Efling beri ekki ábyrgð á staðfestri upplýsingagjöf Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. febrúar 2023 14:56 Félagsmenn Eflingar mótmæltu boðuðu verkbanni á fimmtudag síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, er harðorður í garð fyrirtækja innan Samtaka atvinnulífsins vegna lélegrar upplýsingagjafar í aðdraganda verkbanns. Allur gangur sé á hvort fyrirtæki hafi upplýst starfsfólk um afstöðu sína til verkbannsins. SA hafa áréttað að fyrirtæki hafi ekkert val um hvort taka eigi þátt í verkbanninu eða ekki. Á vefsíðu Eflingar er greint frá því að 22 fyrirtæki hafi í hyggju að sniðganga verkbannið, sem boðað var 22. febrúar síðastliðinn. Sú ályktun er dregin af niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var „hjá félagsfólki Eflingar“ um hvort atvinnurekandi þeirra ætli að framfylgja verkbanni eða ekki. Rétt er að taka fram að hver sem er geti tekið þátt í könunninni, óháð því hvort þeir séu í Eflingu eða starfi hjá viðkomandi fyrirtæki yfir höfuð. Sem dæmi gæti svar við könnuninni litið út á eftirfarandi hátt: Samkvæmt þessari tilkynningu, sem gerð var í dæmaskyni, ætla Samtök atvinnulífsins ekki að taka þátt í fyrirhuguðu verkbanni.skjáskot Mbl.is greinir frá því að eitt fyrirtækjanna sem tekist hafi verið að ná sambandi við, ætli í raun að sniðganga verkbannið. Ekki náðist í forsvarsmenn 11 þeirra og einhverjir voru óvissir um hvort verkbannið tæki til fyrirtækis þeirra. Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri EflingarVísir/Baldur Spurður hvort fyrrgreint fyrirkomulag rýri ekki áreiðanleika könnunarinnar segir Viðar: „Við í Eflingu erum ekki ábyrg fyrir staðfestri upplýsingagjöf um þetta mál. Við erum bara að leita eftir upplýsingum frá okkar félagsfólki um hvaða upplýsingar þau hafi fengið frá fyrirtækjunum.“ Upplýsingarnar séu bæði ófullkomnar og misvísandi. „En það er ekki á okkar ábyrgð, það er á ábyrgð fyrirtækjanna að upplýsa starfsfólk um hvernig þessum málum er háttað,“ segir Viðar. Líkt og fyrr segir hafa Samtök atvinnulífsins áréttað á vefsíðu sinni að fyrirhugað verkbann sé ekki valkvætt. Slíkt feli í sér brot á vinnulöggjöfinni. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Á vefsíðu Eflingar er greint frá því að 22 fyrirtæki hafi í hyggju að sniðganga verkbannið, sem boðað var 22. febrúar síðastliðinn. Sú ályktun er dregin af niðurstöðum könnunar sem framkvæmd var „hjá félagsfólki Eflingar“ um hvort atvinnurekandi þeirra ætli að framfylgja verkbanni eða ekki. Rétt er að taka fram að hver sem er geti tekið þátt í könunninni, óháð því hvort þeir séu í Eflingu eða starfi hjá viðkomandi fyrirtæki yfir höfuð. Sem dæmi gæti svar við könnuninni litið út á eftirfarandi hátt: Samkvæmt þessari tilkynningu, sem gerð var í dæmaskyni, ætla Samtök atvinnulífsins ekki að taka þátt í fyrirhuguðu verkbanni.skjáskot Mbl.is greinir frá því að eitt fyrirtækjanna sem tekist hafi verið að ná sambandi við, ætli í raun að sniðganga verkbannið. Ekki náðist í forsvarsmenn 11 þeirra og einhverjir voru óvissir um hvort verkbannið tæki til fyrirtækis þeirra. Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri EflingarVísir/Baldur Spurður hvort fyrrgreint fyrirkomulag rýri ekki áreiðanleika könnunarinnar segir Viðar: „Við í Eflingu erum ekki ábyrg fyrir staðfestri upplýsingagjöf um þetta mál. Við erum bara að leita eftir upplýsingum frá okkar félagsfólki um hvaða upplýsingar þau hafi fengið frá fyrirtækjunum.“ Upplýsingarnar séu bæði ófullkomnar og misvísandi. „En það er ekki á okkar ábyrgð, það er á ábyrgð fyrirtækjanna að upplýsa starfsfólk um hvernig þessum málum er háttað,“ segir Viðar. Líkt og fyrr segir hafa Samtök atvinnulífsins áréttað á vefsíðu sinni að fyrirhugað verkbann sé ekki valkvætt. Slíkt feli í sér brot á vinnulöggjöfinni.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira