Mótvægisaðgerðir vegna Covid námu 450 milljörðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. febrúar 2023 18:01 Stjórnvöld vörðu 450 milljörðum í mótvægisaðgerðir vegna Covid. Vísir/Vilhelm Mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs Covid á árunum 2020 til 2022 námu alls 450 milljörðum króna, eða 4,5 prósentum af landsframleiðslu á tímabilinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að með aðgerðunum hafi tekist að varðveita kaupmátt heimilanna svo innlend eftirspurn héldist sterk, auk þess að forða fjölda gjaldþrota og atvinnumissi. Hvort tveggja hafi rutt brautina fyrir kröftugan efnahagsbata sem hafist hafi árið 2021. Þetta er byggt á lokaskýrslu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið vann um viðbrögð við faraldrinum, sem mörg voru kynnt fljótlega eftir upphaf hans. Aðgerðirnar hafi miðað að því að draga úr óvissu, viðhalda eftirspurn á meðan áhrifa faraldursins gætti og varðveita framleiðslugetu hagkerfisins. „Aðgerðirnar voru í megindráttum sambærilegar aðgerðum nágrannaríkja og lögðust á sveif með sterku sjálfvirku viðbragði skattkerfis og atvinnuleysisbóta. Afleiðing þessa var sú að halli hins opinbera varð sá annar mesti í lýðveldissögunni. Tölulegum fjármálareglum laga um opinber fjármál var vikið til hliðar og fjármálastefnan endurskoðuð. Góð staða ríkissjóðs, sterk erlend staða þjóðarbúsins og takmörkuð skuldsetning einkaaðila voru forsendur þess að hægt var að bregðast við af krafti án þess að lánshæfi ríkissjóðs eða gengisstöðugleika stæði ógn af hallarekstri og skuldaaukningu ríkissjóðs,“ segir í tilkynningunni. Fjármunum forgangsraðað Þá kemur fram að 320 af þeim 450 milljörðum sem runnu í mótvægisaðgerðirnar hafi haft bein áhrif á afkomu ríkissjóðs, hvort sem var í formi útgjaldaauka eða minni skattheimtu. Aðrar aðgerðir sem ekki hafi komið fram með beinum hætti hafi þó einnig verið umfangsmiklar. Þar hafi verið um að ræða skattfrestanir, ríkistryggð lán, ábyrgðir og heimild til úttektar séreignarsparnaðar. Fjármunum hafi verið forgangsraðað til heilbrigðisimála á meðan stuðningi við atvinnulíf og heimili hafi verið ætlað að bregðast við sértækum vanda þeirra sem urðu fyrir mestum efnahagsáhrifum vegna faraldursins. „Á tímabili faraldursins jókst kaupmáttur allra tekjuhópa en mest var aukningin hjá þeim sem höfðu lægstar tekjur. Þá voru skólalokanir óvíða jafn fátíðar og hér á landi. Rannsóknir benda til þess að skólalokanir hafa neikvæð langtíma áhrif á hæfni og framtíðartekjur einstaklinga, ekki síst hjá verra stöddum og yngri nemendum.“ Í tengdum skjölum hér að neðan má nálgast lokaskýrslu fjármálaráðuneytisins í heild sinni. Tengd skjöl Mótvægisaðgerðir_stjórnvalda_vegna_heimsfaraldurs_kórónuveiru_fyrir_vefPDF701KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að með aðgerðunum hafi tekist að varðveita kaupmátt heimilanna svo innlend eftirspurn héldist sterk, auk þess að forða fjölda gjaldþrota og atvinnumissi. Hvort tveggja hafi rutt brautina fyrir kröftugan efnahagsbata sem hafist hafi árið 2021. Þetta er byggt á lokaskýrslu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið vann um viðbrögð við faraldrinum, sem mörg voru kynnt fljótlega eftir upphaf hans. Aðgerðirnar hafi miðað að því að draga úr óvissu, viðhalda eftirspurn á meðan áhrifa faraldursins gætti og varðveita framleiðslugetu hagkerfisins. „Aðgerðirnar voru í megindráttum sambærilegar aðgerðum nágrannaríkja og lögðust á sveif með sterku sjálfvirku viðbragði skattkerfis og atvinnuleysisbóta. Afleiðing þessa var sú að halli hins opinbera varð sá annar mesti í lýðveldissögunni. Tölulegum fjármálareglum laga um opinber fjármál var vikið til hliðar og fjármálastefnan endurskoðuð. Góð staða ríkissjóðs, sterk erlend staða þjóðarbúsins og takmörkuð skuldsetning einkaaðila voru forsendur þess að hægt var að bregðast við af krafti án þess að lánshæfi ríkissjóðs eða gengisstöðugleika stæði ógn af hallarekstri og skuldaaukningu ríkissjóðs,“ segir í tilkynningunni. Fjármunum forgangsraðað Þá kemur fram að 320 af þeim 450 milljörðum sem runnu í mótvægisaðgerðirnar hafi haft bein áhrif á afkomu ríkissjóðs, hvort sem var í formi útgjaldaauka eða minni skattheimtu. Aðrar aðgerðir sem ekki hafi komið fram með beinum hætti hafi þó einnig verið umfangsmiklar. Þar hafi verið um að ræða skattfrestanir, ríkistryggð lán, ábyrgðir og heimild til úttektar séreignarsparnaðar. Fjármunum hafi verið forgangsraðað til heilbrigðisimála á meðan stuðningi við atvinnulíf og heimili hafi verið ætlað að bregðast við sértækum vanda þeirra sem urðu fyrir mestum efnahagsáhrifum vegna faraldursins. „Á tímabili faraldursins jókst kaupmáttur allra tekjuhópa en mest var aukningin hjá þeim sem höfðu lægstar tekjur. Þá voru skólalokanir óvíða jafn fátíðar og hér á landi. Rannsóknir benda til þess að skólalokanir hafa neikvæð langtíma áhrif á hæfni og framtíðartekjur einstaklinga, ekki síst hjá verra stöddum og yngri nemendum.“ Í tengdum skjölum hér að neðan má nálgast lokaskýrslu fjármálaráðuneytisins í heild sinni. Tengd skjöl Mótvægisaðgerðir_stjórnvalda_vegna_heimsfaraldurs_kórónuveiru_fyrir_vefPDF701KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira