Kolefnisspor Landsvirkjunar minnkað um sextíu prósent Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2023 14:57 Landsvirkjun áætlar að hún hafi forðað losun á um 2,6 milljónum tonna af koltvísýringsígildum með framleiðslu sinni á grænni orku í fyrra. Vísir/Vilhelm Losun Landsvirkjunar á gróðurhúsalofttegundum hefur dregist saman um sextíu prósent frá 2008. Heildarlosun á orkueiningu minnkaði um tvö prósent á milli ára í fyrra en kolefnisspor fyrirtækisins stækkaði lítillega á milli ára. Landsvirkjun sett met í orkuvinnslu í fyrra en hún nam 14,8 teravattstundum. Losun gróðurhúsalofttegunda á hverja einingu orku sem fyrirtækið framleiddi nam 3,5 grömmum af koltvísýringsígildum á kílóvattstund. Það var samdráttur um tvö prósent á milli ára, að því er kemur fram í ársskýrslu Landsvirkjunar sem var birt í dag. Alls telur Landsvirkjun sig hafa komið í veg fyrir losun á rúmlega 2,6 milljónum tonna koltvísýrings í fyrra borið saman við ef orka sem viðskiptavinir fyrirtækisins nýta væri framleidd með stærra kolefnisspori. Kolefnisspor fyrirtækisins var tæp 17.000 tonn af koltvísýringsígildum og hækkaði aðeins á milli ára. Orsökin var aukin vinnsla á jarðvarma vegna aukinar eftirspurna raforku og lágrar vatnsstöðu í lónum fyrri hluta ársins. Fyrirtækið stefnir á kolefnishlutleysi árið 2025 og að hætta alfarið að kaupa jarðefnaeldsneyti árið 2030. Losun þess vegna bruna eldsneytis dróst saman um fjórtán prósent á milli ára en það segist vinna markvisst að orkuskiptum í bíla- og tækjaflota sínum. Sagt var frá því fyrr í vikunni að afkoma Landsvirkjunar hafi verið betri í fyrra en nokkru sinni áður. Hagnaður fyrirtækisins hafi numið tæpum 45 milljörðum króna. Stjórn þess ætlar að leggja til að hluthöfum verði greiddir um tuttugu milljarða króna í arð. Landsvirkjun Loftslagsmál Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Landsvirkjun sett met í orkuvinnslu í fyrra en hún nam 14,8 teravattstundum. Losun gróðurhúsalofttegunda á hverja einingu orku sem fyrirtækið framleiddi nam 3,5 grömmum af koltvísýringsígildum á kílóvattstund. Það var samdráttur um tvö prósent á milli ára, að því er kemur fram í ársskýrslu Landsvirkjunar sem var birt í dag. Alls telur Landsvirkjun sig hafa komið í veg fyrir losun á rúmlega 2,6 milljónum tonna koltvísýrings í fyrra borið saman við ef orka sem viðskiptavinir fyrirtækisins nýta væri framleidd með stærra kolefnisspori. Kolefnisspor fyrirtækisins var tæp 17.000 tonn af koltvísýringsígildum og hækkaði aðeins á milli ára. Orsökin var aukin vinnsla á jarðvarma vegna aukinar eftirspurna raforku og lágrar vatnsstöðu í lónum fyrri hluta ársins. Fyrirtækið stefnir á kolefnishlutleysi árið 2025 og að hætta alfarið að kaupa jarðefnaeldsneyti árið 2030. Losun þess vegna bruna eldsneytis dróst saman um fjórtán prósent á milli ára en það segist vinna markvisst að orkuskiptum í bíla- og tækjaflota sínum. Sagt var frá því fyrr í vikunni að afkoma Landsvirkjunar hafi verið betri í fyrra en nokkru sinni áður. Hagnaður fyrirtækisins hafi numið tæpum 45 milljörðum króna. Stjórn þess ætlar að leggja til að hluthöfum verði greiddir um tuttugu milljarða króna í arð.
Landsvirkjun Loftslagsmál Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira