Telur ekki að Madrídingar séu komnir áfram: „Ekki séns“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2023 07:01 Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, minnir á að liðið þurfi enn að spila seinni leikinn gegn Liverpool til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, var eðlilega kampakátur eftir öruggan sigur sinna manna gegn Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. „Að vinna leik svona er ekki auðvelt, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn byrjaði,“ sagði Ancelotti, en Liverpool náði 2-0 forystu eftir aðeins fimmtán mínútna leik. „Við misstum aldrei sjálfstraustið og smátt og smátt tókum við völdin. Við nýttum færin okkar vel og Vinicius Jr. var stórkostlegur í kvöld.“ „En þetta var bara fyrri leikurinn í einvíginu. Hlutirnir gengu upp hjá okkur í kvöld, en við þurfum að ímynda okkur að við þurfum að þjást og leggja hart að okkur í seinni leiknum.“ Madrídingar eru ekki óvanir því að snúa Meistaradeildarleikjum sér í hag eftir að hafa lent undir, liðið tryggði sér sigur í keppninni í fyrra eftir að hafa verið undir í nánast öllum leikjum útsláttakeppninnar. „Við bjuggumst augljóslega ekki við því að byrja eins og við byrjuðum og þegar við lentum 2-0 undir hugsaði ég um útileikinn gegn Manchester City frá því í fyrra og vonaði að við gætum gert það sama og þá, en við gerðum enn betur í kvöld. Þeir voru að valda okkur vandræðum á vinstri kantinum en við gerðum betur í okkar sóknarleik, færðum Valverde nær hættusvæðinu og þá vörðumst við líka betur.“ Þrátt fyrir öruggan þriggja marka sigur vill Ancelotti þó ekki meina að einvígið sé búið. „Liverpool er frábært lið sem lét okkur þjást í fyrri hálfleik, þannig ég myndi segja að einvígið sé ekki búið, því miður. Ekki séns. Ég vil samt líka fá að hrósa Rodrygo fyrir þá vinnu sem hann skilaði í leiknum því hann skilaði nákvæmlega því sem ég bað hann um að gera,“ sagði Ancelotti að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Madrídingar komu til baka og völtuðu yfir Liverpool Real Madrid vann öruggan 5-2 útisigur er liðið heimsótti Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. febrúar 2023 22:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira
„Að vinna leik svona er ekki auðvelt, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn byrjaði,“ sagði Ancelotti, en Liverpool náði 2-0 forystu eftir aðeins fimmtán mínútna leik. „Við misstum aldrei sjálfstraustið og smátt og smátt tókum við völdin. Við nýttum færin okkar vel og Vinicius Jr. var stórkostlegur í kvöld.“ „En þetta var bara fyrri leikurinn í einvíginu. Hlutirnir gengu upp hjá okkur í kvöld, en við þurfum að ímynda okkur að við þurfum að þjást og leggja hart að okkur í seinni leiknum.“ Madrídingar eru ekki óvanir því að snúa Meistaradeildarleikjum sér í hag eftir að hafa lent undir, liðið tryggði sér sigur í keppninni í fyrra eftir að hafa verið undir í nánast öllum leikjum útsláttakeppninnar. „Við bjuggumst augljóslega ekki við því að byrja eins og við byrjuðum og þegar við lentum 2-0 undir hugsaði ég um útileikinn gegn Manchester City frá því í fyrra og vonaði að við gætum gert það sama og þá, en við gerðum enn betur í kvöld. Þeir voru að valda okkur vandræðum á vinstri kantinum en við gerðum betur í okkar sóknarleik, færðum Valverde nær hættusvæðinu og þá vörðumst við líka betur.“ Þrátt fyrir öruggan þriggja marka sigur vill Ancelotti þó ekki meina að einvígið sé búið. „Liverpool er frábært lið sem lét okkur þjást í fyrri hálfleik, þannig ég myndi segja að einvígið sé ekki búið, því miður. Ekki séns. Ég vil samt líka fá að hrósa Rodrygo fyrir þá vinnu sem hann skilaði í leiknum því hann skilaði nákvæmlega því sem ég bað hann um að gera,“ sagði Ancelotti að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Madrídingar komu til baka og völtuðu yfir Liverpool Real Madrid vann öruggan 5-2 útisigur er liðið heimsótti Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. febrúar 2023 22:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira
Madrídingar komu til baka og völtuðu yfir Liverpool Real Madrid vann öruggan 5-2 útisigur er liðið heimsótti Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 21. febrúar 2023 22:00