Veðrið stríðir skíðaþyrstum fjölskyldum í miðju vetrarfríi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. febrúar 2023 15:00 Veturinn hefur ekki verið sá besti fyrir skíðafólk landsins. Vísir/Vilhelm Tvö vinsælustu skíðasvæði landsins eru lokuð í dag vegna veðurs á sama tíma og flestar fjölskyldur landsins eru í vetrarfríi en mikil hlýindi eru á landinu öllu. Forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segir lægðirnar hafa verið fullmargar það sem af er ári. Rekstrarstjóri skíðasvæða Bláfjalla segir veturinn hafa verið svakalegan. Báðir eru þó bjartsýnir, ekki síst fyrir páskana. Fjölmargar fjölskyldur eru á ferðinni þessa dagana þar sem vetrafrí eru í flestum skólum landsins. Þeir sem ætluðu á skíði um helgina hafa þó eflaust orðið fyrir vonbrigðum þar sem loka þurfti skíðasvæðum. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri, segir fimmtudag og föstudag hafa verið frábæra daga en í gær hafi staðan versnað. Fyrir hádegi í fór vindurinn upp í allt að 25 metra á sekúndu í hviðum samhliða hlýindum. „Það er búið að vera mikið af lægðum undanfarinn mánuð og það er bara áframhald á því virðist vera, í dag alla vega. Það er hiti í kortunum út þessa viku sýnist mér en svo á að koma frost til okkar svona á föstudag eða laugardag í næstu viku, sýnist mér alla vega á núverandi spám,“ segir Brynjar. Meðan hlýtt er í veðri og mikill vindur skili það litlu að framleiða snjó og best sé að leyfa brekkunum alveg að vera þangað til að aðstæður verða betri. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu enn sem komið er, ef að þetta snýst í frost og ofankomu þá er það fljótt að vinna með okkur,“ segir Brynjar. Hvað veturinn í heild varðar hafi hann byrjað vel, desember og janúar hafi verið góðir en þegar á leið hafi veður tekið að versna. „Það eru búnir að vera mjög góðir dagar, og góðar vikur, en svo erum við aftur á móti búin að lenda í því að fá svona heldur marga daga í hverri viku þar sem við erum að fá lægðir. En við krossum fingur, þetta hlýtur að fara að róast núna þegar líður á mars,“ segir Brynjar. Páskarnir eru á næsta leiti og skíðasvæðin vinsæll áfangastaður á þeim tíma. „Ég hef engar áhyggjur af páskunum, ég held að það verði bara frábær vika þá og aðstæður verði bara mjög góðar. Það er alla vega það sem ég er að vona í dag og er nokkuð bjartsýnn á það náist,“ segir Brynjar. Svakalegur vetur í Bláfjöllum Staðan er svipuð í Bláfjöllum en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins þar, segir þau hafa þurft að loka á fimmtudag og hefur verið lokað síðan. Í morgun hafi verið svartaþoka og svæðið ekki upp á sitt besta. „Þetta er blautt núna, rigning, rok og hiti. Það eru ekki uppáhalds orð skíðasvæðanna. En fjallið lítur betur út heldur en maður þorði að vona þannig við erum bara klárir í þetta um leið og þessi hitabylgja hættir,“ segir Einar. Veturinn hafi ekki verið sá blíðasti, svo vægt sé til orða tekið, en þau náðu ekki að opna skíðasvæðið í vetur fyrr en í lok desember sökum snjóleysis. „Þetta er búið að vera svakalegt. Við héldum að veturinn í fyrra hefði verið sá alversti en þessi er búinn að vera ótrúlegur líka. En svona er þetta bara,“ segir Einar. Hann kveðst bjartsýnn á að þeim takist að hafa opið yfir stóra daga sem eru fram undan, þar á meðal páskana. „Við efumst það ekki í eina mínútu. Þetta á eftir að vera frábær mars og enn þá betri apríl,“ segir Einar. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn, annars þarf maður að leita sér að vinnu á milli níu og fimm.“ Skíðasvæði Veður Akureyri Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Fjölmargar fjölskyldur eru á ferðinni þessa dagana þar sem vetrafrí eru í flestum skólum landsins. Þeir sem ætluðu á skíði um helgina hafa þó eflaust orðið fyrir vonbrigðum þar sem loka þurfti skíðasvæðum. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli á Akureyri, segir fimmtudag og föstudag hafa verið frábæra daga en í gær hafi staðan versnað. Fyrir hádegi í fór vindurinn upp í allt að 25 metra á sekúndu í hviðum samhliða hlýindum. „Það er búið að vera mikið af lægðum undanfarinn mánuð og það er bara áframhald á því virðist vera, í dag alla vega. Það er hiti í kortunum út þessa viku sýnist mér en svo á að koma frost til okkar svona á föstudag eða laugardag í næstu viku, sýnist mér alla vega á núverandi spám,“ segir Brynjar. Meðan hlýtt er í veðri og mikill vindur skili það litlu að framleiða snjó og best sé að leyfa brekkunum alveg að vera þangað til að aðstæður verða betri. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu enn sem komið er, ef að þetta snýst í frost og ofankomu þá er það fljótt að vinna með okkur,“ segir Brynjar. Hvað veturinn í heild varðar hafi hann byrjað vel, desember og janúar hafi verið góðir en þegar á leið hafi veður tekið að versna. „Það eru búnir að vera mjög góðir dagar, og góðar vikur, en svo erum við aftur á móti búin að lenda í því að fá svona heldur marga daga í hverri viku þar sem við erum að fá lægðir. En við krossum fingur, þetta hlýtur að fara að róast núna þegar líður á mars,“ segir Brynjar. Páskarnir eru á næsta leiti og skíðasvæðin vinsæll áfangastaður á þeim tíma. „Ég hef engar áhyggjur af páskunum, ég held að það verði bara frábær vika þá og aðstæður verði bara mjög góðar. Það er alla vega það sem ég er að vona í dag og er nokkuð bjartsýnn á það náist,“ segir Brynjar. Svakalegur vetur í Bláfjöllum Staðan er svipuð í Bláfjöllum en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins þar, segir þau hafa þurft að loka á fimmtudag og hefur verið lokað síðan. Í morgun hafi verið svartaþoka og svæðið ekki upp á sitt besta. „Þetta er blautt núna, rigning, rok og hiti. Það eru ekki uppáhalds orð skíðasvæðanna. En fjallið lítur betur út heldur en maður þorði að vona þannig við erum bara klárir í þetta um leið og þessi hitabylgja hættir,“ segir Einar. Veturinn hafi ekki verið sá blíðasti, svo vægt sé til orða tekið, en þau náðu ekki að opna skíðasvæðið í vetur fyrr en í lok desember sökum snjóleysis. „Þetta er búið að vera svakalegt. Við héldum að veturinn í fyrra hefði verið sá alversti en þessi er búinn að vera ótrúlegur líka. En svona er þetta bara,“ segir Einar. Hann kveðst bjartsýnn á að þeim takist að hafa opið yfir stóra daga sem eru fram undan, þar á meðal páskana. „Við efumst það ekki í eina mínútu. Þetta á eftir að vera frábær mars og enn þá betri apríl,“ segir Einar. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn, annars þarf maður að leita sér að vinnu á milli níu og fimm.“
Skíðasvæði Veður Akureyri Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira