„Hann er bara kaup ársins“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2023 16:00 Bergur Elí Rúnarsson á flugi inn úr hægra horninu í sigrinum gegn PAUC. Hann nýtti öll sex skot sín í leiknum. vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson segir leikmenn hafa hafnað því að ganga til liðs við Val síðasta sumar áður en hann hreppti Berg Elí Rúnarsson sem reynst hefur vel á sinni fyrstu leiktíð á Hlíðarenda. Bergur Elí er vissulega á eftir Finni Inga Stefánssyni í goggunarröðinni, sem hægri hornamaður hjá Valsmönnum, en hefur staðið sig vel og átti stórleik þegar Valur vann franska liðið PAUC á þriðjudaginn og kom sér í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Bergur Elí skoraði sex mörk úr sex skotum í leiknum. Eftir að leik lauk ljóstruðu sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport því upp að djammskilaboð frá Agnari Smára Jónssyni, öðrum lærisveini Snorra hjá Val, hefðu lagt grunninn að komu Bergs á Hlíðarenda. 30. ára afmæli @arnardadi (Sérfræðingsins) gerðust hlutirnir, hér er sú umtalaða!!! @StorivondiBerg (EuroBelli) pic.twitter.com/bGLsuLjuqE— Agnar Smári Jónsson (@agnarblackpool) February 23, 2023 En Snorri hafði allan tímann trú á því að Bergur Elí gæti reynst Val vel: „Já, já. Ég hefði ekkert hringt í hann öðruvísi. En það er ekkert leyndarmál að við vorum í vandræðum þarna. Þorgeir Bjarki fór í Gróttu og það voru einhverjir sem sögðu bara nei við okkur, og vildu ekki koma í Val. En svo datt þessi upp í hendurnar á mér og hann er bara kaup ársins. Það er bara þannig,“ sagði Snorri Steinn léttur í bragði í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar í dag. Hann var einnig spurður út í sinn gamla samherja úr landsliðinu, Björgvin Pál Gústavsson, og hvort að mögnuð frammistaða hans gegn PAUC væri mögulega hans besta á öllum ferlinum: „Úff. Hann er búinn að vera svo lengi að svo ég hef ekki hugmynd um það,“ svaraði Snorri og bætti við: „Ég spilaði vissulega lengi með honum en þessi frammistaða var sturluð. Það er erfitt að tala um þetta öðruvísi. Hann er með svo margt annað líka en það að verja boltann. Algjör lykilmaður í okkar sóknarleik. Það er svo sem ekki að ástæðulausu að ég fór á stúfana á sínum tíma og lokkaði hann í Val.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan en viðtalið við Snorra hefst eftir um fimmtíu mínútur. Olís-deild karla Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri setti markið hátt fyrir Val eftir gríðarleg vonbrigði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir liðið hafa unnið sig fljótt úr miklum vonbrigðum og sett sér háleitt markmið eftir tapið sára gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins fyrir viku. 24. febrúar 2023 14:30 Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar. 22. febrúar 2023 15:31 Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
Bergur Elí er vissulega á eftir Finni Inga Stefánssyni í goggunarröðinni, sem hægri hornamaður hjá Valsmönnum, en hefur staðið sig vel og átti stórleik þegar Valur vann franska liðið PAUC á þriðjudaginn og kom sér í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Bergur Elí skoraði sex mörk úr sex skotum í leiknum. Eftir að leik lauk ljóstruðu sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport því upp að djammskilaboð frá Agnari Smára Jónssyni, öðrum lærisveini Snorra hjá Val, hefðu lagt grunninn að komu Bergs á Hlíðarenda. 30. ára afmæli @arnardadi (Sérfræðingsins) gerðust hlutirnir, hér er sú umtalaða!!! @StorivondiBerg (EuroBelli) pic.twitter.com/bGLsuLjuqE— Agnar Smári Jónsson (@agnarblackpool) February 23, 2023 En Snorri hafði allan tímann trú á því að Bergur Elí gæti reynst Val vel: „Já, já. Ég hefði ekkert hringt í hann öðruvísi. En það er ekkert leyndarmál að við vorum í vandræðum þarna. Þorgeir Bjarki fór í Gróttu og það voru einhverjir sem sögðu bara nei við okkur, og vildu ekki koma í Val. En svo datt þessi upp í hendurnar á mér og hann er bara kaup ársins. Það er bara þannig,“ sagði Snorri Steinn léttur í bragði í hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar í dag. Hann var einnig spurður út í sinn gamla samherja úr landsliðinu, Björgvin Pál Gústavsson, og hvort að mögnuð frammistaða hans gegn PAUC væri mögulega hans besta á öllum ferlinum: „Úff. Hann er búinn að vera svo lengi að svo ég hef ekki hugmynd um það,“ svaraði Snorri og bætti við: „Ég spilaði vissulega lengi með honum en þessi frammistaða var sturluð. Það er erfitt að tala um þetta öðruvísi. Hann er með svo margt annað líka en það að verja boltann. Algjör lykilmaður í okkar sóknarleik. Það er svo sem ekki að ástæðulausu að ég fór á stúfana á sínum tíma og lokkaði hann í Val.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan en viðtalið við Snorra hefst eftir um fimmtíu mínútur.
Olís-deild karla Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri setti markið hátt fyrir Val eftir gríðarleg vonbrigði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir liðið hafa unnið sig fljótt úr miklum vonbrigðum og sett sér háleitt markmið eftir tapið sára gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins fyrir viku. 24. febrúar 2023 14:30 Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar. 22. febrúar 2023 15:31 Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
Snorri setti markið hátt fyrir Val eftir gríðarleg vonbrigði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir liðið hafa unnið sig fljótt úr miklum vonbrigðum og sett sér háleitt markmið eftir tapið sára gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins fyrir viku. 24. febrúar 2023 14:30
Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar. 22. febrúar 2023 15:31
Umfjöllun og myndir: Valur - PAUC 40-31 | Frábær frammistaða skilaði Val í 16-liða úrslit Valur tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Origo-höllinni í kvöld, 40-31. 21. febrúar 2023 21:53