakkað greiðslu fyrir að heimsækja hann. Donna segir mennina alla hafa reynst syni hennar vel. Christian og vinir hans hanga saman í herberginu hans, horfa á bíómyndir og spila tölvuleiki. „Ég segi við hann: Christian, það er kominn nýr vinur sem vill vera með þér,“ segir Donna og bætir við að sonur hennar sé alltaf svo spenntur fyrir að kynnast nýjum vinum að honum detti aldrei í hug að spyrja hana nánar út í þá. Fyrr í mánuðinum komu átta lögreglumenn úr heimabæ Christian í heimsókn til hans, til þess eins að veita honum félagsskap og komu þeir færandi hendi með pizzur og kökur. Þá hafa lögreglunemar boðist til að fara með honum í keilu og slökkvilið bæjarins hefur boðið honum í heimsókn. Nú er svo komið að eftirspurnin er svo mikil að Donna bjó til sérstaka dagatal til að geta haft yfirsýn yfir allar heimsóknirnar. Eins og stendur er Christian „uppbókaður“ fram í júlí. Donna segist vera snortin yfir viðbrögðunum. „Christian segir að það sé „eins og í himnaríki“ að eiga vini. Hann fer brosandi að sofa og þegar hann talar við sjálfa sig þá veit ég að hann er að endurupplifa þetta allt saman.“ Donna hefur þó einnig mætt gagnrýnisröddum fyrir að auglýsa eftir vinum fyrir Christian. Þannig hafa sumir sakað hana um að „selja“ son sinn. Hún þvertekur fyrir slíkt. „Ég er ekki að selja strákinn minn, ég er að selja tvær klukkustundir af frítíma hans,“ segir hún og bætir við að fólk eigi almennt erfitt með að gera sér grein fyrir þeim hindrunum sem börn með sérþarfir þurfa að mæta á hverjum degi.
Facebook Downs-heilkenni Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fleiri fréttir Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“