Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Selfoss 21-26 | Góð ferð Selfyssinga norður Ester Ósk Árnadóttir skrifar 26. febrúar 2023 17:00 Fram KA/Þór. Olísdeild kvenna vetur 2022 handbolti HSÍ. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Selfoss bar sigurorð af KA/Þór í KA heimilinu í dag, lokatölur 21 – 26 fyrir gestina sem sýndu klærnar í seinni hálfleik og lönduðu góðum sigri. Leikurinn einkenndist af góðri markvörslu frá báðum markvörðum og síðan ótrúlega mörgum töpuðum boltum en í heildina töpuðu liðin boltanum 36 sinnum í leiknum í dag og skiptu því bróðurlega á milli sín, 18 boltar á hvort lið. Leikurinn var hraður frá upphafi og til enda en bæði lið virtust eiga erfitt með hraðan í leiknum samanber hversu margir boltar töpuðst. Liðin skiptust á að skora á upphafs mínútunum en KA/Þór tók góða rispu í stöðunni 2 – 3 fyrir Selfoss og skoruðu þrjú mörk á móti engu og snéru leiknum sér í hag. Eyþór Lárusson þjálfari Selfoss ákvað þá að taka leikhlé sem hafði góð áhrif á leikmenn Selfoss sem náðu að snúa leiknum aftur sér í vil 7 – 8 þegar um 10. mínútur voru eftir af hálfleiknum. Jafnt var á flestum tölum það sem eftir lifði háfleiksins en það voru heimakonur sem áttu lokaorðið og leiddu því með einu marki í hálfleik, 11 – 10. Báðir markmenn voru með frábæra frammistöðu í fyrri hálfleik, Matea Lonac í marki KA/Þór var með 42% markvörslu og Cornelia í marki Selfoss var með 45% markvörslu. Það dugði þó skammt fyrir hvorugt liðið til að sigla fram úr því í heildina töpuðust 16 boltar í fyrri hálfleik, KA/Þór með sjö bolta og Selfoss með níu. Seinni hálfleikurinn spilaðist nokkuð eins og sá fyrri, jafnt var á milli liðana þar til um miðbik hálfleiksins að gestirnir sigldu framúr. Á 40. mínútu var staðan orðin 14 – 18 fyrir gestina. Heimakonur náðu góðu áhlaupi með því að skora þrjú í röð og minnkuðu leikinn niður í eitt mark. Þá kveiknaði aftur á gestunum sem héldu forystunni og gáfu það aldrei eftir, lokatölur í KA heimilinu 21 – 26 fyrir Selfoss. Markmennirnir héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik. Cornelia Hermansson varði 19 bolta og var með 47,5% markvörslu. Matea Lonac varði einum bolta minna eða 18 skot og var með 40,9% markvörslu. Þá bætist heldur við tapaða bolta í seinni hálfleik en eins og áður segir þá töpuðust í heildina 36 boltar í þessum leik. Afhverju vann Selfoss? Þær var ákveðnari og vildu þennan sigur meira heldur en heimakonur. KA/Þór náði ekki upp sömu orku og var í Selfoss liðinu og voru fljótar að hengja haus þegar illa gekk. Selfoss liðið hins vegar var mjög áræðið í sínum leik. Hverjar stóðu upp úr? Báðir markmenn voru í aðalhlutverkum í leiknum í dag eins og áður sagði og báðar með frábæra markvörslu. Selfoss liðið náði að nýta sér frábæran leik Corneliu Hermanson í markinu. Arna Kristín Einarsdóttir var markahæst í liði Selfoss með sjö mörk úr tíu skotum.Elínborg Katla Þorbjarnardóttir og Tinna Soffía Traustdóttir voru góðar í vörn Selfoss með samanlagt 17 stopp. Rut Jónsdóttir var atkvæðamest í liði KA/Þórs með sjö mörk úr átta skotum. Hvað gekk illa? Það var í raun ótrúlegt hvað það töpuðust margir boltar í dag hjá báðum liðum, 18 boltar á hvort lið er bara alltof mikið. Sóknarleikur heimakvenna var mjög stirður, þær voru að skjóta illa og fóru mjög illa með hraðaupphlaupin sín. Hvað gerist næst? Selfoss fær Fram í heimsókn 11. mars næstkomandi kl. 16:00. KA/Þór spilar á móti HK sama dag kl. 18:00. Eyþór Lárusson: Gríðarlega stoltur Eyþór Lárusson var svekktur með frammistöðu síns liðs.Vísir/Pawel Cieslikewicz „Ég er gríðarlega stoltur af liðinu mínu, þær spiluðu frábærlega allan leikinn og stóðu af sér áhlaup KA/Þórs í seinni hálfleik þannig ég er bara gríðarlega ánægður,“ sagði Eyþór Lárusson þjálfari Selfoss eftir góðan sigur á KA/Þór, 21 – 26 í KA heimilinu í dag. „Það var fyrst og fremst frábær vörn og markvarsla sem skóp þennan sigur. Það var góð orka í liðinu sem skilaði sér. Við náðum að spila og stoppa þeirra aðgerðir bara mjög vel og svo var Cornelia að verja mjög vel í markinu.“ Selfoss tapaði 18 boltum í leiknum en það kom þó ekki að sök. „Við erum náttúrulega búnar að verða fyrir töluverðum áföllum og það bitnar á sóknarleiknum. Það tekur tíma að ná upp takti í 60 mínútur en við erum ekki að nota það sem einhverjar afsakökun. Við spiluðum bara betri vörn í dag en við höfum verið að gera og það er hægt að gera ýmislegt ef maður mætir með viljan og baráttuna upp á tíu.“ Selfoss er í næst neðsta sæti deildarinnar og Eyþór segir sigurinn gera mikið fyrir liðið. „Þetta gefur okkur bara verðlaun fyrir það hvað við höfum verið góðar þrátt fyrir þessi áföll sem við höfum lent í og þetta gefur okkur gulrót fyrir framhaldið. Við förum svo bara í næsta leik til að vinna hann.“ Næsti leikur er á móti Fram. „Þær eru náttúrulega með frábært lið og það er gaman að spila á móti þeim, þannig það verður bara skemmtilegt. Við ætlum að vinna“ Andri Snær Stefánsson: Tvö skref aftur á bak í dag Andri Snær var ánægður með sigurinn í kvöld.Vísir/Getty „Þetta er mjög svekkjandi, við vorum á virkilega vondum degi hér í dag. Selfoss liðið var frábært. Þær mætu til að berjast og ætluðu sér ekki að tapa. Þær létu bara vaða og áttu sigurinn svo sannarlega skilið,“ sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir fimm marka tap á móti Selfoss í dag, 21 – 26. „Það vantaði upp á að mæta þessari baráttu Selfoss. Við erum svo að enda sóknir okkar alltof alltof snemma. Við erum með mjög marga tæknifeila og sóknin hjá okkur bara mjög erfið. Selfoss gekk á lagið og voru bara betri.“ KA/Þór var eins og Selfoss mikið í því að tapa boltanum og tapaði honum 18 sinnum í dag. „Það er í raun og veru bara galið, svo bætist við að við erum að fara með mörg færi og margar sóknir. Við erum að skjóta í mikilli þvælu. Þetta er virkilega vont því þessi vika var búin að vera mjög góð hjá okkur. Það voru ákveðnar pælingar sem við vildum fá í sóknina í dag sem við fengum alls ekki.“ „Þetta er bara vont, við skitum vel upp á bak í dag en svona er þetta bara stundum. Við þurfum bara að læra af þessu.“ KA/Þór er 5. sæti deildarinnar eins og er. „Það er svo sem sama staða, við erum í fimmta eða sjötta sæti og við erum bara áfram að horfa á það hvernig við getum bætt okkur. Það hefur verið ákveðin framþróun hjá okkur finnst mér en þetta voru tvö skref aftur á bak í dag.“ Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri UMF Selfoss
Selfoss bar sigurorð af KA/Þór í KA heimilinu í dag, lokatölur 21 – 26 fyrir gestina sem sýndu klærnar í seinni hálfleik og lönduðu góðum sigri. Leikurinn einkenndist af góðri markvörslu frá báðum markvörðum og síðan ótrúlega mörgum töpuðum boltum en í heildina töpuðu liðin boltanum 36 sinnum í leiknum í dag og skiptu því bróðurlega á milli sín, 18 boltar á hvort lið. Leikurinn var hraður frá upphafi og til enda en bæði lið virtust eiga erfitt með hraðan í leiknum samanber hversu margir boltar töpuðst. Liðin skiptust á að skora á upphafs mínútunum en KA/Þór tók góða rispu í stöðunni 2 – 3 fyrir Selfoss og skoruðu þrjú mörk á móti engu og snéru leiknum sér í hag. Eyþór Lárusson þjálfari Selfoss ákvað þá að taka leikhlé sem hafði góð áhrif á leikmenn Selfoss sem náðu að snúa leiknum aftur sér í vil 7 – 8 þegar um 10. mínútur voru eftir af hálfleiknum. Jafnt var á flestum tölum það sem eftir lifði háfleiksins en það voru heimakonur sem áttu lokaorðið og leiddu því með einu marki í hálfleik, 11 – 10. Báðir markmenn voru með frábæra frammistöðu í fyrri hálfleik, Matea Lonac í marki KA/Þór var með 42% markvörslu og Cornelia í marki Selfoss var með 45% markvörslu. Það dugði þó skammt fyrir hvorugt liðið til að sigla fram úr því í heildina töpuðust 16 boltar í fyrri hálfleik, KA/Þór með sjö bolta og Selfoss með níu. Seinni hálfleikurinn spilaðist nokkuð eins og sá fyrri, jafnt var á milli liðana þar til um miðbik hálfleiksins að gestirnir sigldu framúr. Á 40. mínútu var staðan orðin 14 – 18 fyrir gestina. Heimakonur náðu góðu áhlaupi með því að skora þrjú í röð og minnkuðu leikinn niður í eitt mark. Þá kveiknaði aftur á gestunum sem héldu forystunni og gáfu það aldrei eftir, lokatölur í KA heimilinu 21 – 26 fyrir Selfoss. Markmennirnir héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik. Cornelia Hermansson varði 19 bolta og var með 47,5% markvörslu. Matea Lonac varði einum bolta minna eða 18 skot og var með 40,9% markvörslu. Þá bætist heldur við tapaða bolta í seinni hálfleik en eins og áður segir þá töpuðust í heildina 36 boltar í þessum leik. Afhverju vann Selfoss? Þær var ákveðnari og vildu þennan sigur meira heldur en heimakonur. KA/Þór náði ekki upp sömu orku og var í Selfoss liðinu og voru fljótar að hengja haus þegar illa gekk. Selfoss liðið hins vegar var mjög áræðið í sínum leik. Hverjar stóðu upp úr? Báðir markmenn voru í aðalhlutverkum í leiknum í dag eins og áður sagði og báðar með frábæra markvörslu. Selfoss liðið náði að nýta sér frábæran leik Corneliu Hermanson í markinu. Arna Kristín Einarsdóttir var markahæst í liði Selfoss með sjö mörk úr tíu skotum.Elínborg Katla Þorbjarnardóttir og Tinna Soffía Traustdóttir voru góðar í vörn Selfoss með samanlagt 17 stopp. Rut Jónsdóttir var atkvæðamest í liði KA/Þórs með sjö mörk úr átta skotum. Hvað gekk illa? Það var í raun ótrúlegt hvað það töpuðust margir boltar í dag hjá báðum liðum, 18 boltar á hvort lið er bara alltof mikið. Sóknarleikur heimakvenna var mjög stirður, þær voru að skjóta illa og fóru mjög illa með hraðaupphlaupin sín. Hvað gerist næst? Selfoss fær Fram í heimsókn 11. mars næstkomandi kl. 16:00. KA/Þór spilar á móti HK sama dag kl. 18:00. Eyþór Lárusson: Gríðarlega stoltur Eyþór Lárusson var svekktur með frammistöðu síns liðs.Vísir/Pawel Cieslikewicz „Ég er gríðarlega stoltur af liðinu mínu, þær spiluðu frábærlega allan leikinn og stóðu af sér áhlaup KA/Þórs í seinni hálfleik þannig ég er bara gríðarlega ánægður,“ sagði Eyþór Lárusson þjálfari Selfoss eftir góðan sigur á KA/Þór, 21 – 26 í KA heimilinu í dag. „Það var fyrst og fremst frábær vörn og markvarsla sem skóp þennan sigur. Það var góð orka í liðinu sem skilaði sér. Við náðum að spila og stoppa þeirra aðgerðir bara mjög vel og svo var Cornelia að verja mjög vel í markinu.“ Selfoss tapaði 18 boltum í leiknum en það kom þó ekki að sök. „Við erum náttúrulega búnar að verða fyrir töluverðum áföllum og það bitnar á sóknarleiknum. Það tekur tíma að ná upp takti í 60 mínútur en við erum ekki að nota það sem einhverjar afsakökun. Við spiluðum bara betri vörn í dag en við höfum verið að gera og það er hægt að gera ýmislegt ef maður mætir með viljan og baráttuna upp á tíu.“ Selfoss er í næst neðsta sæti deildarinnar og Eyþór segir sigurinn gera mikið fyrir liðið. „Þetta gefur okkur bara verðlaun fyrir það hvað við höfum verið góðar þrátt fyrir þessi áföll sem við höfum lent í og þetta gefur okkur gulrót fyrir framhaldið. Við förum svo bara í næsta leik til að vinna hann.“ Næsti leikur er á móti Fram. „Þær eru náttúrulega með frábært lið og það er gaman að spila á móti þeim, þannig það verður bara skemmtilegt. Við ætlum að vinna“ Andri Snær Stefánsson: Tvö skref aftur á bak í dag Andri Snær var ánægður með sigurinn í kvöld.Vísir/Getty „Þetta er mjög svekkjandi, við vorum á virkilega vondum degi hér í dag. Selfoss liðið var frábært. Þær mætu til að berjast og ætluðu sér ekki að tapa. Þær létu bara vaða og áttu sigurinn svo sannarlega skilið,“ sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir fimm marka tap á móti Selfoss í dag, 21 – 26. „Það vantaði upp á að mæta þessari baráttu Selfoss. Við erum svo að enda sóknir okkar alltof alltof snemma. Við erum með mjög marga tæknifeila og sóknin hjá okkur bara mjög erfið. Selfoss gekk á lagið og voru bara betri.“ KA/Þór var eins og Selfoss mikið í því að tapa boltanum og tapaði honum 18 sinnum í dag. „Það er í raun og veru bara galið, svo bætist við að við erum að fara með mörg færi og margar sóknir. Við erum að skjóta í mikilli þvælu. Þetta er virkilega vont því þessi vika var búin að vera mjög góð hjá okkur. Það voru ákveðnar pælingar sem við vildum fá í sóknina í dag sem við fengum alls ekki.“ „Þetta er bara vont, við skitum vel upp á bak í dag en svona er þetta bara stundum. Við þurfum bara að læra af þessu.“ KA/Þór er 5. sæti deildarinnar eins og er. „Það er svo sem sama staða, við erum í fimmta eða sjötta sæti og við erum bara áfram að horfa á það hvernig við getum bætt okkur. Það hefur verið ákveðin framþróun hjá okkur finnst mér en þetta voru tvö skref aftur á bak í dag.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti