Fær símtöl með „hálfgerðum hótunum“ vegna meintra svika við Eflingu Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2023 11:58 Vilhjálmur Birgisson og Sólveig Anna Jónsdóttir á meðan allt lék í lyndi. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir að sér hafi borist símtöl með hálfgerðum hótunum eftir að sambandið skrifaði undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Hann hafi aldrei upplifað aðra eins hatursorðræðu og nú og biðlar til stillingar. Efling kaus að ganga eitt til kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í vetur. Eftir að stór sambönd og félög eins og Starfsgreinasambandið og VR skrifuðu undir samninga hafa ásakanir heyrst frá Eflingarfólki um að með þeim hafi Efling verið svipt samningsumboði sínu. Skeytasendingar hafa einnig gengið á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og leiðtoga annarra félaga. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS), lýsti því að umræðan væru komin út fyrir velsæmismörk í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann hafi meðal annars fengið símtöl heim til sín með „hálfgerðum hótunum“. Honum hafi ekki verið hótað líkamsmeiðingum en hótanirnar hafi „dansað á línunni“. „Það er bara fólk í andlegu ójafnvægi sem fær rangar og villandi upplýsingar. [...] Það er bara staðið á öskrum um að við höfum verið að svíkja Eflingu og svo framvegis,“ sagði Vilhjálmur. Aldrei upplifað áður að öryggi sáttasemjara sé ógnað Hann hafi tekið málið upp og hvatt til stillingar á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Íslands sem Sólveig Anna var viðstödd fyrir um þremur vikum. Hann hafi aldrei upplifað aðra eins hatursorðræðu og hafi geisað frá því SGS samdi við SA í byrjun desember. Vísaði Vilhjálmur meðal annars til stöðunnar hjá ríkissáttasemjara sem forsvarsmenn Eflingar hafa deilt hart á. „Ég hef aldrei nokkurn tímann á þessum tuttugu ára ferli mínum upplifað það að sjá öryggisvörð þegar ég mæti þangað. Ég hef heldur aldrei upplifað það að greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur samband við ríkissáttasemjara um að huga að öryggi á heimili sínu. Hvert erum við komin?“ spurði Vilhjálmur. Krefðist sömu hækkana og Efling fengi Spurður út í stöðuna í viðræðum Eflingar og SA sagðist Vilhjálmur ekki vilja vera í sporum Eflingafólks sem sé án launahækkana á sama tíma og verðlag fari hækkandi. SA hafa borið það fyrir sig að þau geti ekki samið við Eflingu á öðrum nótum en SGS og önnur félög. Vilhjálmur sagði að sér væri það algerlega að meinalausu að SA semdi við Eflingu um meiri hækkanir en önnur félög hafa fengið „Við myndum að sjálfsögðu gera sambærilega kröfu um hækkun fyrir okkar fólk. Ég hef trú á því að aðrir hópar sem hafa samið myndu gera slíkt hið sama,“ sagði Vilhjálmur. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bítið Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Efling kaus að ganga eitt til kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í vetur. Eftir að stór sambönd og félög eins og Starfsgreinasambandið og VR skrifuðu undir samninga hafa ásakanir heyrst frá Eflingarfólki um að með þeim hafi Efling verið svipt samningsumboði sínu. Skeytasendingar hafa einnig gengið á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og leiðtoga annarra félaga. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS), lýsti því að umræðan væru komin út fyrir velsæmismörk í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann hafi meðal annars fengið símtöl heim til sín með „hálfgerðum hótunum“. Honum hafi ekki verið hótað líkamsmeiðingum en hótanirnar hafi „dansað á línunni“. „Það er bara fólk í andlegu ójafnvægi sem fær rangar og villandi upplýsingar. [...] Það er bara staðið á öskrum um að við höfum verið að svíkja Eflingu og svo framvegis,“ sagði Vilhjálmur. Aldrei upplifað áður að öryggi sáttasemjara sé ógnað Hann hafi tekið málið upp og hvatt til stillingar á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Íslands sem Sólveig Anna var viðstödd fyrir um þremur vikum. Hann hafi aldrei upplifað aðra eins hatursorðræðu og hafi geisað frá því SGS samdi við SA í byrjun desember. Vísaði Vilhjálmur meðal annars til stöðunnar hjá ríkissáttasemjara sem forsvarsmenn Eflingar hafa deilt hart á. „Ég hef aldrei nokkurn tímann á þessum tuttugu ára ferli mínum upplifað það að sjá öryggisvörð þegar ég mæti þangað. Ég hef heldur aldrei upplifað það að greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur samband við ríkissáttasemjara um að huga að öryggi á heimili sínu. Hvert erum við komin?“ spurði Vilhjálmur. Krefðist sömu hækkana og Efling fengi Spurður út í stöðuna í viðræðum Eflingar og SA sagðist Vilhjálmur ekki vilja vera í sporum Eflingafólks sem sé án launahækkana á sama tíma og verðlag fari hækkandi. SA hafa borið það fyrir sig að þau geti ekki samið við Eflingu á öðrum nótum en SGS og önnur félög. Vilhjálmur sagði að sér væri það algerlega að meinalausu að SA semdi við Eflingu um meiri hækkanir en önnur félög hafa fengið „Við myndum að sjálfsögðu gera sambærilega kröfu um hækkun fyrir okkar fólk. Ég hef trú á því að aðrir hópar sem hafa samið myndu gera slíkt hið sama,“ sagði Vilhjálmur.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bítið Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira