„Dæmi um að fólk sé að smygla heilu rútunum af bjór inn í sal“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. febrúar 2023 16:07 Leikarar Borgarleikhússins segjast finna fyrir aukinni drykkju sem hafi truflandi áhrif í för með sér. vísir/vilhelm Leikarar Borgarleikhússins hafa orðið varir við aukna drykkju á meðal leikhúsgesta sem sé þeim og öðrum gestum til mikils ama. Dæmi séu um að gestir smygli heilu rútunum af bjór inn í sal. „Það gerðist eitthvað eftir Covid,“ segir Valur Freyr Einarsson leikari sem fer um þessar mundir með hlutverk í hinum geysivinsæla söngleik um Bubba Morthens, 9 líf. „Það hefur aukist að fólk annað hvort mætir mjög drukkið eða drekkur sig mjög fullt áður en það fer inn í sal, sem veldur truflun fyrir aðra áhorfendur.“ Þetta tíðkist ekki aðeins á stórum sýningum eða söngleikjum. „Þar finnst manni alveg eðlilegt að fólk sé að skemmta sér og fá sér dálítið en þetta er líka að gerast á sýningum eins Mátulegir og sýningu sem var fyrr í vetur og heitir Fyrrverandi þar sem fólk var alveg dauðadrukkið, með frammíköll og fleira. Þetta er svona hegðun sem ég hef mjög sjaldan orðið var við í þessi 25 ár sem ég hef verið í leikhúsi,“ segir Valur. Áfengi verði bannað á minni sviðum Honum sé aðallega umhugað um aðra áhorfendur. „Við leikararnir höndlum þetta svo sem en aðalmálið er meðvitund um áhorfandann sem hefur keypt miða og er að njóta þess að vera í leikhúsi. Svo er bara truflun í salnum sem stelur upplifuninni. Þetta er bara óvirðing við þá sem eru með þér í salnum og auðvitað líka þá sem eru á sviðinu.“ Valur Freyr Einarsson leikari.Borgarleikhúsið Hann segist einnig hafa lesið grein í Guardian þar sem umfjöllunarefnið er það sama: leikhús í Englandi og starfsfólk þeirra þurfi að eiga við sótölvaða gesti sem séu til vandræða, bæði á meðan sýningu stendur og á leið sinni inn og út úr húsi. Þetta hafi jafnframt aukist í kjölfar Covid. „Mér finnst það nú bara rannsóknarefni, hvað hefur gerst eftir Covid? Ég hef líka heyrt frá kollegum mínum að sama staða sé á Norðurlöndum. Erum við enn þá eins og kýr á vorin? Maður hefði haldið að það væri búið,“ segir Valur. Honum þætti æskilegt að banna drykki á minni sviðum. „Þar er bara svo mikil nálægð og þá verða meiri truflandi áhrif. Það er aðeins annað á stóra sviðinu. Ef fólk er að klára úr bjór eða vínglasi er engin truflun af því en þegar fólk er farið að smygla heilu rútunum af bjór, eins og áhöld hafa verið um, þá er fólk eitthvað að misskilja miðilinn,“ segir Valur Freyr að lokum. Leikhús Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
„Það gerðist eitthvað eftir Covid,“ segir Valur Freyr Einarsson leikari sem fer um þessar mundir með hlutverk í hinum geysivinsæla söngleik um Bubba Morthens, 9 líf. „Það hefur aukist að fólk annað hvort mætir mjög drukkið eða drekkur sig mjög fullt áður en það fer inn í sal, sem veldur truflun fyrir aðra áhorfendur.“ Þetta tíðkist ekki aðeins á stórum sýningum eða söngleikjum. „Þar finnst manni alveg eðlilegt að fólk sé að skemmta sér og fá sér dálítið en þetta er líka að gerast á sýningum eins Mátulegir og sýningu sem var fyrr í vetur og heitir Fyrrverandi þar sem fólk var alveg dauðadrukkið, með frammíköll og fleira. Þetta er svona hegðun sem ég hef mjög sjaldan orðið var við í þessi 25 ár sem ég hef verið í leikhúsi,“ segir Valur. Áfengi verði bannað á minni sviðum Honum sé aðallega umhugað um aðra áhorfendur. „Við leikararnir höndlum þetta svo sem en aðalmálið er meðvitund um áhorfandann sem hefur keypt miða og er að njóta þess að vera í leikhúsi. Svo er bara truflun í salnum sem stelur upplifuninni. Þetta er bara óvirðing við þá sem eru með þér í salnum og auðvitað líka þá sem eru á sviðinu.“ Valur Freyr Einarsson leikari.Borgarleikhúsið Hann segist einnig hafa lesið grein í Guardian þar sem umfjöllunarefnið er það sama: leikhús í Englandi og starfsfólk þeirra þurfi að eiga við sótölvaða gesti sem séu til vandræða, bæði á meðan sýningu stendur og á leið sinni inn og út úr húsi. Þetta hafi jafnframt aukist í kjölfar Covid. „Mér finnst það nú bara rannsóknarefni, hvað hefur gerst eftir Covid? Ég hef líka heyrt frá kollegum mínum að sama staða sé á Norðurlöndum. Erum við enn þá eins og kýr á vorin? Maður hefði haldið að það væri búið,“ segir Valur. Honum þætti æskilegt að banna drykki á minni sviðum. „Þar er bara svo mikil nálægð og þá verða meiri truflandi áhrif. Það er aðeins annað á stóra sviðinu. Ef fólk er að klára úr bjór eða vínglasi er engin truflun af því en þegar fólk er farið að smygla heilu rútunum af bjór, eins og áhöld hafa verið um, þá er fólk eitthvað að misskilja miðilinn,“ segir Valur Freyr að lokum.
Leikhús Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira