Vill svör um mikla notkun þunglyndislyfja og Covid-tengda vanlíðan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 12:31 Berglind Ósk hefur óskað eftir svörum um mikla notkun þunglyndislyfja frá heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Notkun þunglyndislyfja eykst enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skoða þurfi rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. Samkvæmt tölum frá embætti landlæknis var tæplega fjórðungur fullorðinna Íslendinga á þunglyndis- og/eða kvíðalyfjum árið 2021. Frá árinu 2013 til 2021 hefur þunglyndislyfjaávísunum fjölgað um rúm 40 prósent. Þá má sjá á tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, að notkun þunglyndislyfja hér á landi er mun meiri hlutfallslega en annars staðar. „Núna má merkja verulega aukningu á notkun þunglyndislyfja og þá sérstaklega merkjanlega í alþjóðlegu samhengi, þá er hún meiri hér á landi,“ segir Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Aukin notkun þunglyndislyfja verður rædd sérstaklega á Alþingi í dag að beiðni Berglindar og mun Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, svara þar spurningum þingmanna. Skoða þurfi rót vandans Berglind segir að skýringar um að notkun þunglyndislyfja hafi í aukist í kjölfar geðheilbrigðisátaks veki furðu. „Þessi sérstaða Íslands kallar á mun dýpri skoðun þar sem við greinum rót vandans því við vitum fátt um orsakir þessarar auknu vanlíðunar. Við ættum auðvitað að vera löngu komin með einhver svör í stað þess að vera með endalausar getgátur um allt,“ segir Berglind. „Það er ekki einungis hægt að vísa til þess að aukin áhersla og umræða um geðheilbrigði og geðrækt sá ástæða aukinnar vanlíðunar í samfélaginu.“ Spyr hvort félagsleg einangrun bitni enn á geðheilsu þjóðar Ráðast þurfi á rót vandans, sem megi til dæmis rekja til fordóma innan kerfisins. „Það er oft talað um að lélegt aðgengi að geðheilbrigðisúrræðum sé hægt að rekja til fordóma gagnvart geðröskunum. Þá er spurning hvort við þurfum að ráðast í átak gegn fordómum gegn geðröskunum innan heilbrigðiskerfisins,“ segir Berglind. Þá sé tilefni til að skoða sérstaklega andlega heilsu þjóðarinnar í kjölfar heimsfaraldurs. „Þar er mörgum spurningum ósvarað, eins og hvort metnir hafi verið aðrir þættir á móti þeim sóttvarnaráðstöfunum sem var gripið til, eins og félagsleg einangrun, hvort þetta hafi verið metið nægjanlega á móti þeim ráðstöfunum sem var gripið til. Það þarf að gera það til að varpa ljósi á hvaða áhrif þetta hafði á geðheilsu þjóðarinnar, sem við sjáum að fer nú hrakandi.“ Geðheilbrigði Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Lyf Tengdar fréttir Um hugvíkkandi efni og geðraskanir Umræðan um hugvíkkandi efni er að sumu leyti snúin og getur verið erfitt að orða hlutina rétt svo þeir misskiljist ekki. Hugvíkkandi efni eru nokkur, en það sem mest hefur verið í umræðunni undanfarið er efnið sílósíbín (psilocybin). Ástæðan er sú að til eru rannsóknir sem benda til þess að efnið geti mögulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og t.d. þunglyndi. 25. febrúar 2023 08:01 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Fordómar gagnvart fólki með geðræn vandamál áfram talsverðir og útbreiddir Talsverðir fordómar eru hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir samkvæmt nýrri rannsókn. Dregið hefur úr fordómum gagnvart fólki með einkenni þunglyndis en fordómar gagnvart fólki með geðklofaeinkenni breytast hægar og síður. Stór hluti almennings virðist tilbúin til að neyða fólk til að leita sér meðferðar. 8. desember 2022 19:00 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leitinni að sundmanninum lokið að sinni „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Samkvæmt tölum frá embætti landlæknis var tæplega fjórðungur fullorðinna Íslendinga á þunglyndis- og/eða kvíðalyfjum árið 2021. Frá árinu 2013 til 2021 hefur þunglyndislyfjaávísunum fjölgað um rúm 40 prósent. Þá má sjá á tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, að notkun þunglyndislyfja hér á landi er mun meiri hlutfallslega en annars staðar. „Núna má merkja verulega aukningu á notkun þunglyndislyfja og þá sérstaklega merkjanlega í alþjóðlegu samhengi, þá er hún meiri hér á landi,“ segir Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Aukin notkun þunglyndislyfja verður rædd sérstaklega á Alþingi í dag að beiðni Berglindar og mun Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, svara þar spurningum þingmanna. Skoða þurfi rót vandans Berglind segir að skýringar um að notkun þunglyndislyfja hafi í aukist í kjölfar geðheilbrigðisátaks veki furðu. „Þessi sérstaða Íslands kallar á mun dýpri skoðun þar sem við greinum rót vandans því við vitum fátt um orsakir þessarar auknu vanlíðunar. Við ættum auðvitað að vera löngu komin með einhver svör í stað þess að vera með endalausar getgátur um allt,“ segir Berglind. „Það er ekki einungis hægt að vísa til þess að aukin áhersla og umræða um geðheilbrigði og geðrækt sá ástæða aukinnar vanlíðunar í samfélaginu.“ Spyr hvort félagsleg einangrun bitni enn á geðheilsu þjóðar Ráðast þurfi á rót vandans, sem megi til dæmis rekja til fordóma innan kerfisins. „Það er oft talað um að lélegt aðgengi að geðheilbrigðisúrræðum sé hægt að rekja til fordóma gagnvart geðröskunum. Þá er spurning hvort við þurfum að ráðast í átak gegn fordómum gegn geðröskunum innan heilbrigðiskerfisins,“ segir Berglind. Þá sé tilefni til að skoða sérstaklega andlega heilsu þjóðarinnar í kjölfar heimsfaraldurs. „Þar er mörgum spurningum ósvarað, eins og hvort metnir hafi verið aðrir þættir á móti þeim sóttvarnaráðstöfunum sem var gripið til, eins og félagsleg einangrun, hvort þetta hafi verið metið nægjanlega á móti þeim ráðstöfunum sem var gripið til. Það þarf að gera það til að varpa ljósi á hvaða áhrif þetta hafði á geðheilsu þjóðarinnar, sem við sjáum að fer nú hrakandi.“
Geðheilbrigði Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Lyf Tengdar fréttir Um hugvíkkandi efni og geðraskanir Umræðan um hugvíkkandi efni er að sumu leyti snúin og getur verið erfitt að orða hlutina rétt svo þeir misskiljist ekki. Hugvíkkandi efni eru nokkur, en það sem mest hefur verið í umræðunni undanfarið er efnið sílósíbín (psilocybin). Ástæðan er sú að til eru rannsóknir sem benda til þess að efnið geti mögulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og t.d. þunglyndi. 25. febrúar 2023 08:01 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Fordómar gagnvart fólki með geðræn vandamál áfram talsverðir og útbreiddir Talsverðir fordómar eru hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir samkvæmt nýrri rannsókn. Dregið hefur úr fordómum gagnvart fólki með einkenni þunglyndis en fordómar gagnvart fólki með geðklofaeinkenni breytast hægar og síður. Stór hluti almennings virðist tilbúin til að neyða fólk til að leita sér meðferðar. 8. desember 2022 19:00 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leitinni að sundmanninum lokið að sinni „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Um hugvíkkandi efni og geðraskanir Umræðan um hugvíkkandi efni er að sumu leyti snúin og getur verið erfitt að orða hlutina rétt svo þeir misskiljist ekki. Hugvíkkandi efni eru nokkur, en það sem mest hefur verið í umræðunni undanfarið er efnið sílósíbín (psilocybin). Ástæðan er sú að til eru rannsóknir sem benda til þess að efnið geti mögulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og t.d. þunglyndi. 25. febrúar 2023 08:01
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03
Fordómar gagnvart fólki með geðræn vandamál áfram talsverðir og útbreiddir Talsverðir fordómar eru hér á landi í garð einstaklinga með geðrænar áskoranir samkvæmt nýrri rannsókn. Dregið hefur úr fordómum gagnvart fólki með einkenni þunglyndis en fordómar gagnvart fólki með geðklofaeinkenni breytast hægar og síður. Stór hluti almennings virðist tilbúin til að neyða fólk til að leita sér meðferðar. 8. desember 2022 19:00
Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“