Klitschko segir Bach spila leik við Rússa Valur Páll Eiríksson skrifar 23. febrúar 2023 11:01 Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kíev, kallar eftir harðari aðgerðum og vill fá Thomas Bach í heimsókn. Markus Schreiber/AP Bræðurnir Vitali og Vladimir Klitschko kalla eftir harðari aðgerðum Alþjóðaólympíunefndarinnar gegn Rússum. Sá fyrrnefndi hefur boðið forseta nefndarinnar, Thomasi Bach, í heimsókn til Kiev. Vitali Klitschko er borgarstjóri Kiev og hefur boðið Bach til höfuðborgarinnar. Ástæða boðsins eru hugmyndir Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) um að leyfa Rússum að taka þátt undir hlutlausum fána á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Ísland var á meðal 34 ríkja sem skrifaði til IOC þar sem áformunum er mótmælt og frekari skilgreiningar á því hverjir flokkist sem hlutlausir íþróttamenn í því samhengi. „Ég mun glaður taka á móti Thomasi Bach í Kiev, að fá hann til Úkraínu svo hann geti séð með eigin augum þau þorp og borgir sem hafa verið lögð í rúst, til að sjá hversu margir hafa verið drepnir,“ segir borgarstjórinn Vitali Klitschko. „Hann virðist ekki skilja stöðuna, eða er að spila einhvern leik með Rússum,“ bætir hann við. Bróðir Vitali, Vladimir Klitschko, varð Ólympíumeistari í hnefaleikum í Atlanta árið 1996. Hann deildi færslu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann gagnrýndi nafna sinn Vladimir Pútín, Rússlandsforseta. „Rússar eru leiddir af glæpamanni sem lifir í furðuheimi. En þessi falski veruleiki getur af sér raunveruleg fórnarlömb,“ segir meðal annars í færslunni. Báðir bræður hafa gagnrýnt rússneskt íþróttafólk sem hefur sinnt herskyldu eða látið sjá sig á fjöldafundum til stuðnings stríðinu. Þá hafa einhverjir rússneskir íþróttamenn sýnt svokallað Z-merki sem er talið vera stuðningsyfirlýsing við innrás Rússa. Rússneski fimleikakappinn Ivan Kuliak var dæmdur í ársbann frá íþróttaiðkun fyrir að bera Z-merkið við verðlaunaafhendingu á móti í fyrra.Skjáskot Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Vitali Klitschko er borgarstjóri Kiev og hefur boðið Bach til höfuðborgarinnar. Ástæða boðsins eru hugmyndir Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) um að leyfa Rússum að taka þátt undir hlutlausum fána á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Ísland var á meðal 34 ríkja sem skrifaði til IOC þar sem áformunum er mótmælt og frekari skilgreiningar á því hverjir flokkist sem hlutlausir íþróttamenn í því samhengi. „Ég mun glaður taka á móti Thomasi Bach í Kiev, að fá hann til Úkraínu svo hann geti séð með eigin augum þau þorp og borgir sem hafa verið lögð í rúst, til að sjá hversu margir hafa verið drepnir,“ segir borgarstjórinn Vitali Klitschko. „Hann virðist ekki skilja stöðuna, eða er að spila einhvern leik með Rússum,“ bætir hann við. Bróðir Vitali, Vladimir Klitschko, varð Ólympíumeistari í hnefaleikum í Atlanta árið 1996. Hann deildi færslu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann gagnrýndi nafna sinn Vladimir Pútín, Rússlandsforseta. „Rússar eru leiddir af glæpamanni sem lifir í furðuheimi. En þessi falski veruleiki getur af sér raunveruleg fórnarlömb,“ segir meðal annars í færslunni. Báðir bræður hafa gagnrýnt rússneskt íþróttafólk sem hefur sinnt herskyldu eða látið sjá sig á fjöldafundum til stuðnings stríðinu. Þá hafa einhverjir rússneskir íþróttamenn sýnt svokallað Z-merki sem er talið vera stuðningsyfirlýsing við innrás Rússa. Rússneski fimleikakappinn Ivan Kuliak var dæmdur í ársbann frá íþróttaiðkun fyrir að bera Z-merkið við verðlaunaafhendingu á móti í fyrra.Skjáskot
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira