Guðný nýr forstjóri VÍS Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2023 12:29 Guðný Helga Herbertsdóttir er nýr forstjóri VÍS. Guðný Helga Herbertsdóttir hefur verið ráðin forstjóri tryggingafélagsins VÍS. Hún hefur verið starfandi forstjóri síðan í janúar á þessu ári. Guðný hefur verið í framkvæmdastjórn félagsins síðan árið 2017. Hún hefur frá síðasta vori starfað sem framkvæmdastjóri sölu og þjónustu en var áður framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar. Hún hóf störf hjá félaginu árið 2016 sem markaðsstjóri. Guðný Helga hefur verið í leiðandi hlutverki í stefnumótun félagsins á undanförnum árum. Guðný Helga er með stjórnunargráðu (AMP) frá Viðskiptaháskólanum IESE í Barcelona á Spáni. Hún er jafnframt með meistaragráðu frá Viðskiptaháskólanum í Árósum í Danmörku og B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. „Undanfarin ár hefur VÍS tekið miklum breytingum. Stafræn þróun hefur verið á fullri ferð og alger umbreyting átt sér stað hjá félaginu. Nú taka við ný og spennandi verkefni. Tryggingar skipta okkur öll miklu máli því rétt vernd getur skipt sköpum í lífi okkar allra. Það er okkar verkefni að gera tryggingar skiljanlegar og aðgengilegar. Við munum halda áfram að breyta því hvernig tryggingar virka og hafa hugrekki til þess að fara ótroðnar slóðir. VÍS er öflugt félag sem býr yfir framúrskarandi mannauði og nú tökum við enn stærri skref til móts við nýja tíma með hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi. Ég hlakka til vegferðarinnar sem er framundan,“ er haft eftir Guðnýju í tilkynningu. Guðný tekur við af Helga Bjarnasyni sem var sagt upp í janúar á þessu ári. Hann hafði verið forstjóri VÍS síðan árið 2017. Í febrúar var greint frá því að VÍS og hluthafar Fossa hafi ákveðið að hefja viðræður um kaup VÍS á öllu hlutafé í Fossum. Gert er ráð fyrir því að hluthafar Fossa fái 13,3 prósent af hlutafé VÍS fyrir hlutabréf sín. Vistaskipti Tryggingar VÍS Tengdar fréttir VÍS og Fossar hefja samrunaviðræður Vátryggingafélag Íslands og hluthafar Fossa fjárfestingarbanka hafa ákveðið að hefja viðræður um kaup VÍS á öllu hlutafé í Fossum fjárfestingarbanka á grundvelli viljayfirlýsingar um sameiningu félaganna. 15. febrúar 2023 07:39 Aðdragandinn að kaupum VÍS á Fossum „var stuttur“ VÍS ítrekaði áhuga sinn á að útvíkka starfsemi félagsins á fjármálamarkaði og vaxa á þeim vettvangi í tilkynningu til Kauphallarinnar í janúar. Eftir það fór boltinn að rúlla. Í morgun var tilkynnt um möguleg kaup VÍS á Fossum fjárfestingabanka. Þetta segir Stefán Héðinn Stefánsson, stjórnarformaður VÍS, segir í samtali við Innherja. 15. febrúar 2023 17:05 Forstjóri SKEL ekki á þeirri skoðun að verðmiði Fossa sé of hár Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL fjárfestingafélags, sem er næststærsti hluthafi VÍS, segist ekki vera á þeirri skoðun að fjárfestingabankinn Fossar sé verðmetinn of hátt í fyrirhuguðum samruna við tryggingafélagið. Hann telur að „strategísk tækifæri“ geti falist í sameiningu félaganna. 17. febrúar 2023 14:03 Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Guðný hefur verið í framkvæmdastjórn félagsins síðan árið 2017. Hún hefur frá síðasta vori starfað sem framkvæmdastjóri sölu og þjónustu en var áður framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar. Hún hóf störf hjá félaginu árið 2016 sem markaðsstjóri. Guðný Helga hefur verið í leiðandi hlutverki í stefnumótun félagsins á undanförnum árum. Guðný Helga er með stjórnunargráðu (AMP) frá Viðskiptaháskólanum IESE í Barcelona á Spáni. Hún er jafnframt með meistaragráðu frá Viðskiptaháskólanum í Árósum í Danmörku og B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. „Undanfarin ár hefur VÍS tekið miklum breytingum. Stafræn þróun hefur verið á fullri ferð og alger umbreyting átt sér stað hjá félaginu. Nú taka við ný og spennandi verkefni. Tryggingar skipta okkur öll miklu máli því rétt vernd getur skipt sköpum í lífi okkar allra. Það er okkar verkefni að gera tryggingar skiljanlegar og aðgengilegar. Við munum halda áfram að breyta því hvernig tryggingar virka og hafa hugrekki til þess að fara ótroðnar slóðir. VÍS er öflugt félag sem býr yfir framúrskarandi mannauði og nú tökum við enn stærri skref til móts við nýja tíma með hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi. Ég hlakka til vegferðarinnar sem er framundan,“ er haft eftir Guðnýju í tilkynningu. Guðný tekur við af Helga Bjarnasyni sem var sagt upp í janúar á þessu ári. Hann hafði verið forstjóri VÍS síðan árið 2017. Í febrúar var greint frá því að VÍS og hluthafar Fossa hafi ákveðið að hefja viðræður um kaup VÍS á öllu hlutafé í Fossum. Gert er ráð fyrir því að hluthafar Fossa fái 13,3 prósent af hlutafé VÍS fyrir hlutabréf sín.
Vistaskipti Tryggingar VÍS Tengdar fréttir VÍS og Fossar hefja samrunaviðræður Vátryggingafélag Íslands og hluthafar Fossa fjárfestingarbanka hafa ákveðið að hefja viðræður um kaup VÍS á öllu hlutafé í Fossum fjárfestingarbanka á grundvelli viljayfirlýsingar um sameiningu félaganna. 15. febrúar 2023 07:39 Aðdragandinn að kaupum VÍS á Fossum „var stuttur“ VÍS ítrekaði áhuga sinn á að útvíkka starfsemi félagsins á fjármálamarkaði og vaxa á þeim vettvangi í tilkynningu til Kauphallarinnar í janúar. Eftir það fór boltinn að rúlla. Í morgun var tilkynnt um möguleg kaup VÍS á Fossum fjárfestingabanka. Þetta segir Stefán Héðinn Stefánsson, stjórnarformaður VÍS, segir í samtali við Innherja. 15. febrúar 2023 17:05 Forstjóri SKEL ekki á þeirri skoðun að verðmiði Fossa sé of hár Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL fjárfestingafélags, sem er næststærsti hluthafi VÍS, segist ekki vera á þeirri skoðun að fjárfestingabankinn Fossar sé verðmetinn of hátt í fyrirhuguðum samruna við tryggingafélagið. Hann telur að „strategísk tækifæri“ geti falist í sameiningu félaganna. 17. febrúar 2023 14:03 Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
VÍS og Fossar hefja samrunaviðræður Vátryggingafélag Íslands og hluthafar Fossa fjárfestingarbanka hafa ákveðið að hefja viðræður um kaup VÍS á öllu hlutafé í Fossum fjárfestingarbanka á grundvelli viljayfirlýsingar um sameiningu félaganna. 15. febrúar 2023 07:39
Aðdragandinn að kaupum VÍS á Fossum „var stuttur“ VÍS ítrekaði áhuga sinn á að útvíkka starfsemi félagsins á fjármálamarkaði og vaxa á þeim vettvangi í tilkynningu til Kauphallarinnar í janúar. Eftir það fór boltinn að rúlla. Í morgun var tilkynnt um möguleg kaup VÍS á Fossum fjárfestingabanka. Þetta segir Stefán Héðinn Stefánsson, stjórnarformaður VÍS, segir í samtali við Innherja. 15. febrúar 2023 17:05
Forstjóri SKEL ekki á þeirri skoðun að verðmiði Fossa sé of hár Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL fjárfestingafélags, sem er næststærsti hluthafi VÍS, segist ekki vera á þeirri skoðun að fjárfestingabankinn Fossar sé verðmetinn of hátt í fyrirhuguðum samruna við tryggingafélagið. Hann telur að „strategísk tækifæri“ geti falist í sameiningu félaganna. 17. febrúar 2023 14:03