„Hann er bara kaup ársins“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2023 16:00 Bergur Elí Rúnarsson á flugi inn úr hægra horninu í sigrinum gegn PAUC. Hann nýtti öll sex skot sín í leiknum. vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson segir leikmenn hafa hafnað því að ganga til liðs við Val síðasta sumar áður en hann hreppti Berg Elí Rúnarsson sem reynst hefur vel á sinni fyrstu leiktíð á Hlíðarenda. Bergur Elí er vissulega á eftir Finni Inga Stefánssyni í goggunarröðinni, sem hægri hornamaður hjá Valsmönnum, en hefur staðið sig vel og átti stórleik þegar Valur vann franska liðið PAUC á þriðjudaginn og kom sér í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Bergur Elí skoraði sex mörk úr sex skotum í leiknum. Eftir að leik lauk ljóstruðu sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport því upp að djammskilaboð frá Agnari Smára Jónssyni, öðrum lærisveini Snorra hjá Val, hefðu lagt grunninn að komu Bergs á Hlíðarenda. 30. ára afmæli @arnardadi (Sérfræðingsins) gerðust hlutirnir, hér er sú umtalaða!!! @StorivondiBerg (EuroBelli) pic.twitter.com/bGLsuLjuqE— Agnar Smári Jónsson (@agnarblackpool) February 23, 2023 En Snorri hafði allan tímann trú á því að Bergur Elí gæti reynst Val vel: „Já, já. Ég hefði ekkert hringt í hann öðruvísi. En það er ekkert leyndarmál að við vorum í vandræðum þarna. Þorgeir Bjarki fór í Gróttu og það voru einhverjir sem sögðu bara nei við okkur, og vildu ekki koma í Val. En svo datt þessi upp í hendurnar á mér og hann er bara kaup ársins. Það er bara þannig,“ sagði Snorri Steinn léttur í bragði í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar í dag. Hann var einnig spurður út í sinn gamla samherja úr landsliðinu, Björgvin Pál Gústavsson, og hvort að mögnuð frammistaða hans gegn PAUC væri mögulega hans besta á öllum ferlinum: „Úff. Hann er búinn að vera svo lengi að svo ég hef ekki hugmynd um það,“ svaraði Snorri og bætti við: „Ég spilaði vissulega lengi með honum en þessi frammistaða var sturluð. Það er erfitt að tala um þetta öðruvísi. Hann er með svo margt annað líka en það að verja boltann. Algjör lykilmaður í okkar sóknarleik. Það er svo sem ekki að ástæðulausu að ég fór á stúfana á sínum tíma og lokkaði hann í Val.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan en viðtalið við Snorra hefst eftir um fimmtíu mínútur. Olís-deild karla Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri setti markið hátt fyrir Val eftir gríðarleg vonbrigði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir liðið hafa unnið sig fljótt úr miklum vonbrigðum og sett sér háleitt markmið eftir tapið sára gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins fyrir viku. 24. febrúar 2023 14:30 Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar. 22. febrúar 2023 15:31 Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Bergur Elí er vissulega á eftir Finni Inga Stefánssyni í goggunarröðinni, sem hægri hornamaður hjá Valsmönnum, en hefur staðið sig vel og átti stórleik þegar Valur vann franska liðið PAUC á þriðjudaginn og kom sér í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Bergur Elí skoraði sex mörk úr sex skotum í leiknum. Eftir að leik lauk ljóstruðu sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport því upp að djammskilaboð frá Agnari Smára Jónssyni, öðrum lærisveini Snorra hjá Val, hefðu lagt grunninn að komu Bergs á Hlíðarenda. 30. ára afmæli @arnardadi (Sérfræðingsins) gerðust hlutirnir, hér er sú umtalaða!!! @StorivondiBerg (EuroBelli) pic.twitter.com/bGLsuLjuqE— Agnar Smári Jónsson (@agnarblackpool) February 23, 2023 En Snorri hafði allan tímann trú á því að Bergur Elí gæti reynst Val vel: „Já, já. Ég hefði ekkert hringt í hann öðruvísi. En það er ekkert leyndarmál að við vorum í vandræðum þarna. Þorgeir Bjarki fór í Gróttu og það voru einhverjir sem sögðu bara nei við okkur, og vildu ekki koma í Val. En svo datt þessi upp í hendurnar á mér og hann er bara kaup ársins. Það er bara þannig,“ sagði Snorri Steinn léttur í bragði í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar í dag. Hann var einnig spurður út í sinn gamla samherja úr landsliðinu, Björgvin Pál Gústavsson, og hvort að mögnuð frammistaða hans gegn PAUC væri mögulega hans besta á öllum ferlinum: „Úff. Hann er búinn að vera svo lengi að svo ég hef ekki hugmynd um það,“ svaraði Snorri og bætti við: „Ég spilaði vissulega lengi með honum en þessi frammistaða var sturluð. Það er erfitt að tala um þetta öðruvísi. Hann er með svo margt annað líka en það að verja boltann. Algjör lykilmaður í okkar sóknarleik. Það er svo sem ekki að ástæðulausu að ég fór á stúfana á sínum tíma og lokkaði hann í Val.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan en viðtalið við Snorra hefst eftir um fimmtíu mínútur.
Olís-deild karla Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri setti markið hátt fyrir Val eftir gríðarleg vonbrigði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir liðið hafa unnið sig fljótt úr miklum vonbrigðum og sett sér háleitt markmið eftir tapið sára gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins fyrir viku. 24. febrúar 2023 14:30 Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar. 22. febrúar 2023 15:31 Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Snorri setti markið hátt fyrir Val eftir gríðarleg vonbrigði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir liðið hafa unnið sig fljótt úr miklum vonbrigðum og sett sér háleitt markmið eftir tapið sára gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins fyrir viku. 24. febrúar 2023 14:30
Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar. 22. febrúar 2023 15:31
Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða