Botnar ekkert í býttunum hjá Halldóri Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2023 08:01 Halldór Jóhann Sigfússon og Søren Hansen hafa skipt um hlutverk og nú er Halldór aðalþjálfari TTH til loka tímabilsins. tthholstebro.dk Halldór Jóhann Sigfússon er orðinn aðalþjálfari danska handboltaliðsins TTH Holstebro, eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins. Það vekur hins vegar furðu sumra að maðurinn sem Halldór tekur við af, Sören Hansen, fer í starf Halldórs sem aðstoðarþjálfari. Íslandsvinurinn Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV 2, botnar ekkert í því að TTH skuli vilja halda Hansen í þjálfarateyminu fyrst að forráðamenn þess vilji á annað borð breytingar. „Þetta er bæði furðulegt og ruglingslegt. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Ákvörðunin okkar er eingöngu tekin út frá þeim íþróttalegu úrslitum sem hefur vantað í síðustu sex leikjum. Við viljum búa til nýjan takt á æfingum og í leikjum í von um að geta bætt frammistöðu liðsins í þeim leikjum sem eru eftir,“ sagði John Mikkelsen, framkvæmdastjóri TTH, sem vill að liðið komist í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar. Það hafði áður verið ákveðið að Hansen myndi fara úr starfi aðalþjálfara í starf aðstoðarþjálfara á næstu leiktíð, og að Arnór Atlason kæmi og yrði aðalþjálfari. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari hjá Álaborg. TTH er sem stendur í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina og er liðið jafnt Ribe-Esbjerg, sem er í 9. sæti, að stigum. Á vef TV 2 er farið yfir tíðar vendingar í þjálfarateymi TTH frá því að fyrrnefndur Hansen fór í veikindaleyfi vegna álags í desember 2021: „Nú er, Guð hjálpi mér, enn verið að breyta til. Fyrir mér er þetta virkilega óskiljanlegt. Ef þeir eru ekki ánægðir með Sören Hansen ætti hann ekki að vera þarna. Það er verið að lækka Sören Hansen svo harkalega um tign að ég skil þetta ekki. Ef þeir vilja breyta einhverju strax þá ættu þeir að finna einhvern annan en Sören Hansen. Ég fæ ekki séð hvernig þetta á að koma á ró í búningsklefanum eða nýja orku,“ sagði Nyegaard. Í janúar var tilkynnt að eftir tímabilið yrði Halldór, sem stýrði Selfossi áður en hann fór til Danmerkur í fyrra, aðalþjálfari Nordsjælland. Danski handboltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Íslandsvinurinn Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV 2, botnar ekkert í því að TTH skuli vilja halda Hansen í þjálfarateyminu fyrst að forráðamenn þess vilji á annað borð breytingar. „Þetta er bæði furðulegt og ruglingslegt. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Ákvörðunin okkar er eingöngu tekin út frá þeim íþróttalegu úrslitum sem hefur vantað í síðustu sex leikjum. Við viljum búa til nýjan takt á æfingum og í leikjum í von um að geta bætt frammistöðu liðsins í þeim leikjum sem eru eftir,“ sagði John Mikkelsen, framkvæmdastjóri TTH, sem vill að liðið komist í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar. Það hafði áður verið ákveðið að Hansen myndi fara úr starfi aðalþjálfara í starf aðstoðarþjálfara á næstu leiktíð, og að Arnór Atlason kæmi og yrði aðalþjálfari. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari hjá Álaborg. TTH er sem stendur í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina og er liðið jafnt Ribe-Esbjerg, sem er í 9. sæti, að stigum. Á vef TV 2 er farið yfir tíðar vendingar í þjálfarateymi TTH frá því að fyrrnefndur Hansen fór í veikindaleyfi vegna álags í desember 2021: „Nú er, Guð hjálpi mér, enn verið að breyta til. Fyrir mér er þetta virkilega óskiljanlegt. Ef þeir eru ekki ánægðir með Sören Hansen ætti hann ekki að vera þarna. Það er verið að lækka Sören Hansen svo harkalega um tign að ég skil þetta ekki. Ef þeir vilja breyta einhverju strax þá ættu þeir að finna einhvern annan en Sören Hansen. Ég fæ ekki séð hvernig þetta á að koma á ró í búningsklefanum eða nýja orku,“ sagði Nyegaard. Í janúar var tilkynnt að eftir tímabilið yrði Halldór, sem stýrði Selfossi áður en hann fór til Danmerkur í fyrra, aðalþjálfari Nordsjælland.
Danski handboltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira