„Bjóst fólk við að við myndum vinna 5-0?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 23:30 Pep Guardiola var líflegur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Getty Pep Guardiola var ánægður með frammistöðu Manchester City gegn RB Leipzig í kvöld en kaflaskiptum leik lauk með 1-1 jafntefli. Manchester City var sterkari aðilinn í upphafi leiks í kvöld og Riyad Mahrez kom liðinu yfir á 27.mínútu eftir mistök í vörn Leipzig. Fyrri hálfleikurinn var eign City en gestirnir lentu í meiri vandræðum eftir hlé. „Þeir pressuðu okkur framarlega og við lentum í vandræðum með að byggja upp sóknir. Eftir markið gátum við setið aðeins til baka en við komum til baka og náðum góðum síðustu 15-20 mínútum,“ sagði Guardiola í viðtali við BT Sport eftir leikinn í kvöld. „Við fengum góð færi í báðum hálfleikjum og úrslitin munu ráðast í Manchester.“ Guardiola sagðist þó vera ánægður með frammistöðu City liðsins í kvöld og ekki bara fyrri hálfleikinn. Það virtist fara í taugarnar á Guardiola hvernig blaðamaður BT Sport orðaði spurningu sína um frammistöðu liðsins. „Ég er ánægður með allan leikinn, ekki bara fyrri hálfleikinn.“ Hvað hélstu? Að við fengjum bara einhvern vinalegan leik hér í kvöld. Hvað hefur þú fjallað um marga leiki?,“ spurði Guardiola og fékk þau svör frá blaðamanninum að hann vissi að RB Leipzig væri með gott lið. „Bjóst fólk við að við myndum vinna 5-0? Það er ekki raunveruleikinn, þetta er keppni og mörg góð lið fallin úr leik. Við erum að spila fjóra leiki á tíu dögum og þetta er erfitt með ferðalögum. Við erum gott lið og gerum góða hluti og höldum því áfram. Ef fólk heldur að við komum hingað og vinnum 4-0, afsakið en við getum það ekki.“ Það vakti athygli að Guardiola gerði enga skiptingu í leiknum og menn eins og Phil Foden og Julian Alvarez sátu á varamannabekknum allan leikinn. „Mér fannst liðið gott. að lokum ákvað ég að halda áfram með þetta lið. Bernardo (Silva) var með góða stjórn á miðjunni og við þurftum þess.“ Guardiola var spurður um vítaspyrnu sem City hefði mögulega getað fengið í lok leiks þegar Benjamin Heinrichs fékk boltann í höndina í teignum. „Eins og ég sagði við samstarfsmann þinn um markið hjá Gvardiol og mögulega vítaspyrnu þá sá ég það ekki. Ég get ekki tjáð mig en ég veit hvað gerðist í þessum atvikum.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Manchester City var sterkari aðilinn í upphafi leiks í kvöld og Riyad Mahrez kom liðinu yfir á 27.mínútu eftir mistök í vörn Leipzig. Fyrri hálfleikurinn var eign City en gestirnir lentu í meiri vandræðum eftir hlé. „Þeir pressuðu okkur framarlega og við lentum í vandræðum með að byggja upp sóknir. Eftir markið gátum við setið aðeins til baka en við komum til baka og náðum góðum síðustu 15-20 mínútum,“ sagði Guardiola í viðtali við BT Sport eftir leikinn í kvöld. „Við fengum góð færi í báðum hálfleikjum og úrslitin munu ráðast í Manchester.“ Guardiola sagðist þó vera ánægður með frammistöðu City liðsins í kvöld og ekki bara fyrri hálfleikinn. Það virtist fara í taugarnar á Guardiola hvernig blaðamaður BT Sport orðaði spurningu sína um frammistöðu liðsins. „Ég er ánægður með allan leikinn, ekki bara fyrri hálfleikinn.“ Hvað hélstu? Að við fengjum bara einhvern vinalegan leik hér í kvöld. Hvað hefur þú fjallað um marga leiki?,“ spurði Guardiola og fékk þau svör frá blaðamanninum að hann vissi að RB Leipzig væri með gott lið. „Bjóst fólk við að við myndum vinna 5-0? Það er ekki raunveruleikinn, þetta er keppni og mörg góð lið fallin úr leik. Við erum að spila fjóra leiki á tíu dögum og þetta er erfitt með ferðalögum. Við erum gott lið og gerum góða hluti og höldum því áfram. Ef fólk heldur að við komum hingað og vinnum 4-0, afsakið en við getum það ekki.“ Það vakti athygli að Guardiola gerði enga skiptingu í leiknum og menn eins og Phil Foden og Julian Alvarez sátu á varamannabekknum allan leikinn. „Mér fannst liðið gott. að lokum ákvað ég að halda áfram með þetta lið. Bernardo (Silva) var með góða stjórn á miðjunni og við þurftum þess.“ Guardiola var spurður um vítaspyrnu sem City hefði mögulega getað fengið í lok leiks þegar Benjamin Heinrichs fékk boltann í höndina í teignum. „Eins og ég sagði við samstarfsmann þinn um markið hjá Gvardiol og mögulega vítaspyrnu þá sá ég það ekki. Ég get ekki tjáð mig en ég veit hvað gerðist í þessum atvikum.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu