„Auðvitað viljum við ekki hafa húsnæðið af fólki að óþörfu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 21:31 Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnasvið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill Sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins býst við frekari lokunum á atvinnuhúsnæði sem notað er til búsetu, eftir skurk í málaflokknum í fyrra. Aðeins um helmingur þeirra sem krafðir voru um úrbætur á brunavörnum hafa svarað. Málin séu erfið viðureignar; slökkviliðið vilji ekki hafa húsnæði af fólki að óþörfu. Eldsvoði varð í atvinnuhúsnæði að Vatnagörðum 18 á föstudag, þar sem áfangaheimilið Betra líf er rekið og þrjátíu manns bjuggu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði þar úttekt á brunavörnum 8. febrúar, níu dögum fyrir brunann. Niðurstöðurnar mála upp svarta mynd. Slökkviliðsstjóri varar við yfirvofandi lokun húsnæðisins, verulegir annmarkar sagðir á eldvörnum og um að ræða alvarleg brot á lögum um brunavarnir. „Ég held það sé ekki hægt að segja annað en að þarna séu alvarlegir ágallar. Hvort það sé betra eða verra en á öðrum stöðum það er kannski erfitt að segja. Það verður bara að skoða hvert mál fyrir sig,“ Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Búseta í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu var rækilega kortlögð í fyrra. Í 35 tilvikum voru eigendur krafðir um úrbætur á brunavörnum og þar af hefur um helmingur brugðist við. „Flestir eigendur hyggjast koma sínum brunavörnum í lag, það er auðvitað miserfitt eftir aðstæðum en eftir standa önnur heimilisföng þar sem við höfum ekki fengið nein viðbrögð. Og þar má búast við aðgerðum. Og í einhverjum tilfellum endar það í lokunarmálum, kannski,“ segir Aldís. „Þetta er erfitt viðureignar því auðvitað viljum við ekki hafa húsnæðið af fólki að óþörfu. Þess vegna höfum við miðað okkar afskipti við það húsnæði þar sem við teljum öryggi fólks ógnað ef upp kemur eldur. Við erum ekkert að leitast við að loka húsnæði bara til þess að loka af því að notkunin er ólögleg. Við erum fyrst og fremst að horfa á að öryggi fólks sé tryggt.“ Reykjavík Félagsmál Slökkvilið Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Eldsvoði varð í atvinnuhúsnæði að Vatnagörðum 18 á föstudag, þar sem áfangaheimilið Betra líf er rekið og þrjátíu manns bjuggu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði þar úttekt á brunavörnum 8. febrúar, níu dögum fyrir brunann. Niðurstöðurnar mála upp svarta mynd. Slökkviliðsstjóri varar við yfirvofandi lokun húsnæðisins, verulegir annmarkar sagðir á eldvörnum og um að ræða alvarleg brot á lögum um brunavarnir. „Ég held það sé ekki hægt að segja annað en að þarna séu alvarlegir ágallar. Hvort það sé betra eða verra en á öðrum stöðum það er kannski erfitt að segja. Það verður bara að skoða hvert mál fyrir sig,“ Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Búseta í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu var rækilega kortlögð í fyrra. Í 35 tilvikum voru eigendur krafðir um úrbætur á brunavörnum og þar af hefur um helmingur brugðist við. „Flestir eigendur hyggjast koma sínum brunavörnum í lag, það er auðvitað miserfitt eftir aðstæðum en eftir standa önnur heimilisföng þar sem við höfum ekki fengið nein viðbrögð. Og þar má búast við aðgerðum. Og í einhverjum tilfellum endar það í lokunarmálum, kannski,“ segir Aldís. „Þetta er erfitt viðureignar því auðvitað viljum við ekki hafa húsnæðið af fólki að óþörfu. Þess vegna höfum við miðað okkar afskipti við það húsnæði þar sem við teljum öryggi fólks ógnað ef upp kemur eldur. Við erum ekkert að leitast við að loka húsnæði bara til þess að loka af því að notkunin er ólögleg. Við erum fyrst og fremst að horfa á að öryggi fólks sé tryggt.“
Reykjavík Félagsmál Slökkvilið Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira