Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Vésteinn Örn Pétursson og Kristján Már Unnarsson skrifa 23. febrúar 2023 19:32 Daníel Jakobsson er framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish. Vísir/Steingrímur Dúi Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. Eldurinn kom upp í morgun en nokkrir iðnaðarmenn voru að störfum í nýbyggingu seiðaeldisstöðvarinnar. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði, en samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum voru meiðsli þeirra ekki alvarleg. Húsið logaði stafnanna á milli. Mikinn svartan reyk lagði til himins.Aðsend Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish, segir ekki liggja fyrir að svo stöddu hversu miklu tjónið af brunanum nemur. „Við erum ekki farnir að gera það upp í krónum og aurum en það er alveg ljóst að þetta er gríðarlegt tjón. Þetta eru stórar byggingar og voru nánast fullbúnar, þannig að tjónið er mikið. Það er alveg klárt,“ sagði Daníel í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það kunni þó að enda á að hlaupa á milljörðum króna. „Það gæti alveg farið í eitthvað svoleiðis en byggingarkostnaður var áætlaður um fjórir milljarðar. Við vonum nú að það sé hægt að nota eitthvað af húsinu en stór hluti af því er brunninn.“ Áskoranir víða Daníel segir að til skamms tíma hafi bruninn takmörkuð áhrif. „Við erum með fiskeldisstöðina fulla eins og er og ætlum að setja fisk í sjóinn í vor. En til milli lengri tíma tefur þetta eitthvað áformin hjá okkur en við setjum auðvitað hér allt á fulla ferð og klárum þetta hús.“ Engu að síður auðveldi bruninn ekki starfsemina. „Það eru áskoranir að vera í fiskeldi á Vestfjörðum og búa á Vestfjörðum. Þetta er auðvitað áfall, það er alveg klárt. En við beyglumst aðeins en brotnum ekki og höldum áfram ótrauð.“ Fóru strax í að afstýra meira tjóni Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri segir lið sitt hafa þurft að huga að ýmsu þegar komið var á vettvang, til að afstýra frekara tjóni. Davíð Rúnar Gunnarsson er slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð og á Tálknafirði.Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta hús sem er hérna fyrir aftan okkur var í raun og veru orðið alelda þegar við komum á staðinn. Það sem við förum strax í að gera er að verja hin húsin, sem eru sitt hvoru megin, ásamt öllum þessum litlu sem eru hér við hliðina á. Við erum hér með tvo olíutanka, við erum með tvo góða súrefnistanka, vararafstöðvar og fullt af öðru dóti í kring, sem við byrjuðum á því að sprauta og kæla.“ Virkileg hætta hafi því verið á ferðum. „Á því að við fengjum þetta í önnur hús og í þessa starfsemi, eins og súrefnið og annað,“ sagði Davíð Rúnar og bætti við að blessunarlega hafi meiðsli iðnaðarmannanna tveggja verið lítil. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi: Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Sjókvíaeldi Vesturbyggð Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tengdar fréttir Tveir iðnaðarmenn með brunasár en ekki í lífshættu Nokkrir iðnaðarmenn voru að stöfum í húsnæði Arctic Fish sem brann á Tálknafirði í morgun. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði. 23. febrúar 2023 16:29 Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23. febrúar 2023 11:47 Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23. febrúar 2023 10:28 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Eldurinn kom upp í morgun en nokkrir iðnaðarmenn voru að störfum í nýbyggingu seiðaeldisstöðvarinnar. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði, en samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum voru meiðsli þeirra ekki alvarleg. Húsið logaði stafnanna á milli. Mikinn svartan reyk lagði til himins.Aðsend Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish, segir ekki liggja fyrir að svo stöddu hversu miklu tjónið af brunanum nemur. „Við erum ekki farnir að gera það upp í krónum og aurum en það er alveg ljóst að þetta er gríðarlegt tjón. Þetta eru stórar byggingar og voru nánast fullbúnar, þannig að tjónið er mikið. Það er alveg klárt,“ sagði Daníel í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það kunni þó að enda á að hlaupa á milljörðum króna. „Það gæti alveg farið í eitthvað svoleiðis en byggingarkostnaður var áætlaður um fjórir milljarðar. Við vonum nú að það sé hægt að nota eitthvað af húsinu en stór hluti af því er brunninn.“ Áskoranir víða Daníel segir að til skamms tíma hafi bruninn takmörkuð áhrif. „Við erum með fiskeldisstöðina fulla eins og er og ætlum að setja fisk í sjóinn í vor. En til milli lengri tíma tefur þetta eitthvað áformin hjá okkur en við setjum auðvitað hér allt á fulla ferð og klárum þetta hús.“ Engu að síður auðveldi bruninn ekki starfsemina. „Það eru áskoranir að vera í fiskeldi á Vestfjörðum og búa á Vestfjörðum. Þetta er auðvitað áfall, það er alveg klárt. En við beyglumst aðeins en brotnum ekki og höldum áfram ótrauð.“ Fóru strax í að afstýra meira tjóni Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri segir lið sitt hafa þurft að huga að ýmsu þegar komið var á vettvang, til að afstýra frekara tjóni. Davíð Rúnar Gunnarsson er slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð og á Tálknafirði.Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta hús sem er hérna fyrir aftan okkur var í raun og veru orðið alelda þegar við komum á staðinn. Það sem við förum strax í að gera er að verja hin húsin, sem eru sitt hvoru megin, ásamt öllum þessum litlu sem eru hér við hliðina á. Við erum hér með tvo olíutanka, við erum með tvo góða súrefnistanka, vararafstöðvar og fullt af öðru dóti í kring, sem við byrjuðum á því að sprauta og kæla.“ Virkileg hætta hafi því verið á ferðum. „Á því að við fengjum þetta í önnur hús og í þessa starfsemi, eins og súrefnið og annað,“ sagði Davíð Rúnar og bætti við að blessunarlega hafi meiðsli iðnaðarmannanna tveggja verið lítil. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi:
Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Sjókvíaeldi Vesturbyggð Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tengdar fréttir Tveir iðnaðarmenn með brunasár en ekki í lífshættu Nokkrir iðnaðarmenn voru að stöfum í húsnæði Arctic Fish sem brann á Tálknafirði í morgun. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði. 23. febrúar 2023 16:29 Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23. febrúar 2023 11:47 Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23. febrúar 2023 10:28 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Tveir iðnaðarmenn með brunasár en ekki í lífshættu Nokkrir iðnaðarmenn voru að stöfum í húsnæði Arctic Fish sem brann á Tálknafirði í morgun. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði. 23. febrúar 2023 16:29
Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23. febrúar 2023 11:47
Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23. febrúar 2023 10:28