Sundföt leyfð í nektarnýlendu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. febrúar 2023 16:15 Húsfélagið hafði ráðið öryggisverði til að halda fólki í fötum frá sundlaugargörðunum. Getty/Jens Büttner Hæstiréttur Spánar hefur bannað húsfélagi nektarnýlendu á Suður-Spáni að meina fólki í sundfötum aðgang að sundlaugum hverfisins. Dómararnir telja bannið brot á jafnræðisreglunni. Húsfélagið hafði ráðið öryggisverði til að halda fólki í fötum frá sundlaugargörðunum. Það kann að koma mörgum á óvart en paradís nektarunnenda í Evrópu ku vera að finna í litlum bæ á Suður-Spáni. Nánar tiltekið í Vera í Almería-sýslu. Þar er til dæmis að finna eina „nektarhótel“ Spánar, og hér með er auglýst eftir betra orði yfir það fyrirbrigði. Þar eru allir allsberir frá kjallara upp í ris, á veitingastöðum, næturklúbbum og sundlaugum hótelsins, svo fátt eitt sé nefnt. Þá eru margar strendur á þessu svæði fráteknar fyrir fólk sem vill sólbaða sig nakið. Í bænum er einnig að finna ein níu íbúðahverfi þar sem íbúar spranga um á Adams- og Evuklæðunum allan liðlangan daginn. Sumir búa þarna árið um kring en flestir fara þangað í nokkurra vikna sumarfríi. Öryggisverðir passa upp á nekt Eitt hverfið er þó undantekning frá nektarreglunni. Það heitir Nature World og verktakinn fór á hausinn í miðju byggingarferli. Því var brugðið á það ráð að selja hverjum sem kaupa vildi íbúðir í hverfinu. Upp úr því spratt sem sé blönduð byggð, það er að segja fólk í fötum og fólk án fata. Ný stjórn húsfélagsins fékk samþykkta þá reglu fyrir sex árum að fólk yrði að vera nakið við sundlaugar hverfisins, og ekki nóg með það heldur réði stjórnin öryggisverði til þess að halda fólki í sundskýlum, sundbolum og þaðan af efnismeiri klæðnaði frá sundlaugasvæðinu. Sundfatasinnar undu þessu ekki og eftir langan málarekstur sem rataði alla leið upp í Hæstarétt Spánar, höfðu þeir sigur og mega nú spranga um kappklæddir innan um þá strípuðu. Meðal annars með þeim rökum dómaranna að svona bann stríddi gegn jafnræðishugmyndinni og væri misrétti gagnvart þeim sem vildu baða sig í sundfötum. Næsta sumarfrí? Ismael Rodrigo, forseti Spænskra nektarsinna, sagði í samtali við fjölmiðla að þessi röksemdafærsla væri í meira lagi forvitnileg og fróðlegt væri að sjá hvort hún gengi í báðar áttir, þ.e.a.s. ef hinir nöktu færu að dúkka upp við sundlaugar sem ekki væru þeim ætlaðar. Fyrir áhugasama sem ekki hafa enn skipulagt sumarfríið sitt má nefna að frá Alicante-flugvelli til nektarnýlendunnar Vera er um tveggja klukkustunda akstur. Spánn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Það kann að koma mörgum á óvart en paradís nektarunnenda í Evrópu ku vera að finna í litlum bæ á Suður-Spáni. Nánar tiltekið í Vera í Almería-sýslu. Þar er til dæmis að finna eina „nektarhótel“ Spánar, og hér með er auglýst eftir betra orði yfir það fyrirbrigði. Þar eru allir allsberir frá kjallara upp í ris, á veitingastöðum, næturklúbbum og sundlaugum hótelsins, svo fátt eitt sé nefnt. Þá eru margar strendur á þessu svæði fráteknar fyrir fólk sem vill sólbaða sig nakið. Í bænum er einnig að finna ein níu íbúðahverfi þar sem íbúar spranga um á Adams- og Evuklæðunum allan liðlangan daginn. Sumir búa þarna árið um kring en flestir fara þangað í nokkurra vikna sumarfríi. Öryggisverðir passa upp á nekt Eitt hverfið er þó undantekning frá nektarreglunni. Það heitir Nature World og verktakinn fór á hausinn í miðju byggingarferli. Því var brugðið á það ráð að selja hverjum sem kaupa vildi íbúðir í hverfinu. Upp úr því spratt sem sé blönduð byggð, það er að segja fólk í fötum og fólk án fata. Ný stjórn húsfélagsins fékk samþykkta þá reglu fyrir sex árum að fólk yrði að vera nakið við sundlaugar hverfisins, og ekki nóg með það heldur réði stjórnin öryggisverði til þess að halda fólki í sundskýlum, sundbolum og þaðan af efnismeiri klæðnaði frá sundlaugasvæðinu. Sundfatasinnar undu þessu ekki og eftir langan málarekstur sem rataði alla leið upp í Hæstarétt Spánar, höfðu þeir sigur og mega nú spranga um kappklæddir innan um þá strípuðu. Meðal annars með þeim rökum dómaranna að svona bann stríddi gegn jafnræðishugmyndinni og væri misrétti gagnvart þeim sem vildu baða sig í sundfötum. Næsta sumarfrí? Ismael Rodrigo, forseti Spænskra nektarsinna, sagði í samtali við fjölmiðla að þessi röksemdafærsla væri í meira lagi forvitnileg og fróðlegt væri að sjá hvort hún gengi í báðar áttir, þ.e.a.s. ef hinir nöktu færu að dúkka upp við sundlaugar sem ekki væru þeim ætlaðar. Fyrir áhugasama sem ekki hafa enn skipulagt sumarfríið sitt má nefna að frá Alicante-flugvelli til nektarnýlendunnar Vera er um tveggja klukkustunda akstur.
Spánn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira