Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 15:31 Bergur Elí Rúnarsson á flugi í sigrinum gegn PAUC í gærkvöld, fyrir framan fjölda áhorfenda í Origo-höllinni. vísir/Diego Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar. Bergur er 27 ára gamall en tók ansi stórt stökk á sínum ferli í fyrra þegar hann gekk í raðir besta lið landsins. Hann fór á kostum í gær þegar Valur vann franska liðið PAUC og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, en Bergur skoraði sex mörk úr jafnmörgum tilraunum í leiknum. „Þetta er einhver mesta öskubuskusaga sem ég man eftir,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Theodór er góður vinur Bergs og spilaði með honum í FH og hjá Fjölni og KR. „Hann hefur bara verið að spila í 1. deild, fór svo í Gróttu og stoppaði stutt þar, og hefur þannig séð ekki verið á neinu „leveli“ í íslenskum handbolta,“ sagði Theodór. „Ég hef aldrei þjálfað en ég get ímyndað mér að þetta sé blautur draumur fyrir þjálfara, að fá svona gæja og geta gert þennan leikmann úr honum. Hann er búinn að vera frábær fyrir Val í allan vetur, og í kvöld reis hann eins og fuglinn Fönix,“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sagan af því hvernig Bergur Elí endaði hjá besta liði landsins Arnar Daði Arnarsson var þjálfari Gróttu þegar Bergur kom á Seltjarnarnesið 2020 en Bergur kvaddi reyndar Gróttuliðið strax um haustið. „Ég fékk hann ekki að ástæðulausu í Gróttu. Þetta er frábær íþróttamaður í toppformi sem elskar að æfa. En hann fékk greinilega nóg af „sérfræðingnum“ viku fyrir mót og hætti þarna rétt áður en allt fór að rísa á Nesinu,“ sagði Arnar Daði. „Heyrðu, þessi er örvhentur og klár í að koma“ Hann benti svo á að komu Bergs til Vals mætti að stóru leyti skrifa á frumkvæði Agnars Smára Jónssonar sem einnig fór á kostum fyrir Val í gærkvöld. Valsmenn vantaði örvhentan hornamann eftir að Þorgeir Bjarki Davíðsson sneri heim til Gróttu í fyrra. „Sagan segir að Agnar Smári hafi tekið vídeó af Bergi á djamminu síðasta sumar, sent á Snorra [Stein Guðjónsson, þjálfara Vals] og sagt: „Heyrðu, þessi er örvhentur og klár í að koma“,“ sagði Arnar Daði og Theodór staðfesti þessa sögu. Umræðuna og viðtal við Berg má sjá hér að ofan en ábyrgðin varð meiri á hans herðum þegar Finnur Ingi Stefánsson meiddist í bikarleik gegn Stjörnunni síðasta föstudag. „Ég þurfti að taka þetta á mig í kvöld. Við erum með tvo frábæra hornamenn og ég er alltaf tilbúinn í slaginn þegar ég fæ kallið,“ sagði Bergur í gær. Evrópudeild karla í handbolta Valur Olís-deild karla Tengdar fréttir „Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“ Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. 21. febrúar 2023 21:54 Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Bergur er 27 ára gamall en tók ansi stórt stökk á sínum ferli í fyrra þegar hann gekk í raðir besta lið landsins. Hann fór á kostum í gær þegar Valur vann franska liðið PAUC og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, en Bergur skoraði sex mörk úr jafnmörgum tilraunum í leiknum. „Þetta er einhver mesta öskubuskusaga sem ég man eftir,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eftir leikinn. Theodór er góður vinur Bergs og spilaði með honum í FH og hjá Fjölni og KR. „Hann hefur bara verið að spila í 1. deild, fór svo í Gróttu og stoppaði stutt þar, og hefur þannig séð ekki verið á neinu „leveli“ í íslenskum handbolta,“ sagði Theodór. „Ég hef aldrei þjálfað en ég get ímyndað mér að þetta sé blautur draumur fyrir þjálfara, að fá svona gæja og geta gert þennan leikmann úr honum. Hann er búinn að vera frábær fyrir Val í allan vetur, og í kvöld reis hann eins og fuglinn Fönix,“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sagan af því hvernig Bergur Elí endaði hjá besta liði landsins Arnar Daði Arnarsson var þjálfari Gróttu þegar Bergur kom á Seltjarnarnesið 2020 en Bergur kvaddi reyndar Gróttuliðið strax um haustið. „Ég fékk hann ekki að ástæðulausu í Gróttu. Þetta er frábær íþróttamaður í toppformi sem elskar að æfa. En hann fékk greinilega nóg af „sérfræðingnum“ viku fyrir mót og hætti þarna rétt áður en allt fór að rísa á Nesinu,“ sagði Arnar Daði. „Heyrðu, þessi er örvhentur og klár í að koma“ Hann benti svo á að komu Bergs til Vals mætti að stóru leyti skrifa á frumkvæði Agnars Smára Jónssonar sem einnig fór á kostum fyrir Val í gærkvöld. Valsmenn vantaði örvhentan hornamann eftir að Þorgeir Bjarki Davíðsson sneri heim til Gróttu í fyrra. „Sagan segir að Agnar Smári hafi tekið vídeó af Bergi á djamminu síðasta sumar, sent á Snorra [Stein Guðjónsson, þjálfara Vals] og sagt: „Heyrðu, þessi er örvhentur og klár í að koma“,“ sagði Arnar Daði og Theodór staðfesti þessa sögu. Umræðuna og viðtal við Berg má sjá hér að ofan en ábyrgðin varð meiri á hans herðum þegar Finnur Ingi Stefánsson meiddist í bikarleik gegn Stjörnunni síðasta föstudag. „Ég þurfti að taka þetta á mig í kvöld. Við erum með tvo frábæra hornamenn og ég er alltaf tilbúinn í slaginn þegar ég fæ kallið,“ sagði Bergur í gær.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Olís-deild karla Tengdar fréttir „Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“ Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. 21. febrúar 2023 21:54 Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“ Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu. 21. febrúar 2023 21:54
Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53